BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 1

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 1
BFO-BLADID 1. TBL. . 2. ARG. 1967 FELAGSRIT B I N D I N D I S F E L A G S OKUMANNA Ú T G E F I Ð í SAMVINNU VIÐ ÁBYRGÐ HF. /Q'ltrif af ttey'zlu lífilla áfengisskammta Eftir C. Drew, próíessor við háskólann í Lundúnum. — Stutt ágrip. Menn eru mikið til sammála um það, að áfengisneyzla, sem veldur meira en i%c áfengismagni í blóði neytanda, leiði í ljós ýmis frávik frá „normal" hegðun hans. Aftur á móti eru menn alls ekki sammála um áhrif áfengis, sem neytt er í svo litlum skömmtum, að áfeng- ismagn mæiist minna en i%e í blóði neytandans, og einkum eru menn ósammála um áhrifin, ef áfengis- magnið er aðeins o,5%o og þaðan af minna. Það er eðlilegt að svo sé, vegna þess að litlir áfengisskammtar hafa ekki, eða virðast ekki hafa, skýrar og ótvíræðar verkanir á framkomu manna, áberandi ölvun kemur ekki að jafnaði í ljós. Það er erfitt og margbrotið verk, að mæla og ákveða áhrif og verkan- ir lítilla áfengisskammta. Til þess BFÖ-BLAÐID þarf að framkvæma rannsóknir með meiri nákvæmni og árvekni en tíðk- ast hefur hingað til, að örfáum rann- sóknum þó undanteknum. Vissulega væri samt meiri þekk- ing á áhrifum og verkunum lítilla áfengisskammta nauðsynleg, bæði hvað fræðilega og raunhæfa þekk- ingu þeirra snertir. Vér þurfum að fá gleggri og ör- uggari vissu um þetta efni en vér eigum í dag. Ef vér rannsökum það, sem um þetta efni hefur verið ritað vísinda- lega, verðum vér þess vör, að menn hallast að þremur aðalkenningum um áhrif og verkanir lítilla áfengis- skammta. Fyrsta kenningin heldur því fram, að hæfni manna minnki jafnskjótt og mælanlegt áfengi finnst í blóði

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.