Alþýðublaðið - 04.11.1964, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 04.11.1964, Qupperneq 9
Fundarmenn báru spjöld með ýmiss konar áletrunum. (Mynd: EG). Goldwater £ ræðustól á kosningafundinum, sem fré ítamaður Alþýðublaðsins var viðstaddur. (Mynd: EG,>. ’URDI MIG EKKI Vetrarfrakkar með spæl Terylene frakkar Karlmannaföt Verð frá kr. 1998.00. Klæðaverzlunin Klapparstíg 40 Hollenzkar RÚSKINNSKÁPUR Enskar og hollenzkar VETRARKÁPUR í úrvali Kápu- og dömubúöin Laugavegi 46 ÚTBOÐ Tilboð óskast í að. byggja dagheimili við Dalbraut, hér í borg. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora Vonarstræti 8, gegn 3000 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Organistastarf Kirkjuorganista vantar fyrir Ásprestakall. Þeir, sem kunna að hafa áhuga fyrir starfi þessu, gjöri svo vel að hafa samband við sóknarprestinn, sr. Grím Grímsson, ? Hjallavegi 35, sími: 3 21 95, fyrir 5. nóvember n.k. Fund þennan sóttu um 18 þús- und manns, og 4-5 þúsund stóðu á götum úti og hlýddu á ræðu- höld um hátalara. Aðgangur var seldur að fundinum og kostuðu dýrustu sætin 2 dali, en fyrir eitt þúsund dali, eða 43 þúsund krón- ur, gátu auðmenn keypt miða í heila stúku, Sem rúmaði 18 'manns. Allmargar slíkar stúkur voru auðar. Að venju hófst fundurinn á því, að sunginn var þjóðsöngur Banda- ríkjanna. Nú var salurinn orðinn því sem næst fullur og gauragang- urinn óskaplegur, en átti þó eftir að verða meiri áður en yfir lauk. Áður en Goldwater kom í salinn var hitt og þetta merkisfólk kynnt fyrir fundarmönnum, m. a. Pat Nixon, en maður hennar var á ferðalagi, til að reyna að hressa upp á fylgi Goldwaters úti á lands byggðinni. Þá sagði Clara Booth Luce nokkur orð, en hún er ákaf- . ur stuðningsmaður Goldwaters. Maður hennar Henry Luce, aðal- eigandi Time og Life, hcfur hins vegar verið hlutiaus í kosninga- baráttunni, þótt Life hafi lýst yf- ir stuðningi við Johnson, og farið hörðum orðum um Goldwater. Dóttir Millers varaforsetaefnis repúblikana sagði nokkur orð, — sömuleiðis sonur Goldwaters, Harry yngri, og dóttir þeirra hjóna, sem mjög er lík móður sinni, en sonurinn er hins vegar lifandi eftirmynd föður síns. — Dótturinni fórust orð á þessa leið: Ef þið þekktuð hann pabba eins vel og við börnin hans og hún mamma, er ég viss um að ykkur mundi þykja ennþá vænna um hann. — Var orðum hennar vel tekið. Öðru hverju tóku fundarmenn lagið og sungu þá hvatningar söngva gjarnan undir laginu „Battle of the Republic,” sem ís- lendingar kannast bezt við með texta, sem byrjar: Skjöldur Hlíð- ar hefur bólu .. Þegar Barry Goldwater gekk í salinn klukkan rúmlega níu ætlaði allt um koll að keyra, og hef ég aldrei á ævinni heyrt önnur eins óskapa læti og þá upphófust. Fólk- ið öskraði, skrækti, gargaði, gól- aði, lirein og argaði. Orð megna ekki að lýsa þeim óskapalátum. Goldwater lét sér ekki segjast. Það var ekki fyrr en eftir óp og org í nákvæmlega tuttugu og níu mínútur og fimmtán sekúndur sem forsetaefnið fékk hljóð til að hefja mál sitt. Hávaðinn var svo gífurlegur að varla var viðlit að tala saman, því ekki heyrðist mannsins mál. Gæti ég trúað að margir hafi vaknað hásir í morg- un. Ræða Goldwaters var ekki ýkja merkileg og kom fátt eða ekkert nýtt fram í henni. Hann réðist harkalega á Johnson fyrir það, sem hann kallaði „political daddyism,” sem ef til vill mætti þýða, sem „landsföður stefnu” eða það, að velta áhyggjum einstaklinga yfir á rikisbáknir. Að sjálfsögðu var ræðunni forkunnarvel tekið, og segir New York Herald Tribune í morgun, að fundarmenn hafi gripið hundrað sinnum fram í fyr- ir ræðumanni, og fagnað orðum hans. Kosningaræður hér virðast mjög samdar með það fyrir aug- um að fundarmenn geti gripið fram í á vissum stöðum, sem þeir og óspart gera og það hressilega. í ræðunni kvaðst Goldwater Frh. á 13. síðu. Sóknarnefnd. Hressandi — Sótthreinsandi — lykteyðandi. Fæst í lyfjabúðum. Aðalumboð: Erl. Blandon & Co. h.f. Sími 12877. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 4. nóv. 1964 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.