Alþýðublaðið - 30.12.1964, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.12.1964, Blaðsíða 4
Sýningu Sigrúnar lýkur á gamlársdag Reykjavík, 29. des. — ÓO. Á GAMLÁRKVÖLD lýkur sýn- , ingu Sigrúnar Jónsdóttur í Gallery 16. Á sýningunni er mestmegnis batik, svo og nokk- ur rya-teppi. Batik er aðferð við litun og teikningu á efni, lérefti, hör eða silki. Er efnið skreytt eftir því, sem við á hverju sinni og til hvers það verður notað. Á sýningu Sigrún ar sést glög'gt, hve mikla og .: margvíslega möguleika þessi skreyti'list hefur. Þar gefur að líta altari og messuhökla, kjóla, giuggatjöld, dúka, lampaskerma og batik-myndir og teppi skreytt á þar til gerða ramma, Sigrún hefur haldið eina sjálfstæða sýningu áður á list- munum sínum, auk þess hefur hún tekið þátt í mörgum sam- sýningum, bæði hér á lgndi og erlendis. Sigrún hefur lagt mikla stund á gerð ýmissa kirkju- muna og eru margar kirkjur skreyttar með verkum hennar. Eru þar aðallega messuklæði, höklar og altarisútbúnaður. Sigrún lærði listgrein sína i Svíþjóð og mun vera eina kon- an, sem leggur stund á batik hér á landi, en það er sérstæð listgrein, sem á ekkert skylt við þrykk, eins og margir virð- ast misskilja. Lítil takmörk eru fyrir hve margvíslega má nota batikað- ferð til skreytinga, fyrir utan hluti þá, sem drepið er á hér að framan, er hægt að skreyta hús og íbúðir með batik, t. d. í glugga þar sem Ijós nær að skína í gegn o. fl. o. fl. Munirnir á sýningu Sigrúnar Jónsdóttur eru allir til sölu. Ný endurvarpsstöð Framliald. af 16. síðu. urinn leitaði til viðkomandi yfirvalda á Keflavíkurflug- velii“. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32. Sími 13-100. Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYLí RYÐVÖRN Grensásveg 18, sími 1-99-45. „Varnarliðið svaraði því til, að það vildi láta máiið ganga til varnarmálanefndar. Þá var ekki væntanlegur fundur í nefndinni fyrr en 22. desember, og ef um málið hefði ekki ver- ið fjallað fyrr, hefði sendirinn ekki komizt upp fyrir jólin. Þegar yfirmenn varnarliðsins fréttu hve ríka áherzlu við legð um á að sendirinn kæmist í gagnið fyrir hátíðarnar, iofuðu þeir að senda þyrlu að morgni mánudagsins 21. dcsember, ef veður ieyfði. Þegar sá dagur rann upp var mjög hvasst og dimmt yfir. Var því ákveðið að reyna daginn eftir. Þá var reyndar enn hvassara, 35—40 hnúta vindur, en bjart yfir. Þyrlan kom þá og flutti tækin upp á Klif í tveimur ferðum. Þetta var nokkrum erfiðleikum háð sökum hvassviðrisins, og urðu flugmennirnir fyrst að kanna allar aðstæður. Flugu þeir nokkrar ferðir yfir Klifið tii að kanna loftstrauma. Sterk- ur vindstrengur kom af fjalls- brúninni, og urðu flugmenn- irnir að fljúga mjög lágt til að komast undir hann. Flugstjór- inn er mjög reyndur maður í sínu starfi, hefur m. a. bjargað með þyrlu 19 mannslífum af sjó. Flutningarnir gengu fljótt og vel, og var hægt að taka sendinn í notkun klukkan 7 á Þorláksmessu". „í fyrstu sendi hann út á 101,5 M-riðum/sek„ en því náðu ekki aiiir þeir, sem hafa FM-móttöku á tækjum sxnum. Var þessu síðan breytt, og klukkan sjö í gærkvöldi byrj- aði hann að senda á 89,1 M- riði/sek. AlUr þeir, sem hafa FM-viðtöku, geta því náð út- sendingunni. Áætlaður radíus útsendingarinnar er um 50 km„ og innan þess svæðis geta allir náð útsendingunni án loftuets. Með sérstöku loftneti má ná sendingunni í meiri fjarlægð, t. d. Selfoss og Hveragerði..