BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Síða 3

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Síða 3
um, að aka á vinstri vegarhelmingi (í Englandi er vinstri umferð) og að aka á þeim hraða, sem þeim fannst vera hæfilegastur og hegða sér í öllu eins og þeir væru vanir að gera, er þeir væru að aka úti á vegum. Hraðinn var mældur með því að athuga hve margar sekúndur þeir voru að aka ákveðna vegalengd. Sjálfritandi mælitæki sýndi allar hreyfingar stýrishjólsins.. Hópverkanir Áhrifin komu í ljós á nokkuð mis- munandi hátt við hinar ýmsu próf- anir. Mistök voru yfirleitt lík en heildartilraunir sýndu vaxandi til- hneigingu til hraðaaksturs. Því lengri sem vegalengdin varð, því meiri mistök. Breytingar á hraða- skyni gáfu ekki margbreytilega mynd. Eftir því sem tilraunin lengdist, virtist tilhneiging ökumanna til að draga úr stýrishreyfingum verða meira áberandi. Áíengisáhrifin og nákvæmnin. Niðurstöður Það dró úr nákvæmni stýringar að sama skapi og áfengismagnið óx í blóðinu, jafnvel með hinum litlu áfengisskömmtum, sem notaðir voru við þessar tilraunir. Það fór strax að bera á ýmsum aksturságöllum jafn- skjótt og mœlanlegt áfengismagn fannst í blóðinu. Aukning og þverrun áfengis í þvagi var einnig rannsakað. Áfengi í þvagi fannst ekki nema eftir stærstu áfengisskammtana, sem notaðir voru við þessar rannsóknir. Áfengis- magn í þvagi nær hámarki 20 mín- útum síðar en í blóði. Akstursgall- arnir virtust ná hámarki milli þess- ara tveggja hámarka. Svo virtist sem óheppilegustu áhrifin á öku- hæfni kæmu fram rétt eftir hámark- ið í blóði, og hins vegar aftur rétt fyrir hámarkið í þvagi. í einni tilraun, sem gjörð var til þess að rannsaka minnkandi aksturs- hæfni, samfara vaxandi áfengis- magni í blóði, voru notaðar próf- raunir frá venjulegum aðstæðum á vegi. Án áfengis reyndu allir þátt- takendur að halda ökutækinu á vinstra vegarhelmingi. En undir á- fengisáhrifunum höfðu allir tilhneig- ingu til þess að færa sig inn á miðju vegarins. Og með auknu áfengis- magni virtust þeir kæra sig kollótta þó þeir héldu sig meira til hægri. Þetta kom einnig skýrt í ljós er aka skyldi beygjur og fyrir horn. Þótt minnkandi aksturshæfni væri einkennandi fyrir alla þátttakendur við vaxandi áfengismagn, voru akst- urságallarnir nokkuð breytilegir hjá hinum einstöku þátttakendum. Hópur úthverfra manna virtist gera fleiri vitleysur en hópur innhverfra manna - sýndu minni aðgæzlu og áfengið virtist verka meira á þá. Úthverfa fólkið ók með sama hraða BFÖ-BLAÐIÐ 3

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.