Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 9
sem eftir er kosningabaráttunn ar? Með tilliti til kosninganna igæti hann ótvírætt hagnazt á aS gera kjósendum Ijóst, að það er fölsk velmegun, sem íhalds- menn bjóða þeim í svipinn. En einnig verður Wilson að hafa þau vandamál í huga, sem hann kynni að fá að glíma við ef hann yrði forsætisráðherra, og ummæli, sem haft gætu slæm áhrif á sterlingspundið mundu ekki auð velda byrjunina. Eílilaun og húsnæðis- mál Efst á óskalista kjósenda um mál er ræða skuli í kosningabar áttumii eru ellilaun og húsnæðis vandamál. Verkamannaflokkur- inn hefur lagt mikla áherzlu á að bjóða öldruðu fólki og hús- næðislausu fólki betri kjör en þ^að nýtur nú. . J ¦ '.'¦.. 5 i ; Verkamannaflokkurinn vill hækka ellilaunin þannig að þau haldi í við þróunina í launamál um, og koma á almennum elli- launum eftir 1971, og skuli eftir laun þá nema helmingsupphæð vinnutekna. í húsnæðismálum vill Verka- mannaflokkurinn berjast fyrir sanngjarnari fjárframlögum. Hann vill koma á fót nefnd, sem skuli kaupa lóðir og út- rýma þar með lóðabraski. Gagn rök íhaldsmanna eru á þá leið, að lóðaeigendur vilji ekki selja samkvæmt skilyrðum Verka- mannaflokksins, og íhaldsmenn líta á það sem þjóðnýtingu ef eign>r eru gerðar upptækar. Og þjóðnýting er grýla. Nú virðist íhaldsmönnum ekki hafa tekizt sérlega vel að vekja upp þjóðnýtingardrauginn að þessu sinni. Verkamannaflokkur inn vill þjóðnýta stáliðnaðinn og íhaldsmenn reyna að hræða fólk með þvi, að aðrar iðngreinar séu einnjg í hættu. í fyrri kosn- ingabaráttum hefur íhaldsmönn- um tekizt að vinna atkvæði með slíkum áróðri, en skoðanakannan ir í ár benda ekki til þess. að fólk óttist þjóðnýtingu. Þjóðnýt ing er einfaldlega ekki eitt þeirra mála, sem fólk hugsar um. Helzta kosningabomba íhalds manna er nú þessi: Kosningalof orð Verkamannaflokksins kosta mikið fé. Það eru skattgreiðend ur sem verða að greiða þetta fé. Verkamannaflokksstjórn merkir aukna skatta. Það er vitaskuld rétt, að reikning .verður að greiða, en Harold Wilson og aðrir leiðtog ar Verkamannaflokksins halda því fram, að stefna þeirra bygg ist á þeirri forsendu, að hagvöxt ur verði mikill í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn mun leggja megináherzlu á þetta. Xuk inn hagvöxtur merkir aukna fjár muni, sem verja má til að koma brezka þjóðfélaginu í nýtízku horf án þess að hækka þurfi skatta. Mörg vafakjördæmi Þessa dagana flettir maður varla svo brezku dagblaði án (Franxbald á 10. sífiu) FRÍMERKlIFRÍMERKI m FRÍMERKI HANDRITA-MERKIN I>AÐ var 1. október 1953, sem handrita-frímerkin komu út. Þau voru 5 að tölu, 10 aurar grá-svart, 70 aura grænt, 1. kr. vínrautt, 1.75 kr. blátt og 10.00 kr. brúnt. Tökkunin er 13Váxl3 og upp- lagið sem hér segir: 10 aur. 2 millj., 70 aur. 1.3 millj. 