BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 5

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 5
Allir ökumenn, sem koma skyndilega í þéttbýli úr langri öku- ferð utan þess, kannast við, hve lús- hægt þeim finnst þeir fara er þeir eru komnir á leyfilegan hraða þétt- býlisins. Nú finnst þeim 35 til 45 km/t hraði eins og kyrrstaða en voru ósköp ánægðir með þann hraða er þeir áður lögðu af stað úr þéttbýl- inu út á þjóðvegina. Svona er hraða- blindan. Hraðablinda getur verið hættu- leg. Vegna áhrifa hennar getur svo farið að menn „gleymi" að minnka hraðann í tæka tíð, er vegur breytist eða er komið cr í þéttbýli. Af þessu getur leitt, að menn taka þá fyrst eftir hættunni er of seint er að verða hennar var til að afstýra tjóni cða slysi. Vegfesta Þetta orð hefur ekki vcrið notað áður í íslenzku svo mér sc kunnugt um. En mér finnst það vel notandi, stutt og laggott, lýsa einmitt því, sem um ræðir. Það verður því notað hér áfram er þess gerist þörf. Veg- festan er fyrst og fremst komin undir núningsmótstöðu barðanna við veginn. Hún er aftur mjög misjöfn eftir veðri og árstíðum og því, hvern- ig vegurinn er. Allir þekkja hálkuna. Laus vegur er miklu varasamari en þéttur og góður vegur með malbik- uðu eða steyptu yfirborði. Á vetr- um geta þó slíkir vegir á stundum orðið þeir hættulegustu vegna mik- illar hálku. Núningsmótstaða barða við veg er táknuð með tölu, sem alltaf er minni en 1. Segjum á þurrum, stein- steyptum vegi sé hún 0,7. Á ísi lögð- um vegi getur hún farið niður í 0,1 til 0,2 og á blautum ísi lögðum vegi niður í 0,05, eða orðið 14 sinnum minni en við beztu aðstæður. Það munar um minna, enda sýna hálku- tjónin - og slysin það. Siónskynjun og aðgát Til þess að aka vel, verða menn að sjá vel. Sjónskerpa og sjónvídd þurfa að vera eðlileg. Djúp- eða þrívíddarsýnin er einnig mikið atr- iði, því ökumenn þurfa að geta á- ætlað fjarlægðir í umferðinni nokk- urnvegin rétt. Að spara benzínið Við skulum ekki fara mikið út í þetta hér, enda sennilega þýðingar- lítið að predika slíkt fyrir landanum. Margir ökumenn, t. d. í Skandinavíu hafa þann sið að drepa á hreyflin- um niður í móti til að spara benzín- ið. Ekki myndi ég ráðleggja neinum það, hemlarnir gætu bilað. En eitt er það þó, sem ég vil minnast á hér í þessu sambandi. Á öllum, eða flest- um nýtízku bílum er smádæla í sjálfum blöndungnum. Ef þú ert alltaf í tíma og ótíma að stíga á benzínið, getur þessi litla dæla orðið BFÖ-BLAÐIÐ 5

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.