Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.10.1964, Blaðsíða 16
DANÍEL SAFRAN LEIKUR HÉR Reykjavík, 8. okt. — ÁG. EINN kunnasti tónlistarmaður -fiovétríkjanna, oellóleikarinn Daníel Safran, mun koma við hér á íslandi á leið sinni í tónleika- Jför um Bandaríkin. Ilefur MÍR -Cengið liann til að halda hér eina tónleika, sem verða í Austurbæj- arbíói 4. nóvember nk. klukkan 1 síðdegis. Á þessum tónleikum mun Safran ieika tónsmíðar eftir Brahms, Schubert, Sostakovitsj og Proko- íév. Safran er fæddur í Leningrad fírið 1923. Hann er af hljómlistar- ^fólki kominn, — faðir hans var Daniel Safran cellóleikari en móðir hans píanó- leikari. Átta ára gamall tók hann að leika á celló hjá föður sínum, og tíu ára var hann tekinn í kénnsludeild Tönlistarskólans í Leningrad fyrir börn með óvenju legar tónlistargáfur. Ellefu ára kom liann fyrst fram opinber- lega. Hann hlaut brátt almenna við- urkenningu og árið 1937 hreppti hann fyrstu verðlaun á keppnis- móti listamanna frá öllum Sovét- ríkjunum. Síðan hefur hann unn- ið margar keppnir og farið tón- leikaferðir um víða veröld. Hefur hann alls staðar fengið afburða- góða dóma. Hann hefur farið tónleikaferð um Bandaríkin, og fylgja hér dómar um leik hans úr tveimur Frh. á 13. síðu. DAGUR LEIFS HEPPNA VEGNA dags Leifs heppna, sem er í dag, eru það vinsamleg til- mæli til manna, að draga íslenzka fánann að húni. Eins og getið er á öðrum stað í blaðinu verður nokkur athöfn við Leifsstyttuna á Skólavörðuholti, en að henni stendur Íslenzk-ameríska fé- lagið. Tilboð um kaup á öllum vélum SAS Stokkhólini, 8. október. ÍNTB-TT). Bandarísku Boeing-flugvélaverk smiðjurnar hafa boðizt til að lcaupa allan flugvélaflota SAS og kláta í staðinn fiugvélar úr verk- FYRSÍIFUNDUR KVENFÉLAGSINS Á VETRINUM ; Kvenfélag Alþýðuflokks- E ins i Reykjavík byrjar vetr- arstarfsemi sína með fundi mánudagskvöld, 12. okt. kl. 8,30 í Iðnó, uppi. c- Fundarefni: 1. Rætt um. vetrarstarfið. i ! 2. Kosning fulltrúa á flokks-J þing og aðalfund Banda-Í lags kvenna. 3. Rætt um bazar og fleiri! fjáröflunarleiðir. A éftir verður kaffidrykkja skemmtiatriði. Frú Emilía Jónasdóttir, leikkona fer með gamanþátt. fltwwwmwiwwm«**w»wiH smiðjum Boeing, að því er skýri var frá í aðalskrifstofum flugfé- lagsins. Tilboðið var gert þegar Ka.rl Nilsson forstjóri og tækniforstjóri SAS voru í Bandaríkjunum ný- lega og seinna staðfest í bréfi. Þessi hugsanlegu skipti á flug- vélum og endurnýjun flugvélaflot- ans eru hin mestu sinnar tegund- ar sem nokkru flugfélagi hefui boðizt. Heildarupphæðin mund: vera um 24 milljarðar ísl, króna Framhald á 13 síðu Vantar vitni! Reykjavík, 8. okt. — ÓTJ. ÞRETTÁN ára drengur brákað- ist illa í gær, er vörubíll rakst ut- an í hann, þar sem hann var á reiðhjóli sínu, og fleygöi honum utan í vegg. Þetta skeði kl. 10,30 f. h. á horninu á Vitastíg og Njáls götu. Að sögn drengsins hægði vörubíllinn á sér eftir að slysið varð, en hélt svo áfram. Haún sá ekki númerið, en kvað haún hafa verið grænan að lit, með ljóskastara á 'þaki. Ökumaðuripn á vörubílnum og