BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Page 18

BFÖ-blaðið - 01.01.1967, Page 18
^rá deiidum og félagsstarfi Mótmæli gegn tóbaksauglýsinguxn Með bréfi sínu til Alþingis, dags. 15. nóv. 1966, mótmælti Bindindisfélag ökumanna mjög eindregið öllum tóbaksauglýsingum og fór fram á það í bréfinu að slíkar auglýs- ingar yrðu lögbannaðar. Með dreyfibréfi sínu þ. 17. nóv. s.l. skor- aði skrifstofa BFÖ á aliar deildir að mót- mæla, hver í sínu lagi, þessari ósvinnu. Mót- mælabréf frá tveimur deildum hafa borizt til skrifstofunnar. Hin hafa sjálfsagt verið send til Alþingis. Glitmerki Sú hugmynd hefur komið fram hjá stjórn BFÖ að vinna að því, að glitmerki verði lögboðin í þéttbýli. Hefur nokkuð verið byrjað að vinna að þessu máli. Norrænt bindindisþing hér árið 1969 Á fundi sambandsstjórnar 10. janúar 1967 var iagt fram bréf Stórstúku fslands o. fl., dags 9. des. 1966 (móttckið af BFÖ um áramótin), þar sem frá þvx var greint, að fyrirhugað væri að há hér norrænt bindind- isþing, hið 24. í röðinni, árið 1969 og til þess mælzt, að BFÖ yrði þátttakandi að þessu þingi og kysi af sinni hálfu 2 fulitrúa í undirbúningsnefnd. Á þessum sama fundi sambandsstjórnar voru þessir menn kjörnir sem fulltrúar: Sig- urgeir Albertsson, formaður sambandsstjórn- ar BFÖ, Seljavegi 27, Reykjavík og Jóhann Björnsson, forstjóri, varaformaður Reykja- víkurdeildar BFÖ, Þykkvabæ 15, Reykjavík. Oktan 87 til 93 Hinn 21. des. s.l. ritaði BFÖ öllum olíu- félögunum hér á landi varðandi það, sem fyrirhugað er og senn mun ske, að hætt verði að selja benzín með oktantölu 87 en að framvegis verði aðeins á boðstólum benzín með oktantölu 93. Taldi BFÖ að þetta gæti reynzt varhugavert varðandi einstaka bíla- gerðir, einkum rússneskar, og fór fram á það við félögin að ekki yrði með öllu hætt að selja hér hið oktantölulægra benzín. Svar hefur nú borizt frá öllum olíufélögunum og telja þau yfirieitt að ógerlegt sé að selja hér nema eina tegund benzíns, enda muni bílhrcyflum ekki stafa hætta af. Er eftir að sjá, hvort svo reynist. Reykjavíkurdeildin Eins og um gat í BFÖ-blaðinu, 2. tbl. 1966, var þessi deiid þá með undirbúning að því að halda uppryfjunarnámskeið fyrir ökumenn. Var það haldið rétt fyrir og eftir mánaðamótin nóv.-des. s.l. og tókst vel. Er nú í undirbúningi annað slíkt námskeið í febrúarmánuði og liggja þegar fyrir all- margar umsóknir. Þetta cr prýðilegt félags- starf og þarf að halda því áfram á hverju ári. Svona uppryfjunarnámskeið munu vera alger brautryðjendastarfsemi hér á landi. Hin nýju rúðumerki BFÖ Nú eru þau loksins komin og hafa þegar verið send víða út um land. Félagar Reykja- víkurdeildarinnar eru hér með beðnir að taka þau hið fyrsta á skrifstofu Ábyrgðar hf. - og koma þeim á bílana. 18 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.