Alþýðublaðið - 09.10.1964, Síða 15

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Síða 15
væri ein í húsinu, henni leiddis* og hún væri hrædd. Mér datt í hug, að ske kynni að einhver af gluggunum á fyrstu hæð hefði verið skilinn eftir op- inn, en ekki var ég mjög von- góð um bað. Þetta var greinilega einn af þeim dögum, þegar allt gengur á afturfótunum, því var þpð aðeins eðlileg afletðing alls, að ég skyldi vera lokuð úti í rigningunni. Ég heyrði alltaf öðru hverju í Jess, þegar ég gekk kringum húsið, en allir glugg- arnir voru rammlega lokaðir. Allt í einu heyrði ég annað hljóð. Einhvers st.aðar skelltist hurð f.vrir vindi. Þegar ég gætti að sá ég að þetta voru bakdyrn- ar, og voru þær opnar upp á gátt. Þegar ég kom að dyrunum lokuðust þær á nefið á mér, en fóru þó ekki í lás og opnuðust þegar ég ýtti á þær. Ég fór inn og lokaði og fór úr renn- votum utanyfirfötunum. Jess hafði þagnað augrtablik þegar hún hevrði mig koma inn, en nú byrjaði hún að ýlfra aftur liálfu ámátlegar en fyrr. Ég heyrði hana krafsa í dyrnar úr eldhúsinu fram á ganginn. Allt í einu fór hrollur um mig, það var eitthvað svo ömurlégt við vein hundsins. — Þesiðu Jess. kallaði ég. Hún hljóp aftur á dyrnar, og ég lét regnkápuna mína detta á gólf ið og gekk þvert yfir eldhúsið og opnaði dyrnar. Jess hörfaði svolítið til baka, og ýlfraði nú lágt. Hun skreið niður st.igann, og reyndi að fá mig með sér að dauða mannin- um, sem lá fyrir neðan stigann. 8. KAFLI. Ég man ekki hvað gerðist næstu augnablik, því auðvitað ,1iélt óg að þetta væri Pétur. Hann var grannleitur eins og Pétur og, hafði eins nef og hann. Brostin brún augu hans voru nákvæm- lega eins og augu Péturs. Hann var heima hjá Pétri og gráu föt- in, sem hann var í voru mjög svipuð fötum Pét.urs. Það eina, sem mér fanst að kæmi ekki heim við að þetta væri Pétur, var stör blóðflekkur á hvítr: skyrtu hans, og hann hélt blóð- ugum höndum um, brióst Sér. Svo heyrði ég í Pétri á bak við mig. Hann tók utan um mig, og nú fór allt að skýrast fyrir mér. — Þetta hlaut að vera Tom Hearn, sem var dáinn, ____ þag gat ekki annað verið . . . Ég sneri mér að Pétri og lagði hendurnar um háls hans, og leit- aði trausts og halds hjá honum. — Já, þetta er ég. Þetta er ég, Anna, sagði hann næstum eins og hann væri í vafa um það sjálfur. — Komdu, — við skul- um koma okkur héðan. — Við verðum að gera eitt- hvað, sagði ég hjálparvana, Jg reyndi að streitast gegn því að liann leiddi mig út. — Við getum ekkert fyrir hann gert, sagði hann. Pétur ýtti mér niður í stól og gekk síðan aftur að hurðinni og lokaði henni, og fór svo að bakdyrunum og lok aði þeim og læsti. 25 Ég var ennþá utan við mig af öllu þcssu og spurði hvers vegna hann hefði gert þetta. — Svo enginn komist inn, sagði hann. — Hver skyldi vilja komast inn? spurði ég. — Ég veit það ekki. Ég hlýt a.ð hafa verið að hugsa um morð- ingjann. Það skiptir ekki máli. Eödd hans bar þess vitni að hann var í miklu uppnámi. — Biddu hérna augnablik. — Hann gekk fram í ganginn og lokaði á eftir sér. Spákonuspil með íslenzkum skýr- ingartexta. Laugavegi 47. Sími 16031. Ég reyndi að standa upp, því mér fannst ég verða að komast út í garðinn og anda að mér fersku lofti, því mér fannst svo loftlaust í eldhúsinu. En það var svo langt í frá að fætur mínir megnuðu að bera mig uppi. Ég reyndi hvað ég gat, en