BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Qupperneq 7

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Qupperneq 7
kanti á svona stað, gera aðeins þeir, sem ættu heldur að sitja heima en við bílstýri á íslenzkum vegi. Það virðist þó vera talsvert til af svona mönnum. Gott er að gera sér grein fyrir því, hvaða hluti beygju sé hættuleg- astur, þ. e. hvar í henni bíllinn liggi verst. Sé um að ræða einfalda beygju, er hættustaðurinn þar sem farið er í beygjuna. Sé beygjan tvö- föld, svo kölluð S-beygja ,eru hættu- staðirnir tveir, sem sé byrjun fyrri beygju og mót beygjanna. Blessuð (mér lá við að segja end- emis) hringtorgin okkar hafa hvorki meira né minna en þrjá hættustaði, þ. e. er ekið er inn, svo þegar beygt er til hægri (eftir klukkuaðferðinni, kl. 7 til 8) og í þriðja lagi er ekið er út af torginu. Það er ekki að undra þó óvanir ökumenn, eða ökuglann- ar, fái sér einn og einn snúning í mikilli hálku á svona stöðum. Varið ykkur á beygjunum, góðir ökumenn. Blindhæðm. Hún getur orðið þitt síðasta Við höfum þrástagast á því, hve geysi nauðsynlegt það sé hverjum ökumanni að vera gæddur heil- brygðu hugmyndaflugi og framsýni, þ. e. að geta í huganum séð fyrir það, sem gæti skeð, enda á næstu augnablikum. En hinn sorglegi sann- leikur er samt sá, að óhugnanlega stór hópur ökumanna virðist helzt sneyddur þessum hæfileika. Þetta sannar, ásamt mörgu fleiru, slysin á blindhæðunum. Ég, sem rita þessi orð, sat einu sinni í bíl hjá góðum kunningja mín- um. Við ókum mjög mjóan veg, þar sem hver blindhæðin, há og kröpp, tók við af annarri. Þegar kunning- inn ók hæðirnar, var tilfinningin í maganum á mér líkt og ég sæti í þotbraut, og það var auðséð á ökumanninum, hvað hann naut þess að þjóta upp og niður á víxl. Ég sagði við hann: „Ekki myndi ég aka svona hér.“ „Hversvegna ekki?“ „Einfaldlega vegna þess, að yfir mér er ekki sama hundaheppnin og þér. Ég myndi strax mæta bíl á næstu hæð og það yrði myndarlegt bomms. Þú hlýtur að vera lukkunn- ar pamfíll að vera ekki steindauð- ur fyrir löngu, því ekki er þetta þín fyrsta ferð á þessum vegi.“ Það mátti kunninginn eiga, að hann hægði á eftir þessa ádrepu. Annar kunningi minn sagði einu sinni við mig: „Það er mjög gaman að aka þennan veg.“ ,Já,“ sagði ég, „þetta er falleg sveit.“ „Hvort hún er,“ sagði hinn, „og svo eru blind- hæðirnar svo skemmtilegar/ Vegur- inn þar var álíka og hinn vegurinn, sem ég gat um. Svona er það - veit þetta af slysa- skýrslunum og hefi séð það með eigin augum. Fólk ekur blindhæð- BFÖ-BLAÐIÐ 7

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.