Alþýðublaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 5
HUGLEIÐINGAR I JÓLAÖSINNI SÚ ÁRÁTTA hefur náð tökum á fólki, að það verði að kaupa alla skapaða hluti fyrir peninga, og þess vegna er það á þönum við að kaupa jólin líka. Eg nefni þetta ekki af því, að ég ætli að fara að nöldra eitt- livað yfir kaupsvallinu síðustu vikurnar og dagana fyrir jól. Eg er viss um, að þetta gegnir allt ákveðnum tiigangi, allt öðrum en fólk almennt heldur. Það er nefnilega ómögulegt að halda jól, nema maður sé orðinn blankur, og þess vegna kaupa menn og kaupa, unz þeir eru búnir að sólunda gervöllu sínu jarðneska lausafé, og eiga naumast fyrir hafragraut og ýsu fyrst eftir ára- mótin. Annars koma jólin alls ekki. Eg hef sjálfur reynslu fyrir því, hvað það þýðir, ef jólin koma elcki. Það gerðist þegar. ég var í lægra lagi í lofti, að ég var send- ur fram í búr í jólaannríkinu, rétt fyrir kl. 6 á aðfangadags- kvöld, eftir einhverri skál. Eg held, að það hafi ekki verið merkileg skál. En hún átti að standa á ákveðinni hillu, og þar gekk ég að henni og kippti henni fram. En það var þá í henni hálfbráðin feiti, og skvettist út úr, svo að önnur blússuermin varð bókstaflega talað eins og dregin upp úr flotpotti. Þá uppgötvaði ég mér til skelfingar, að það væri óvíst, að það kæmu nokkur jól, úr þyí að ermin á svona fallegri matrósa- blússu væri orðin ötuð í floti. í svo sem korter var algerlega jólalaust í minni sál, því að ég var á milliskyrtunni einni, jólin alveg að koma, . og óvíst, hvort unnt yrði að hreinsa ermina í tæka tíð. En svo kom blússan með jólin. Og hvað voru svo jólin? Aðallega að drekka marga bolla af súkkulaði og renna nið- ur heilum hlöðum af kaffibrauði. Og þau voru líka, að allir höfðu þvegið sér afskaplega vandlega í framan. — Það leyndi sér ekki, sama í hvaða andlit maður leit, — og eitthvað hljóta menn að hafa þvegið fleira, því að venjulegur andlitsþvottur var hversdagslegur vanastarfi á heimilinu, sem enginn tók eftir, nema á jólunum. Eg átti líka minn jólagarp, sem var ég sjálfur. Hann var óskaplega sterkur, og gekk yfir allar mestu heiðar landsins í blindöskubyl aleinn, kom heim rétt fyrir kl. 6 á aðfangadags- kvöld og drakk súkkulaði með rjómapönnukökum. Síðan hef ég séð alla vega jól. Enskur hermaður stóð upp við Ijósastaur á Hafnarfjarðar- í janúarmánuði næstk. koma Út tvö íslenzk frímerki. Útgáfudagur 27. jan. 1965 Verðgildi kr. 3,50+50 — kr. 4,50 + 50 Tegund: Líknarfrímerki Mynd: Rjúpa í sumar- og vetrarham. Stærð: 26+36 mm. Prentunaraðferð: Hélíogravure Prentsmiðja Courvisier S.A. La Chaux- de Fonds Fjöldi merkja í örk 50 st. Útgáfa No. 100 Litur: Brúnt og grænt Litur: Hvítt og blátt Teikning: Eftir Ijósmynd. Upplag: Ekki gefið upp að svo stöddu. Upplýsingar og pantanir: Frímerkjasalan, Pósthúsinu. T Pantanir, sem afgreiðast eiga á útgéfudegi, þurfa að berast, á- eamt greiðslu, fyrir 6. janúar 1965, til Frímerkjasölunnar, Póst- húsinu í Reykjavik. Þar fást einnig umslög, með mynd af Rkjaldarmerki íslands og áletrun- inni: „First Day Cover” — fyrstadags-umslög — og kosta þau kr. 2.00. Þá má geta þess, að upplag síð- ustu frimerkjaútgáfu, No. 99, Ol- ympiumerkisins, hefur nú verið birt og er það ein milljón frí- merkja. Oft er það svo, að nýjar frí- merkjaútgáfur eru umdeildar- að einhverju leyti. Á síðasta ári hef- ur t. d. oft verið ymprað á því bæði í hópi frímerkjasafnara og í blöðum, að rétt væri að gefa út Surtseyjar-frímerki. ■ Þetta náttúruviðundur hefur nú nýlega átt eins árs afmæli og fjöldi af ágætum myndum eru til af eynni. Maður hefði því getað látið sér detta í hug, að einmitt núna hefði póststjórnin gripið tækifærið og heiðrað okkar nýju eyju með nokkrum frímerkjum, en látið rjúpuna, þann