BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Page 11

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Page 11
ars dugir til. Meginreglur: hratt upp, nema blindhæðir, hægt og varlega niður. Sömu gír niður og þarf að nota UPP. A3 mætast fslenzkir ökumenn ættu að vera sæmilega vanir að mæta bíl á þröng- um vegi. Þó eru margir viðvaningar nú undir stýri. Stundum er vegur það mjór, að ekki þýðir einusinni að annar bíllinn stanzi svo utarlega, sem hann getur og hinn aki svo varlega fram hjá. Heldur verður að „vinda upp á“ eins og kallað er, þ. e. báðir bílarnir verða að vera á hægri hreyf- ingu við mætinguna eins og öfugt S. Menn þurfa þó helzt að hafa séð þetta gert, eða helzt gert það sjálfir einu sinni eða svo, til að það komi að gagni. Á mjóum vegum eiga menn að nota útskotin svo sem unnt er. Rétt bil á milli bíla Það er athyglisvert sálrænt fyrir- brygði, að ökumaður, sem ekur á eft- ir öðrum bíl, með sama hraða og hann, eða ætlar svo, nálgast þó hægt og hægt bílinn á undan, án þess að ætla sér það í rauninni. Gæti maður ekki að sér í tíma, getur millibilið orðið hættulega stutt, þannig að maður getur „lent í því líka“, komi eitthvað fyrir bílinn á undan. Eins og kunnugt er, er það bæði skylt og nauðsynlegt að aka svo langt á eftir næsta bíl, að nóg sé svigrúm ef hann dregur skyndilega úr ferð eða stanzar. Fjarlægðina að næsta bíl á undan skal miða við ökuhraða. Ágætt er að bilið sé jafn margir metrar og hraðinn er margir km á klukkutíma. Hraði t. d. 70 km/t - bil 70 m. Þessi regla er ágæt úti á vegum og liggja til þess fleiri ástæður en þeg- ar er á drepið. Séu men of nærri bíl á undan,fer það í taugarnar á manni, menn aka ver, eru þvingaðir af öku- lagi hins. Það er miklu síður þreyt- andi að sjá dálítinn hluta af vegin- um fyrir framan sig en í endann á næsta bíl. Bíllinn á undan þeytir síð- ur á mann grjóti eða aur ef rignir. Allir þekkja rykið á íslenzkum veg- um. Þá er einnig nauðsynlegt að halda góðu bili vegna bíla, sem aka fram úr. Það gera margir sem kunn- ugt er. Bandaríkjamenn telja þó að hin áminnzta regla hér á undan sé of mikið í lagt þar sem umferð er mikil, einmitt vegna þess að þá séu menn alltaf að aka fram úr. Þá sé gott, eða nægjandi, að miða við helminginn af þeirri fjarlægð, sem áminnzt regla gerir ráð fyrir, en þó aðeins sé veg- ur þurr. I bleytu skyldi fara eftir grundvallarreglunni. Fjarlægð milli bíla á snjó- eða ísi- lögðum vegi skyldi vera tveir metrar fyrir hvern km/t sem ekið er. Finnist ökumanni næsti bíll á eftir of nærri, er rétt að gefa honum BFÖ-BLAÐIÐ II

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.