BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Qupperneq 8

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Qupperneq 8
irnar eins og það væri í þotbraut, skemmtir sér konunglega. Það skort- ir hið nauðsynlega hugmyndaflug og framsýni til að sjá „í anda“ bílinn sem kemur æðandi að hæðinni hin- um megin eða einhvern annan farar- tálma, sem þar kann að vera. Svo skeður það - og síðan skeður máske ekki meir. Allar blindhæðir á íslenzkum veg- um eru hættulegar, en mjög misjafnt. Víða hefur blindhæðum verið skipt í tvennt og er þar lítil hætta sé ekið sæmilega varlega. Hinsvegar er sá galli á, að vegurinn hefur í þessum tilfellum á fæstum stöðum verið breikkaður nógu langt frá hæðunum, þannig að sé mjög hratt ekið, getur illa farið, komi bíll á móti hinu- megin hæðarinnar. Hér er sem sagt um íslenzka vegi að ræða, sem mjög oft eru bara færir í miðjunni. Langflestar blindhæðir á vegum okkar eru verulega hættulegar og sumar stór hættulegar, þ. e. fyrst og fremst krappar, háar hæðir, svo mjóar að í raun og veru geta varla bílar mætzt þar nema mjög varlega sé farið, enda vegarbrúnirnar á þess- um hæðum vanalegast malarhrúgald. Hér er afar mikil hætta á ferðum og stór fruðulegt, hve fjöldi ökumanna virðist blindur fyrir því. þessar hæðir ætti aldrei að aka nema lús- hægt og gefa greinilegt hljóðmerki um leið. Þetta gera líka ýmsir ágætir ökumenn. Margir hlægja þó að þeim fyrir það sem þeir kalla „hræðsl- una“ - en það er hér eins og oftar, að sá hlær bezt sem síðast hlær. Það myndi margt breytast í um- ferðinni hjá okkur, ef ökumenn gætu látið sér „detta eitthvað í hug“ fyrr en rétt um leið að það skeður. Brýr og ræsi Um ræsi og brýr er þetta fyrst að segja: reiknið alltaf með því að bíll- inn fái all myndarlegt högg um leið og ekið er á brúna eða ræsið, sé greitt ekið. Annað bomms, en mein- laust, þegar ekið er af. Þetta gerir byggingalagið og framsýni vegagerð- armannanna. Hitt talar maður ekki um að svo búnu þótt svo til allar brýr séu það mjóar að ekki verði mætzt á þeim. En þetta er hreinn óþarfi með ræsin, en er svona samt. Vissast er líka að reikna með því að gat eða önnur ófæra sé á miðju ræsi eða brú, en oft illgerlegt að vara sig á því. Ályktun: akið varlega á brýr og ræsi á íslenzkum vegi. Lausamölin íslenzkir vegir eru yfirleitt ekki þannig gerðir að varlegt sé að aka hratt á þeim. Alls ekki óvíða er lítið vit í því að aka á þeim hraða, sem þó er leyfilegur, þ. e. 70 km/t. Þar verður listin að aka eftir aðstæðum að ráða en ekki bara það, sem leyfi- legt kann að vera lögum samkvæmt. Þessu veldur ýmislegt, óteljandi hol- 8 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.