BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 12

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 12
f3indindis\élag öhuwtanna Skýrskt um góðaksturinn 24. september 1966 í Reykjuvík. Keppendur voru 21. Þar af luku keppninni 20. Ökuleiðir voru ýmsar götur í Reykjavík. Varðstöðvar voru z6. Prófraunir voru 83. Einkunnir gefnar 103. Úrlausnir helztu prófrauna 1. Stefnumerki Athugunarstöðvar 17. Stefnumerki voru rétt gefin í 86% tilfellum. Á 7 stöðvum voru þau 100%. Á 3 stöðvum voru þau 95%. Misjafnt var, hvernig hinir ein- stöku keppendur notuðu stefnuljós- in. Það sem mest var áfátt, var að þau voru á stundum of seint gefin. Einn þátttakenda gaf þau þrisvar sinnum of seint. Sex þátttakendur gáfu þau tvisvar sinnum of seint hver. Átta keppendur gáfu þau einu sinni of seint hver. Fjórir keppenda gáfu tvisvar engin ljós. Fjórir kepp- enda af 21 gáfu alltaf rétt stefnuljós. Þessi góðakstur sýnir þó að mjög mikil framför er að verða í notkun stefnuljósa miðað við fyrri keppnir. 2. Stanzskylda. Þar má telja að vel hafi tekizt. Stanzskyldu var hlýtt í 97,5% til- fella. Og þar sem henni var ekki hlýtt, voru brotin ekki gróf. Mikil framför frá fyrri keppnum. 3. Hægri beygjur. Athugunarstöðvar 7. Athugun leiddi í ljós, að mjög mörgum er áfátt í því að taka og aka rétt hægri beygjur. Aðeins á einni varðstöð, þar sem auðvelt var að aka beygjuna rétt, var hún rétt ekin af 95% keppenda. Á hinum varðstöðv- unum illa. Á einum stað t. d. óku aðeins 24% keppenda rétt en 33% mjög illa. Á annarri varðstöð aðeins 25% keppenda sem tóku og óku beygjuna rétt, 45% mjög illa. merki um að hann megi aka fram úr. Góður siður að gefa stefnuljós út að vegarbrún. Flestir skilja það nú orðið. Það er ekki þægileg til- finning að eiga von á bíl aftan á sig, þurfi maður af einhverjum ástæðum skyndilega að hemla. Að öðru leyti vísast til íslenzkra umferðarlaga. Framh. í ncesta tbl. 12 BFÖ-BLAÐID

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.