BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 10
brestur. Sé hlífin rétt sett á, skal hún snúa dálítið inn á við, fjarlægðin frá afturhjóli skal vera jöfn „geisla" þess (lengdin frá miðju hjóls að ytri brún barða) og hæð frá jörðu sama og % hluti af þvermáli hjólsins, miðað við að einn til tveir farþegar séu í bílnum eftir stærð hans. Svona sett á mun hlíf tæplega valda slæmu steinkati. Munið þetta: Það tjón, sem steinn veldur á bíl, fer auðvitað fyrst og fremst eftir þeim hraða, sem þeir mætast á, steinninn og bíllinn. Hraði bílsins er oft aðal orsök þess að illa fer. Hægið því alltaf vel á, er þið mætið bíl eða er bíll fer fram úr ykkur. Holur og „þvottabretti" I gamla daga þótti það góð öku- mennska að holusneyða vel. Þá voru vegirnir ekki verri en það, að þetta var oft hægt með sæmilegum árangri. Nú á þessum síðustu árum risastórra og geysi þungra flutningabíla er svo komið að ekki er lengur hægt að holusneyða. Reyni maður að komast hjá einni holunni, lendir maður bara í annarri sínu vcrri. Ekki nema von að höggdeyfar og legur endist illa. Séu holur miklar í vegi, er ekki hægt að aka þær af sér á smábílum, eins og kallað er. Maður fer bara því ver með bílinn því hraðar sem ekið er. Hin svokölluðu „þvotta- bretti", séu þau ekki mjög gróf, má hinsvegar „aka af sér" í ýmsum gerðum smábíla, þó ekki þeim, sem eru með mjög litlum hjólum. Til þess að slíkur árangur næðist á þeim, yrði hraðinn að vera svo mik- ill að ekkert vit væri í. Með smábíl- um á ég hér við bíla upp í sex manna. Islenzkir vegir eru nú víðast að verða þannig ,að maður verður að velja um tímann eða bílinn. Sé veg- urinn frá Reykjavík austur í Hvera- gcrði slæmur, ek ég hann heldur á 70 mínútum en 50 mínútum, enda þótt ég gæti vel komizt þennan spöl á þeim tíma. Ég vil heldur bílinn. Brekkui Akið alltaf varlega niður í móti og vitanlega því varlegar sem bratt- ara er. Þurfi maður niður mjög bratta og langa brekku, er það mjög góður siður að reyna hemlana áður en farið er í brekkuna, setja helzt í 1 gír til að byrja með, en gíra svo upp er neðar dregur. Hemla skyldi með hreyfli og einnig hemlum, þar sem bratt er. Það er ógn að sjá, hvað margir ökuglannar aka óvarlega í brattar og langar brekkur. Þeir vilja sýnast „stórir karlar" en eru bjánar. Mér hefur oft ofboðið það sem ég hef séð. Stórslys hafa skeð af þessum or- sökum. Upp brekkur má aka greitt, ef útsýn og vegur leyfir og bíllinn ann- 10 BFÖ-BLADID

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.