BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Page 6

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Page 6
þér býsna dýr þó góð sé að öðru leyti. Ráð mitt er því: leiktu þér ekki að „benzíninu" að óþörfu. Reglulega góður ökumaður ekur þannig að benzín eyðist ekki að ó- þörfu. Hann hlífir líka bílnum, því hann veit að það borgar sig. Kúplingin Sértu að fara upp brekku og þurf- ir að stanza, þá haltu bílnum kyrr- um með hemlunum en ekki ,,á kúpl- ingunni“, eins og kallað er. Kúpl- ingsdiskar eru all dýrir og að skipta um þá er enn dýrara. Þessi ósiður er þó mjög útbreiddur á meðal öku- manna, því þeim finnst þetta þægi- legast og hugsa ekki út í að með þessu eru þeir að skemma bílinn. Akstur í beygjum Kanntu að aka beygju? Sumar beygjur er nú ekki mikill vandi að aka - en sumar. „Aktu hægt inn í beygjuna og „hratt“ úr henni.“ Þetta er raunar aðal reglan við að aka beygju, sé hún eitthvað meira en nafnið. Aktu ekki svo hratt að þú þurfir að hemla áður en þú ferð í beygjuna, ekki hraðar en að nægi að hemla með hreyflinum. Gegnum beygju skyldi alltaf aka með hraðaaukningu. Bílar eru sem sé þannig byggðir, að þeir hafa nokkra „sjálfstýringu“ í beygjum séu þær eknar með hraðaaukningu. Þeir liggja betur á veginum og fólkið „situr“ betur. Slepptu þessvegna aldrei benzínstiginu í beygju, það getur farið illa. Bíllinn getur rokið út af veginum í snertilínu hringsins, þ. e. út af ytri brún beygjunnar. Séu menn til neyddir að hemla fyrir beygju, þarf að gera það svo snemma, að hemluninni sé lokið áður en komið er í beygjuna, þ. e. áður en farið er að snúa stýrinu. Lendi maður samt of hratt inn í beygju - það getur stundum skeð með enda góða ökumenn - þá getur orðið nauðsynlegt að hemla í beygj- unni, en aðeins stuttar, endurteknar hemlanir og þannig að bílnum sé stýrt inn í hringinn á milli hemlan- anna. Þetta þarfnast raunverulega æfingar við en það eru óæfðu, lé- legu ökumennirnir, sem skapa út- gjaldadálkinn á kaskóreikningum tryggingafélaganna. Beygjur á íslenzkum vegum þurfa alveg sérstakrar athugunar við. Þær eru sem sé flestar gerðar með þeim ósköpum að þar er aðeins annar helmingur vegarins fær bílum, þ. e. innri brúnin. Ytri helmingur vegar- ins á þessum vandförnu stöðum er hjólfaralaust malarhrúgald, stór- hættulegt öllum bílum. Við innri brún beygjunnar eru hjólförin og þar er vegurinn sæmilega fær. Mæti maður bíl í svona beygju og sé á ytra „kanti“, verður að fara mjög varlega. Og að aka fram úr á ytra 6 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.