BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 2

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 2
þeirra, hversu lítið sem áfengismagn- ið er. Önnur kenningin er sú, sem pró- fessor Goldberg nefnir kenninguna um „hin hættulegu mörk". Það er, að fyrst þegar ákveðnu takmarki sé náð minnki hæfni manna. Skammtar sem eru fyrir neðan þetta hættulega mark hafi engin áhrif á menn, en áhrifin komi í ljós, ef yfir markið sé farið. Þriðja kenningin heldur því fram, að hæfni manna aukist við mjög litla áfengisskammta í blóði þeirra, en hæfnin byrji fyrst að minnka ef áfengismagnið verðurmeira en o,f/oo. Tilraun sú, sem ég skýri hér frá, var gjörð í þeim tilgangi að sanna eða afsanna þessar kenningar. Þegar tilraunin var undirbúin, töldum við, sem hana gjörðum, mikilvægt að mæla áfengismagnið (alkoholmagn- ið) í blóði þeirra, er undir tilraun- ina gengu, með ákveðnu millibili, svo við gætum borið saman breyting- arnar á hegðun og hæfni mannanna við nákvæmt áfengismagn blóðs þeirra. Við urðum því að rannsaka sérhvern margsinnis undir áhrifum mismunandi áfengismagns, gera ná- kvæmar mælingar og bera síðan saman hegðun og hæfni þeirra undir áfengisáhrifum og án þeirra. En vegna þess, að viss hætta gat verið á því, að blandað yrði saman raun- verulegum áfengisáhrifum og vana- áhrifum, voru notuð mæliglös, og fékk því sérhver sinn ákveðna á- fengisskammt. Hver tilraun tók rúma tvo tíma. Ég held, að það hafi verið mikilvægt, því tilraunir, sem taka styttri tíma geta gefið ranga útkomu. Þegar við vitum að við erum und- ir eftirliti, og rannsókn er á okkur gerð, þá getum við um stund ein- beitt huganum að því einu að reyna að gera allt eins vel og unnt er, en þessi einbeiting hugans hverfur, eða minnkar, við það að tíminn lengist. Seinasta prófraunin, sem við not- uðum var fólgin í því, að láta þá, sem prófaðir voru, aka tilrauna- eða prófunartæki. Þessi tilraun var býsna erfið, en samt nógu skemmti- leg, til þess að halda athygli manns- ins, sem prófaður var, vel vakandi í tvo klukkutíma. Allir þeir, sem tóku þátt í tilraun- unum, voru bílstjórar - 35 karlar og 5 konur. - Allir voru prófaðir að morgni dags, tveim tímum eftir að þeir höfðu neytt fitulauss morgun- verðar. Sérhver sá, er undir prófið gekk, fékk þann drykk, sem hann bað um (en í drykknum var áfengi, útþynnt í hlutfallinu 4:1, og í drykk- inn var látið bragðefni, til þess að leyna áfenginu). Eftir að hafa drukkið drykkinn átti svo hver þátt- takandi að aka pmfutækinu í tvo tíma. Blóðprufa var tekin áður en byrjað var og svo á hálftíma fresti. Þátttakendum voru gefin fyrirmæli BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.