allt kom fyrir ekki, von bráð- ar kom Pétur inn aftur og Jess með honum. Hann leit aðeins á mig, náði svo í glas,_gekk yfir að vaskin- um og fyllti það af köldu vatni og færði mér. Ég drakk vatnið, leit á Jess og sá hana eins og í hálfgerðri þoku, og fannst endi- leea að ég þyrfti að segja eitt- hvað um hana. En hugur minn var enn eins og galtómur og ég fann ekkert til að segja. Pétur stóð rétt hjá mér og horfði á mig. Um leið og ég rétti honum glasið aftur, sagði hann: — Ég held að hann hafi verið skotinn, Anna. Ég held hann hafi verið skotinn í gegnum brjóstið. Ég hef ekki hreyft hann, og ég veit í rauninni ekkert um svona lagað . . . Já, ég er viss um að hann hefur verið skotinn. Ég sé ekki betur en hann hafi ætlað sér að ná í skartgripina hennar mömmu. Mér fannst skrýtið að Pétur skyldi segja þetta, undir þessum kringumstæðum. — Ertu búinn að hringja á lög regluna? spurði ég. — Nei, ég geri það eftir augna blik. Hann settist á röndina á eldhúsboröinu. — Segðu mér hvað skeði? Ég ætlaði að fara að spyrja hann að þessu sama, en þar sem hann varð fyrri til, svaraði ég: — Ég kom bara inn, — bakdyra- megin af því að framdyrnar voru læstar. Ég var nýbúin að sjá hann, þegar þú komst inn. — Hvenær fórstu út? spurði Pétur, — Rétt áður en þú komst aft- ur, sagði ég. — Nei, Anna. Reyndu að hugsa málið. Það eru ekki nema nokkr- ar mínútur síðan hann var drep- inn, svo mikið sé ég. — Já, ég var einmitt að segja það; ég fór og ætlaði að ná í strætisvagninn, sagði ég, en ég fékk bílferð til Lachaster. Owen Loader bauð mér far með sér. — Varst þú í Lachaster? — Já. — Þá hlýtur að vera óralangt síðan þú fórst út, og þú varst að segja mér að þú hefðir farið út rétt áður en ég kom til baka. — Já, ég fór, þegar klukkuna vantaði svona fimmtán minútur í þrjú. — Þá var ég ekki hér, sagði hann. — Já, en ég sá þig í garðinum stuttu seinna, þá hefur klukk- SÆNGUR Endumýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FTOURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Síml 16738. una vantað svona fimm mínútur í þrjú, að ég held. Hann hristi höfuðið. — Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í þrjú var ég hand an við Lachaster, að leita að þessu bölvuðu kaffihúsi, sem ég hvei-gi fann og er ekki einu sinni trl. Ef þú heldur, að þú hafir séð mig ... Hann þagnaði við, og basði lit* um við til dyra, eins og sam- kvæmt skipun. Hinum megin við dyrnar yar lík Tom Hearns. Svo litum við aftur hvort á annað. Um leið og ég vissi hvað Pét- ur ætlaði að fara að segja, mundj ég hvað það var, sem ég hafði ætlað að segja um Jess. Hann sagði það, sem ég hafði búizt við, og það var ekki satt. — Þú hefur séð Tom, Anna. — Af því að ég liafði séð Jess leika sér í kringum manninn, vissi ég að þetta var lýgi. Þótt Pétur hefði verið einn í garðinum hefði ég ómögulega getað greirtt milli hans og Toms, en eitt var ég viss um, og þaií var að Jess hefði þekkt vin sinnt Pétur frá einhverjum manni: þótt svo hann hefði verið líkur Pétri. Það var ekki ókunnur maður, sem hún var að leika sér við úti í garðinum rétt fyriý klukkan þrjú. ; HVER ER MAÐURINN? SVAR: Gísli Halldórsson. GRAHNARHIB I '^,1.1.1 ' ct Uans pabba er goo.“ * i . , ■ ■ i; =!■* Hy TEISCNARIi , ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. október 1964

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.