Alþýðublaðið - 09.10.1964, Page 10

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Page 10
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif' enda í þessum hvetfum: Melunum Högunxun Lönguhlíð Framnesveg Bræðraborgarstíg Laufásveg Afgreiðsia Atþýðublaðsins Sími 14 900. Duglegir sendisveinar ÓSKAST. Afgreiðsla Aíþýðublaðsins. Sími 14 900. Járniðnaðarmenn - Nemar Viljum ráða nokkra vélvirkja, rafsuðumenn og nema. Vélsmsðjan DYNJANDI Dugguvogi 13. — Sími 36270. StarfsStúlkur óskast að Visthcimilinu að Arnarholti. Upplýsingar í síma 22400 kl. 9—17. Reykjavík, 8. október 1964. Sj úkrahúsnefnd Reykjavíkur. Hús 'til niðurrifs Til sölu eru innviðir liússins Austurgötu 1 í Hafnarfiiði, ásamt miðstöðvarofnum, þakjárni og öðru því, sem nýti- Iegt cr. Tilboð óskast send á bæjarskrifstofuna í Hafnarfirði fyrir mánudagskvöld. Nánari upplýsingar gefur undir- ritaður. Bæjarritarinn í Hafnarfirði. NAUÐUNGARUPPBOÐ annað og síðasta, á neðri hæð húseignarinnar nr. 107 við Bústaðaveg, hér i borg, talin eign Þóru Ásgeirsdótt- ur, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. október 1964, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Andlitið Framhald af 7. síðu eins og fleiri sinna mynda og koma í henni glöggt í ljós mikl ir hæfileikar hans til þess að skapa lyriskan en um leið há- dramatízkan texta. Ég geri mér vart Ijóst sjálf ur, hvemig því er varið, að texti Bergmans við „Andlitið" minnir mig á texta Robbe Grillets við „Fyrir ári í Mari enbad. Kannski eru það endur tekningamar, kannski er það andrúmsloftið, sem textinn skapar. Ekki verður sagt, að þeir eigi margt sameiginlegt Alain Resnais og Bergman, sé litið til atriða, sem hægt er að vísa til, og myndu víst ýmsir segja, að ólíkari kvikmyndahöfunda gæti vart. Samt þykist ég finna stemingu í framvindu hluta sameiginlega báðum, tilfinn- ingu fyrir hinu dula, því sem hvergi kemur fram svo hönd verði á fest. Ég er ekki sammála þeirri vísvitandi stefnu Bergmans í „Andlitinu" að sveigja svo frá því mystiska er á líður mynd ina, sem hann gerir. Allt er það rökrétt og heilt á sína vísu, en ég hefði viljað halda fyrstu stcmmingunum til enda, í henni var sterk póesía og myndar andrúmsloft, svo sem ég hef fyrr um getlð. Endirinn, hið gneistandi fjör og léttleiki, sem allt í einu flæðir yfir áhorfandann, hefði að mínu viti líka virzt magnaðri og meira lausnarorð, ef stemmingu upphafsins hefði verið haldið lengur. Um leik í myndinni ræði ég ekki. Hann er kyngimagnaður á fullkomna Bergman-vísu __ þar ber ef til vill hæst gömlu konuna og leik hennar. Sjáið þessa mynd. H. E. Kosningabaráttan Framhald úr opnu. þess að rekast á niðurstöður ein hverrar skoðunarkönnunar. Mik ilvægasta spurningin er vita- skuld sú, hvernig Bretar muni kjósa á kosningadaginn. Margar rannsóknir liafa verið gerðar og þær eru ekki allar teknar jafn hátíðlega. Mest mark er tekið á könnun um Gallup-stofnunarinnar og „National Opinion Poll“. í síð- ustu viku sagði NOP að íhalds- menn hefðu 2,9% meira fylgi en Verkamannaflokkurinn en Gallup kvað fylgi þeirra 1% meira. En á sunnudaginn voru birar niðurstöður nýrrar Gall- up-könnunar í „Sunday Tele- graph" og samkvæmt henni er fylgi Verkamannafiokksins 4.5 meira en fylgi íhaldsmanna. Úrslit kosninganna verða í rauninni ráðin í 60 vafakjördæm um, þar sem frambjóðendur sigr uðu með naumum meirihluta í síðustu kosningum. íhaldsrhenn . halda nú 50 þessara kjördæma, en Verkamannaflokkúrinn 10. Sérstök könnun í : vafakjördæm- unum leiðir í ljós, að Verka- mannaflokkurinn hefur 4% meira fylgi en Xhaldsflokkurinn og nægir það til þess, að Verka mannaflokkurinn fái starfhæfan meirihluta í Neðri málstofunni. Skoðanakannanir geta aldrei