BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 16

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Blaðsíða 16
-\4iii og betia Skilgreining ó „Oktantölu" benzíns Tölulega er bankfesta benzíns mæld eftir samsetningu viðmiðunar- eldsneytisblöndu, sem hefur sömu bankfestu og benzínið, sem verið er að mæla. Bankfesta er sá eiginleiki elds- neytis, sem spornar gegn sjálf- kveikju í enn óbrenndum hluta benzín-ioft-blöndunnar, meðan á cðlilegri brennslu hennar stendur. Bankfesta viðmiðunarblöndu úr Heptan og IsoOktan er háð oktan- innihaldi hennar hverju sinni og er hún gefin upp í svonefndri OKTAN- TÖLU, sem er hundraðstala oktan- innihaldsins. Mæling oktantölunnar er fram- kvæmd í sérstökum einstrokka til- raunamótor, sem er þannig byggður að breyta má þjöppunarhlutfalli hans meðan á tilrauninni stendur, til þess að hæfa ólíku eldsneyti. Mót- orinn er látinn ganga á benzíninu, sem mæla skal, og þjöppun aukin þar til bank kemur fram að einhverju vissu marki. Síðan er vélin keyrð með mismunandi Heptan-Oktan- blöndum þar til bank kemur fram að sama marki og áður með benzíninu. Er þá OKTANTALA benzínsins fengin sem hundraðstala oktansins í blöndunni. (Skilgreining þessi er gcrð af hr. vélaverkfr. Jóni Björnssyni). Olvun í umferð Árið 1966 voru 571 ökumenn teknir af lögreglu Reykjavíkur fyrir ölvun við akstur (teknar blóðprufur). Vit- anlega er þetta síður en svo tæm- andi tala. Fjöldi einstakra brota sennilega mjög miklu meiri en þetta. Ráðherra umferðarmála í Bret- landi, frú Barbara Castle, telur að frumvarp sem löggjafarþingið þar hefur nú til meðferðar, um bann við ölvun við akstur, geti komið í veg fyrir 18 til 32 þúsund tjóna- og um- ferðaslysa á ári. Samkvæmt því banni má áfengismagn í blóði ökumanns- ins ekki vera meira en o,8%o. Fund- inn sekur verður hann dæmdur í all- þungar sektir eða til fangelsisvistar. Þjóðin er farin að skilja að hér nægja engin góð orð né fræðsla. Lagaá- kvæði verður að koma til - bann. Ráðherrann benti á, að ekki væru nema 9 mánuðir frá því er hún fyrst lagði fram í þinginu frumvarp um þetta, en á því tímabili hefði 5.500 manns farizt í umferðarslysum í 16 BFÖ-BLADIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.