Alþýðublaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.12.1964, Blaðsíða 16
>»»IVWWWWWWWWHWWMWWWWW»WMHMWWMWMWMWIWWWmtWWM Ekkert að frétta úr fásinninu '^jn Jóhann Pétursson, vitavörður á Horni er líklega afskekktasti niaður á landinu. Við hringdum í hann til að spyrja tíðinda og hafði hann það helst í fréttum að á Horni hefur verið að heita má stanzlaus stórhríð síðan í september í haust. Vitaskipið komst ekki til hans í langan tíma, en loks þ. 6. eða 7. des. komst skipið á Hornvíkina, en þá stóð svo glöggt með veðrið að rétt á meðan mennirnir dvöldu í landi skall á iðuiaust illviðri og urðu þeir að hafa hraðann á til að ná til skips. Jóhann sagði allt gott af sér og sínu fólki, nema allt útlit er fyrir að jólapósturinn kom ist ekki tiil skxla í tæka tíð. Börnin eru veðurteppt á ísa- firði og ef heldur sem horfir er ekki víst að þau komist heim á jólunum. Vitaskipið Ár- vakur er nú í slipp i Reykjavík og verður því að stóla á varð- þau, segir Jóhann, að mikill munur er á hvort flytja þarf venjulegan alþingismann eða starfandi vitavörð. Hiann sagði þetta beizkjulaust með öllu, en staðreyndir verður. að viður- kenna. !■ Um árferðið í heild sagði Jó- bann, að þetta væri harðasti vetur síðan hann kom að Homi fyrir 5 ánxm. Við spurðum hvernig hann ætlaði að eyða jólunum. Hon- um f annst f ávíslega spurt. Hvað heldurðu að við getum annað gert en að sitja hér og gæta, okkar starfs. Við verðum að sitja inni vegna veðursins og liafa það heldur dauflegt. Það er mikil andleg spenna sem fylgir því að vera svona af- skekktur og fámennur. Það er ekkert grín sem segir í skáld sögum af einöngruðum mönn- um, sem verða veilir á sinni. Jóhann spurði okkur hvort kosningar stæðu fyrir dyrum. Hann var svona undrandi á því að munað væri eftir sér. Annað var nú ekki að frétta úr fásinn inu þar nyrðra. Við ó'kuðum hvor öðrum gleðilegra jóla og is. frv. og kvöddumst að því búnu. skipin, en það eir nú svo með MWMtMMMMHHMMHWMMMMMMMMMW WMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMW fí Fimmtudagur 24. desember 1964 Ekki samkomulag um bolfiskverðið VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur að undanförnu unnið að ákvörðun lágntarksverðis á böl- fiski o.fl., sem gilda á frá 1. jan. n.k. Samkomulag náðist ekki. Á fundi ráðsins í gær var verðákvörð unum því visað til yfimefndar. í yfirnefndina voru tilnefnd- ir: Af hálfu fiskkaupenda: Helgi G. Þórðarson, framkv. stj., Hafnarfirði og Bjarni V. Magnússon, framkvæmdastjóri, Reykjavík. Til vara: Ólafur Jónsson, fram- kv.stj., Sandgerði. Af hálfu fiskseljanda: Sigurður Pétursson, útg.m,, Reykjavík, og Tryggvi Helga son, sjóm., Akureyri. Með breytingu á lögum um verff lagsráð sjávarútvegsins, sem sam þykkt var á Alþingi, þann- 19. þ.m., var ákveðið að forstjóri Efna hagssliofnunarinnar, sem nú er Jónas Haralz hagfræðingur, skuli vera fastur oddamaður yfimefnd arinnar. Safna til stúd- entaheimilis FYRIRHUGUÐ HELMINGSSTÆKKUN MENNTA5KÓLANS AÐ LAUGARVATNI Reykjavik, 23. des. EG. VIÐ þriðju umræðu fjárlaga á Alþingi síðastliðinn þriðjudag var samþykkt tveggja milljón króna Sjárveiting til byggingar nemenda ftústaðar við Menntaskólann að S.augarvatni. Jóhann Hannesson, skólameist- ari Menntaskólans að Laugar- vatni, sagði i stuttu samtali við Hlaðið í dag, að þessi fjárveiting ■væri fyrsta skrefið í þá átt, áð stækka skólann um helming á •íiæstu fjórum til fimm árúm. Yrði væntanlega hafizt handa þegar í sumar um byggingu fyrsta áfanga nemendahúss, og mundi það gera að verkum, að líklega yrði hægt að veita tveim þriðju bekkjum viðtöku i skólann haustið 1965, en til þessa hefur húsnæðisekla skor ið skólanum svo þröngan stakk, að aðeins liefur