gefið algerlega nákvæma mynd af ætlunum kjósenda. Að minnsta kosti verður að gera ráð fyrir að þær geti skakkað um nokkur prósent, og þá er aðeins hægt að draga eina ályktun af hinum mörgum skoðanakönnun- um, sem gerðar hafa verið fyrir þessar kosningar í Bretlandi: Að það er alls ekki hægt að kom ast að neinni niðurstöðu. Brugð ið getur til beggja vona í kosn ingabaráttunni. Siðustu dagarn- ir fyrir kosningarnar geta skor ið úr um sigurinn. Eigil Helle, Arbeidarbladet. Pedersen Framhald af sfðn 11. un ný stigatafla og hún er mjög ólík þeirri gömlu. Heimsmethaf- inn Yang tapar miklu á henni og sigur hans er ekki öruggur, eins og verið hafði, ef sú gamla hefði gilt. Þjóðverjinn Bock er mjög sterkur tugþrautarmaður og gæti sigrað og Rússarnir eru sterkir. Bandarísku tugþrautarmennirnir koma varla til greina að þessu sinni. SPÁ: Yang, Formósu, Bock, Þýzkalandi, Kuznetsov, Sovét. JUDO Framh. af bls. 11. æfða sem byrjendur, og eru til- valið tækifæri fyrir þá sem ætla sér að ná góðum árangri, en þá geta þeir æft sig að vild. Þá skal einnig vakin athygli á tímariti um judo og lyftingar, sem JUDO-deild Ármanns gefur út, en það fæst í ýmsum bókabúðum. 1 því er m. a. grein eftir einn bezta judo-mann sem nú er uppi, Trevor P. Leggett 6. dan. um judó í fram kvæmd. í ritinu er einnig grein um Olympíu-lyftingar eftir Kára Marðarson, sem mörgum er að góðu kunnur hér á landi. Þá má einnig geta þess, að eftir nk. ára mót er von á fyrstu kennslubók- inni í judo, sem gefin er út á ís- lenzku. Hún er eftir R. Bowen 4. dan og Dr. Hodkinson 1. dan. Bók þessi er af iléstum júdófþjálfurum tálin með beztu kennslubókum í sinni grein, enda er aðalhöfund- urinn, R. Bowen, mjög reyndur þjálfari, sem hefur dvalið árum saman í Japan til að læra judo. - Innritun í alla æfingaflokkana í judo fer fram < skrifstofu Ár- manns 1 jftróttahúsl Jóns Þr steinssonar a manudögum, mið- vikudögum og föstudögum kl. 8- 9.30 s.' d. Þar eru einnig gefnar allar nánari upplýsingar um æf- ingarnar. Athygli skal vakin á því, að innritun fer ekki annars staðar fram. né á öðrum tíma. (Frá judodeild Ármanns.) Samþykktir (FramhaM aí 7. slSn). Sjómannasambands íslands, að fá mann sem starfi að skipaeftirliti og geti framkvæmt skyndiskoðan- ir á öryggistækjum og útbúnaði skipa. Þingið skorar á stjórn S. S. í. að beita sér fyrir því að komið verði upp trúnaðarmannakerfi samtakanna í sem flestum ver- stöðvum og á sem flestum skip- um sem verði eftirlitsmanni þess- um til aðstoðar. 4. þing S. S. í. skorar á milliþinga nefndir þær er nú fjalla um ör- yggismál sjófarenda að flýta störf- um sínum sem mest og ítrekar í því sambandi fyrri samþykktir urn ráðstafanir til þess að samband megi hafa við íslenzk fiskveiði- og flutningaskip á ákveðnum tíma sólarhringsins, svo fylgst verði með hvar þau eru stödd hverju sinni, svo hjálp megi berast hið fyrsta, ef slys ber að höndum eða skipi hlekkist á. Þingið harmar það sleifarlag sem orðið hefur hjá Landssíma ís- lands á því að útvega opnum skip- um og minni vélbátum hentugar og ódýrar talstöðvar og endurtek- ur fyrri kröfur um að úrbætur á þessu sviði verði gerðar hið frysta. 4. þing S. S. í. skorar á Alþingi, að lögfesta á næsta hingi ákvæði þess efnis að skipum og bátum sé skylt að hafa viðurkennd neyðar- senditæki um borð, sem hentug séu til að taka með í gúmbáta eða aðra björgunarbáta ef slys ber að höndum. Viðbót frá kjaranefnd: Ura lífeyrissjóð bátamanna. Þingið telur, að nauðsynlegt sé, að bátasjómenn fái aðild að lífeyr- issjóði togarasjómanna og undir- manna á farskipum og íelur vænt- anlegri sambandsstjórn að vinna áfram að þvi málí. 10 9' öktóbér 1964 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.