Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 11
(^h^ öí^c^c 1 r| D1 :aft!WV'JB-ffWQ B&flTijj 1111, ITmtTTTS rrvl ii U \ i ,lrr Hverjir sigra í frjálsíþróttum í Tokyo? Pedersen er stærsto von Norðurlandanna ÞAÐ er lítill vafi á því, að Dallas Long sigri í kúluvarpi á Olympíu- leikunum, slíkir eru yfirburðir hans. Hann setti hið ótrúlega heimsmet — 20.68 m. í sumar og hefur yfirleitt verið öruggur með 19.80 til 20 m. Aðalspurningin er, hvort Matson og Brien tekst að hremma silfur og bronz. Pólverj- inn Komar, sem varpað hefur TERJE PEDERSEN — stærsta von Norðurlanda 19.50 m. og Rússjnn Lipsnis 19.35 verða erfiðir fyrir unglinginn Matson og öldunginn Brien, en þetta eru fjórðu Olympíuleikar þess síðarnefnda. SPÁ: Long, USA; Matson, USA; Brien, USA. jfr Kringlukast. Spurningin í kringlukastinu er, hvort Danek Tékkóslóvakíu stöðv- ar sigurgöngu Bandaríkjamanna, en í Róm hrepptu Bandaríkjamenn öll verðlaunih. Al Oerter, sem sigraði ,í Melbourne vann lika í Róm og ýmsir eru á því, að- hon- um takist að krækja 'sér í þriðja gullið. Hann er mikill keppnis- maður og taugasterkur og það getur ráðið úrslitum. SPÁ: Oerter, USA; Danek, Tékkósióvakíu, Weill, USA. • SPJÓTKAST Stærsta og reyndar eina von Norðurlanda um að fá gull í frjáls- um íþróttum er í spjótkasti. Hinn kornungi Norðmaður, Terje Peder- sen sem setti tvívegis heimsmet í spjótkasti í sumar og varð fyrstur til að kasta lengra en 90 m. er óneitanlega sigurvænlegur, en því er ekki að neita, að hann er mis- tækur. Pólverjinn Sídlo sem hefur nokkrum sinnum kastað um 85 m. í sumar er mjög traustur kastari og gæti komið í veg fyrir sigur Pedersens. Tveir aðrir Norður- landabúar, Rasmussen, Noregi, og Kinnunen, Finnlandi, gætu einn- ig hreppt olympísk verðlaun og ekki má gleyma Rússunum Lusis og Kuznezow og Pólverjanum Ni- kiciuk. SPÁ: Pedersen, Noregi; Sidlo, Póllandi; Lusis Sovét. • SLEGGJUKAST. Tekst Conolly að hefna ófar- anna frá Róm, þegar hánn hafnaði í áttunda sæti, eða sigra Rússar í sleggjukastinu. Ekki má gleyma hinum lágvaxna Austurríkismanni, Thun og Ungverjanum Zsivotsky. Aðrir koma tæpast til greina í baráttunni með sigurlaunin. SPÁ : Conolly, USA, Klim, So- vét, Thun, Austurríki. • TUGÞRAUT. Það er dálitið erfitt að spá um úrslit í tugþrautinni að þessu sinni, þar sem tekin verður í notk Framhald á 10 síðu Dallas I.oiifr — öruggur sigurvegari í kúluvarpi. Valbjörn og Jón Þ. eru bjartsýnir GUÐMUNDUR Þórarinsson, íþróttakennari, sem dvelur við kennslu í Norrköping dvaldi með þeim Jóni Þ. og Valbirni í nokkra daga á Bosön. Hann segir í bréfi tii íþróttasíðunnar, að þeir fé- lagar hafi látið vel af dvöl- inni í Svíþjóð og séu hinir bjartsýnustu fyrir Olympíu- leikana og vonist til að setja íslandsmet. .lóu og Valbjörn tóku þátt í skólamóti í fyrri viku og þar stökk Jón léttilega yfir 2.01 m. og hafði nærri farið yfir 2.06 m. Valbjörn stökk 1.75 m. í hástökki og 6.66 m. í langstökki, varpaði kúlu 12.99 m. og kastaði spjóti 60.30 m. Tekst Conolly að sigra í sleggjukasti í Tokyo? M"""....... ""' ' ' "' " " ¦"WXa............ i ii i-.i.i .«-1 i ¦ ltm I Judo æf ingar Ár- menninga í vetur wtwtwwmwwwwwMww VM. ÞESSAR muitdir er judo- deild Ármanns að hefja vetrar- starfið og verða judoæfingar í vet ur sem hér segir: Ármannsfell við Sigtún. Mánudaga, kl. 8-9 s.d. Byrjend- ur. Þjálfari: Sigurjón Kristjáns- son. Kl. 9-10.30 s. d. keppnismenn. Þjálfari: Sigurður H. Jóhannsson. Þriðjudaga, kl. 8-9 s. d. drengir 16 ára og yngri. Þjálfari: Guðni Kárason. Kl. 9-10 s. d. Almenn æf ing. Miðvikudaga, kl. 8-9 s. d. byrj- endur. Þjálfari: Ragnar Jónsson. Kl. 9-10 s. d. Almenn æfing. Fimmtudaga, kl. 8-9 s. d. dreng- ir 16 ára og yngri, þjálfari: Reim- ar Stefánsson. Kl. 9-10. Almenn æfing. Föstudaga kl. 8-ð.O. Keppnis- menn. Þjálfari: Sigurður H. Jó- hannsson. Laugardaga kl. 5-6. Byrjendur. Þjálfari: Guðni Kára- son. íþróttahus Jóns Þorsteinssonar. Miðvikudaga kl. 8-9 s. d. Byrj- endanámskeið. Þjálfari: Sigurður H. Jóhannsson. Ætlast er til, að byrjendur mæti í sem flesta af þeim tímum, sem þeim eru ætlaðir samkv. töflunni, þar sem þeim er veitt tilsögn við* þeirra hæfi. Einkum er nauðsyn^ legt að þeir, sem aldrei hafa æft judo fyrr, sæki námskeiðin senv haldin verða í iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á miðvikudögum, Þau námskeið hefjast miðvikudag- inn 7. okt. Það er nýlunda, að nú verða sv» kallaðir almenningstímar þrisvar í viku. Þeir eru fyrir alla, jafnt vel Framhald á 10 síðu mÓ7TAFRÉT7IR_ l S7U77U 'MÁU Wámi i I......—»>........n»nlii.litm,í • Lyn, Noregi sigraði Reipas, Finnlandi, í EvrópubikarkeppD- inni í fyrrakvöld 3-0. Lyn heldnr áfram, þar sem Finnar unnu i Latbi með 2-1. • Svíar og Pólverjar gcrði* jafntefli í knattspyrnu á miðvikvk dag, 3-3. i • Haka sigraði Skeid með 2-ð» í Evrópubikarkeppni bikarmeist-- ara í fyrrakvöld og Finnarnir' halda því áfram, þar sem NorðV menn unnu fyrri Ieikinn með 2-1». ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. október 1964 J,|;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.