— Sendingarnar eru nú lausar við allar tcuflanir og tóngæðin eru margfalt betri“. „Það mun nú vera ætlunin að setja annan slíkan sendi upp á Höfðabrekkuheiði fyrir Aust- ur-Skaftafellssýslu“. „Við uppsetningu endurvarps stöðvarinnar í Vestmannaeyj- um unnu starfsmenn pósts og síma á staðnum. Var það verk talsverðum erfiðleikum bundið, þar eð vinna varð við uppsetn- ingu á loftnetum í 30 meti'a háu mastri I roki og myrkri“. 4 30. des. 1964 — ALþÝÐUBLAOlÐ ELDGOS í JAPAN Tokyo, 29. des. (ntb-rt). Eldfjallið Mihara þeytti í nótt brúnum reyk yfir japönsku eyj- una Oshima, 110 km. vestur af Tokyo. Fjallið gaus næstum því á klukkustundarfresti, en fólk lief ur verið fullvissað um, að líf og eignir séu ekki í liættu í bráð, þar sem hraun muni ekki renna úr gígnum. í hvert sinn sem ný reyksúla stígur upp úr eldfjallinu titra gluggarúður á eynni, sem er byggð 120.000 manns. Ofsahræðsla greip um sig meðal íbúanna þegar eldfjallið tók að lifna við fyrir þremur vikum, en dregið hefur úr óttanum. Framhald af síðu 1. í veg fyrir frekara jag á skerinu. Allar vélar: eru í lagi og skemmd- ir ekki aðrar en botnskemmdirn- ar. Sjór er einungis í nokkrum botntönkum, en lestar eru þurrar. Áhöfn skipsins, 14 manns, héldu kyrru fyrir um borð yfir jólin og eru þar enn. Komið er annað skip, til að taka farm þann af síldarmjöli, 1100 tönn, sem Rússarnir áttu að taka héðan. Er það Jocelyn frá Osló, 2000 tonna skip. Ekki er mjög snjóþungt á Rauf arhöfn og. síðast í fyrradag var farið þaðan á bíl til Akureyrar. Leikföngum fyrir 15 þúsund krónur stolið í Reykjavík Reykjavík, 29. des. — ÓTJ. LEIKFÖNGUM fyrir um 15 þúsund, var stolið í innbroti sem framið var í Leikfangabúðina við Laugaveg 11, einhvern tíma milli aðfangadags og dagsins í dag. Leikfangabúðin hefur vöru- geymslu í næsta húsi, og þegar síðast var farið þangað inn, á aðfangadag um kl. 5, var allt í bezta lagi. En þegar sækja átti vör ur í geymsluna í dag, var búið að stela úr henni plastbílum fyrir börn, og brúðum, fyrir um 15 þús. krónur. Þjófarnir eða þjófurinn, hafði spennt upp nokkrar hurðir til þess að komast inn í vöru- geymsluna. ÞRÍR BÁTAR MEÐ SÍLD TIL EYJA Vestm.eyjum, 29. des. - ES, GO. ÞRÍR BÁTAR komu hingað 1 dag með síld, sem þeir fengu ’í Meöallandsbugt. Síldin er Ijóm- andi falleg og fer öll í frystingu. Marz kom með 400 tunnur, sem lxann fékk í einu kasti, Bergur með 140 tunnur, sem hann fékR í þremur köstum og Engey var með 350 tunnur. Alls eru þetta lauslega 900 tunnur. 1 Sjómennirnir segja, að síldin sé þarna í litlum torfum, en magnið hefur ekki verið rannsakað. Línubátar eru að búast á veiðar og reiknað cr með að þeir fari út eftir áramótin. Yfirgefnir Framhald af 1. síðu komið, -alls staðar voru fastir bílar. Margar miklar umferðar æðar í sjálfri borginnt, t. d. Rauðarárstígurinn var svo tU ófær, og festist þar fjöldi bíla. í mörguji óku svo Alþýðu- blaðsmenn áleiðis til Hafnar- fjarðar, og þar gaf að líta marg an bílinn hálfan á kafi í snjó- skafli. Margir eigendur höfðu þegar bjargað farartækjum sín um, en aðrir unnu að því lengi fram eftir degi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.