sjónarvottar efu vinsamlega beðnir að • hafa safti- band við lögregluna. Sverrir og hluti af garðinum, sem enn er í smíðum og enginn veit enn hvernig verður fullgerður. Garðurinn er afskaplega nýstárlegur, m. a. er gangstéttin bogadregin, það er til þess að gestir slagi ekki út af henni, ef þeir koma drukknir í heimsókn, en svo er líka hægt að ganga beint eftir lienni. Föstudagur 9. október 1964 GARÐURINN HANS SVERRIS Reykjavík, 8. okt. — OÓ. NÚ HAUSTAR að, börnin brjóta skarir af drullupollum borgarinnar, lauf eru sölnuð og blómin í skrúðgörðunum eru ekki annað en litlausar hrúgur, sem koma þarf í öskutunnuna. Einn er þó sá garður í borg- inni, fullur af litríku skrúði, sem liaust og frost fær eigi grandað. Það er garðurinn hans Sverris Haraldssonar, list málara. Hann tók ncfnilega fram fyr- ir hendur skapara síns og skreytti garðinn sinn sjálfur, enda er hann engum öðrum garði líkur, ekki einu sinni grindverkið umhverfis hann. Ómögulegt er um að segja, hvort girðingin er málaður skúlptúr eða útskorið og bor- að málverk. Eitt er víst, að þetta er girðing. í beðunum eru í stað blóma málaðir stein- ar og blikkplötur og hér óg hvar rísa höggmyndir, stórar og smáar. En merkilegt nokk, tjörnin lítur út eins og tjörn, þótt Sverrir segi raunar að þetta sé sundlaug. Og kannski verður hún það einhvern tíma. Það er vonlítið verk að fá Sverri til að segja eitthvað um garðinn sinn. „Hann er þarna, ég bjó hann til og á eftir að vinna í honum miklu meira enn. Kannski verður hann full- gerður á þorranum, en sund- laugina nota ég ekki fyrr en næsta sumar“. „Komdu hérna og fáðu þér að éta, heldur en að vera að þessu kjaftæði", drynur allt í einu úr eldhúsi listmálarans, og í eldhúsinu reynist'Ási í Bæ ráða ríkjum. „Ég var kokkur • Framh. á 13. síðu. Tveir varnarliðsmenn í gæzlu vegna þjófnaðar SAMKVÆMT upplýsingum frá lög reglu varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli eru tveir varnarliðsmenn nú í gæzluvarðhaldi í sambandi við þjófnað, sem framin var hér í Reykjavík 2. september s.l. Varnarliðsmennirnir voru hand- teknir í dag, fimmtudag, aðeins 24 stuudum eftir að lögreglan í Reykjavík hafði tilkynnt yfirvöld- um á Keflavíkurflugvelli þjófnað- inn. Vestmannaeyingur einn hafði tilkynnt Reykjavíkurflögreglunni, að hann hefði hitt tvo varnarliðs- menn, og grunaði hann þá um að hafa stolið af honum, meðan þeir voru í heimsókn í herbergi hans í Reykjavík. Vestmannaeyingurinn vissi aðeins, að annar varnarliðs- maðurinn var kailaður Bill. Lögregla varnarliðsins fann hina grunuðu á fáeinum klukkustund- um og hafði upp á hluta þýfisins, og hiiiir grunuðu játuðu á sig þjófnaðinn. íslenzk og amerísk lögregla halda áfram í’annsókn málsins. (Þessi fréttatilkynning kom í gær til blaðsins frá Upplýsinga- þjónustu Bandar.kjanna). I KÓPAVOGI f KVÖLD 1 FYRSTA spilakvöld Alþýðuflokksfélags Kópavogs verður haldið í kvöld (föstudag); kl. 8,30 að Au^íbrekku 50. — Sýndaf verða litskuggamyndir. Aðgangur ókeypis. Kaffiveitingar á staðnum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.