1.00 kr. 3,3 millj., 1.75 kr. 800 þús. og 10 kr. 600 þús. — Ekkert vatnsmerki er í merkjunum. — Þessi frímerki eru með nokkuð óvanalegum mynda-mótívum, en það eru teikn- ingar af gömlu handritunum okk- ar íslendinga, sem nú eru flest geymd í Danmörku. — Á 10 aura merkinu er t. d. mynd af Reykja- L bók og á 10 kr. merkinu er mynd af blaði úr Skarðsbók. Hvað eru þá þessi handrit og hversvegna eru þau geymd i Dan- mörku? — Handritin eru frásagn- ir, skráðar á skinn með heimatil- búnu bleki. — Gæði þessara bók- mennta eru slik að furðu vekur og ekki síður magn þeirra, miðað við fólksfjölda landsins þá. — Áhrif frá fornsögunum hafa markað spor í menningu og sögu íslend- inga og hlutur þeirra í sögu Nor- egs er snar. — Ýmsir halda því fram, að þessar skinnhandrita-bók menntir íslendinga séu klassísk- astar allra miðaldabókmennta í Evrópu. En nú kemur raunasaga. Flest- ar ísl. skinnbækurnar fara í súg- inn á tímabilinu 1550—1700, en leifar þeirra eru fluttar úr landi. — Orsakir til þessa eru margvís- legar. — Þó mun fátækt þjóðar- innar á þessu tímabili eiga hér stærstan hlut að. Dæmi eru um það, að skinnhandrit voru klippt niður í skóbætur og fatasnið. Seint á 16. öldinni kemur pappírinn til sögunnar. — Þegar búið var að taka afrit af skinnbók á pappír, varð það miklu læsilegri bók. Það er því ekki að furða, þótt menn hirtu lítt um að geyma skinnhand- ritin. Menn litu ekki á handritin sem forngripi, heldur bækur til fróðleiks og skemmtunar, en þeg- ar pappírs-afritin komu til, þótti mönnum þau auðlæsari, og lögðu þá gjarnan gömlu bæku'rnar til hliðar. Húsakynni þjóðarinnar voru slæm á þessum tíma, oft" köld og rakafull, enda kom það oft illa niður á skinnbókunum gömlu. Sem betur fór, voru til einstakir menn, sem söfnuðu liandritum og forðuðu þeim frá eyðileggingu. Ber þar hæst Árna Magnússon. — Þó má segja, að fullseint var hann á ferðinni, margt var glatað, þeg- ar hann tök að safna. — Hann bjó, eins og kunnugt er, í Kaupmanna- höfn og þar í húsi hans var hand- ritasafnið. árangurinn af söfnun- arstafi hans á íslandi. En eldur, sem geysaði í Kaupmannahöfn, náði húsi hans og brann þar hluti af safninu, bækur, sem hvergi var að fá annarsstaðar í heiminum. — Árni ánafnaði handritasafn sitt há- skólanum í Kaupmannahöfri, en sá háskóli var þá einnig háskóli ís- lands. Og þar eru handritin niður- komin enn .þann dag í dag. — Skila Danir okkur handritunum? Málið hefur legið í nokkru þagn- argildi nú um sinn, en vonandi f innst lausn á þessu máli, sú lausn, sem báðar frændþjóðirnar geta vel við unað. fBALLE RUPj LUDVIG STORR HRÆRIVELAR MASTER MIXER og IDEAL MIXER hræri- vélar — fyrirliggjandi — Seldar gegn afborgun. Eins árs ábyrgð. BALLERUP-vélarnar eru öruggasta og ódýr- asta húshjálpin. VARAHLUTIR ávallt fyrirliggjandi. SÍMI 1-33-33 1-16-20 Kaupfélagsstjórastarf * Kaupfélagsstjórastarfið hjá Kaupfélagi Raufarhafnar, Raufarhöfn, er laust til um- sóknar frá og með 1. janúar n.k. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf og kaup- kröfu, óskast sendar til formanns félagsins, Hólmsteins Helgasonar, Setbergi, Raufarhöfn eða starfsmannastjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Jóns Arnþórssonar, Reykjavik. Starfinu fylgir gott, leigufrítt húsnæði. Umsóknarfrestur er til 24. október n.k. Stjórn Kaupfélags Raufarhafnar, Raufarhöfn. mmm PLASTDÚKUR í rúllumf 6' og 10' breidd T*r til notkunar í glugga í stað bráðahirgðaglers "A' til rakaeinangrunar í hús- grunna undir plötu * til yfirbreiðslu. Egill Arnason Slippfélagshúsinu við Mýrargötu. Símar: 1-43-10 og 2-02-75. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. október 1964 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.