annars ágæta óg . vinsæla fugl, bíða betri tíma. En vafalaust. kemur nú Surtsey ein- hverntíma á merkin okkar, mótív söfnurum til ánægju — og land- kynningu íslands. Eins og fyrr er sagt, eru þessi nýju frímerki með mynd af rjúpu í sumarbúningi, allstórt merki í tveimur litum, eða brúnt og grænt og það síðara með sömu mynd, en þá af rjúpu í vetrarbúningi, hvitt og blátt að lit og eins og áður er sagt. 26x36 mm. að stærð. — Þetta verða vafalaust falleg frí- merki og vél séð hjá mótív-söfn- urum þeim, sem safna fugla-frí- merkjum. Framhalð á síðu 16- veginum og söng hástöfum: — „Hærra, minn guð til þín.” Það var gott fyrir hann að hafa staur- inn. Annars hefði hann orðið að sitja eða liggja. Þetta var á stríðs árunum. Eg er alltaf orðinn blankur pokkru fyrir jól. Þess vegna byrja ég jólahaldið snemma. Og mitt jólahald hefst með því að taka þátt í annarra manna jóla- haldi. Nei, nei, ég gef ekki nokkrum manni neitt. Þess ger- ist ekki þörf. Eg er fær um að eyða mínum peningum sjálfur. En ég lief það fyrir sið, að fara nokkrar ferðir upp og niður Laugaveginn, að minnsta kosti upp að Barónsstig, og rölta fram og aftur um Austurslræti og reyna að sjá framan í fólk, sem er að flýta sér að verða blankt, svo að það geti haldið heilög jól. Fólk er ákaflega einbeitt á svipinn, eins Og það sé að taka þátt í kosningabaráttu. Oft finnst mér, eins og ég sé kominn til annarra landa, og sjái hóp af íslenzkum ferðamönnum, sem kominn er inn í eitthvert skranmagasínið í Englándi eða Þýzkalandi. Nú skal láta hendur standa fram ur ermum. Spurn- ingin er bara: Hvað vantar mig ekki? En aðrir eru í verunni ráð deildarmenn eins og stúlkan, sem ég sá um daginn. Hún var ásamt allri fjölskyldunni utan við búðarglugga, með sitt barnið við hvora hliðina, að viðbættu þvf, sem var rétt ókomið í heim- inn. En maðurinn hennar taldi Ffamhald á 10 síðu ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHMiiiiiiimuiiiiiiimiiiu 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ii iiiimiiiiiiiimiimiiMiiiiiiniiimiiiiiiiimiiimmiiiiniiiiiiuiMiiiiM r- ÞORLAKSMESSA: Ekið tii kl. 01,00 á öllum leiðum. AÐFANGADAGUR JÓLA: Ekið á öllum leiðum tU kl. 17,30. Blesugróf, Rafstöð, Selás, Smálönd: Kl. 18,30, 22,30. JÓLADAGUR: Ekið frá kl. 14,00—24,00. Ath. Á eftirtöldum leiðum verður jóladaguR: ...... . Ekið frá kl. 9,00—01,00. ekið an targjalds, sem her segir; LeiS 2 — Seltjarnarnes: Kl. 18,30, 19,30, 22,30, 23,30. Leið 5 — Skerjafjörður: Kl. 18,00, 19,00, 22,00, 23,00. Leið 13 — Hraðferff — Kleppur: Kl. 17,55, 18,25, 18,55, 19,25, 21,55, 22,25, 22,55, 23,25. Lelff 15 — Hraffferð — Vogar: Kl. 17,45, 18,15, 18,45, 19,15, 21,45, 22,15, 22,45, 23,15. Leiff 17 —Austurbær-Vesturbær: Kl. 17,50, 18,20, 18,50, 19,20, 21,50, 22,20, 22.50, 23,20. Leiff 18 — Hraffferð' — Bústaffahverfi: Kl. 18,00, 18,30, 19,00, 19,30, 22,00, 22,30, 23,00, 23,30. • Leiff 22 —- Austurhverfl: Kl. 17,45, 18,15, 18,45, 19,15, 21,45, 22,15, 22,45, 23,15. GAMEARSDAGUR: Ekiff til kl. 17,30. NÝÁRSDAGUR: Ekiff frá kl. 14,00—24,00. LEH) 12 — LÆKJARBOTNAR: ASfangadagur jóla: Síðasta ferff kl. 16,30. Jóladagur: Eklff frá U. 14,00. Annar jóladagur: Ekiff frá kl. 9,15. Gamlárskvöld: Síffasta ferff kl. 16,30. Nýársdagur: Eklff frá U. 14,00. I Ath. Akstur á jóladag og nýársdag hefst kl. 11,00 og annan jóladag kl. 7,00 á þeim leiðum, sem að úndanförnu hefur veriff ekið á kl. 7,00— 9,00 á sunnudagsmorgnum. Upplýsingar í síma 12700. ^l | imiHHHIHIIIIIIItlHlltHIII III HIHIIIItmillllllllMIMIMIIUMIHIIMIIIlÍHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllllMIIMIHIttlllMtltt* 1*1*®*® ******** **®®***®***l®1** ****** ****** ********** *l* ****** ******** II*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.