verið liægt að taka við einum þriðja bekk á haustin. Sá bekkur hefur svo greinst í stærðfræði- og mála- deildir er í fjórða bekk var kom ið. Hafa þvi efri bekkirnir verið fá mennir og kennslukraftar ekki nýtzt sem skyldi. Skólameistai’i sagði, að síðan yrði væntanlega byggt áfram ár- lega næstu fjögur til fimm árin og er þeim framkvæmdum væri lokið mundi rúm fyrir tvö hundr uð nemendur í skólanum. Þessi stækkun mundi ekki hafa það í för moð sér að auka þyrfti kennslurými, sagði skólameistari að lokum, né þyrfti heldur að fjölga kennurum að mun, heldur mundi núverandi kennslurými og kennarakostur nýtast betur en yerið hefur til þessa. | UM ÞESSAR mundir eru stúd- entar að hefja fjársöfnun i þeim tilgangi að standa straum af kostnaði við fyrirhugað stúdenta- heimili, sem rísa mun við Gamla- Garð. Bygging slíks félagsheimilis hef- ur um langt skeið verið eitt mesta hagsmunamál stúdenta, og hafa nú verið samþykktar tillögu- teiknlngar hússins. Gert er ráð fyrir, að framkvæmdir hefjist á sumri komanda. ( Sett hefur verið á laggimar nefnd til þess að afla fjár til heim- ilisins, og mun nefndin efna til dansleiks í Sigtúni annan í jólum í fjáröflunarskyni. Stúdentar eru hvattir til að fjölmenna og hafa gesti með, en að öðru leyti er öllum aðgangur heimill. Þá mun Stúdentaráð efna til barnaskemmtunar að Gamla-Garði annan i jólum. Skemmtunin verð- ur milli kl. 3 og 5 og munu þá hinir frægu jólasveinar Giljagaur og Gáttaþefur koma í heimsókn og ganga í kringum jólatréð með börnunum. Á Grænlandi yfir jólin EIN af flugvélum Flugfélags ís- lands mun verða á Grænlandi um jólin. Er það Straumfaxi, sem fór frá Reykjavík til Narssarssuaq 14. desember síðast liðinn, og kemur ekki heim fyrr en fjórða janúar 1965. Með Straumfaxa eru fimm menn, Bragi Norðdahl, sem hélt upp á fertugs afmæli sitt í Nars- sarssuaq 7. desember sl. Ásgeir Þorleifsson, Gunnar Arthursson, Gunnar Valdimarsson og Sigurður Jónsson. Menntaskóllnn á Laugarvatni SEX LISTAMENN SÝNAÍ KÓPAVOGI SEX listamenn, búsettir í Kópavogi, halda málverkasýn- ingu 1 bókasafni Kópavogs í Fé- lagsheimilinu dagana 26. des- ember til 1. janúar, að báðum dögura meðtöldum. Sýningin verður opnuð annan jóladag klukkan 2 e.h. og verður opin alla dagana frá klukkan 2— 10, nema gamlársdag til klukk- an '6. Þátttakendur eru Barbara Álmason^ Bened:| t Gunnarsson, Haísteinn Austi^ann, HróIJCur Sigurðsson, Magnxíis M. Árna- son og Sigurður Sigurðsson. Sýnd verða 5—6 verk eftir hvern. KOBLENZ, Vestur-Þýzkalandi, 23. des. (NTB-Reuter). Kötturinn Peter, sem bjargað var á sunnudaginn úr hollenzku skipi er sökk á Rín, dó í dag Kötturinn var átta daga í hinu sokkna skipi unz því var lyft upp á yfirborðið. Hann var önnagna þegar honum var bjargað og vildi ekki smakka mat þótt honum væri gefnar ýmsar sprautur og allt væri gert til að bjarga lífi hans MOSKVU, 23. des. (NTB-Reuter) Húsmæður í Moskvu fá auka- skammt af hveiti til kökubakst- urs á gamlársdag, að sögn sov- éskra yfirvalda. Þetta er annar aukaskammturinn á hveiti, sem: húsmæður í Moskvu fá á tveim mánuðum. AFP). Allir blaðamennirnir, sem fylgd ust með Johnson forseta í kosn- ingabaráttunni í haust eru í hópi þeirra sem fá jólagjafir frá for- setanum. BLaðakonurnar fá gull armbönd en blaðamennimir bind isnælur. STOKKHÓLMI, 23. des. (NTB). Öngþveiti er á öllum vegum Sv£ þjóðar vegna jólaumferðarinnar. 30-40 þúsund farþegar komu til eða frá járnbrautarstöðinni f Stokkhólmi í dag og 40 aukalestir komu og fóru. Flugmenn hafa aldrei haft eins annríkt. Famar hafa verið 104 aukaferðir, þar af 38 í dag. Tvð skip hafa daglega verið i förum milli Svíþjóðar og Finnlands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.