BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 10
um ástæðum og svo því, að menn eiga aldrei að reyna að gera sig að eins konar „umferðarlögreglu" úti á vegum. Það nær ekki tilganginum og verkar oft alveg öfugt. Hitt er svo annað mál, að menn, sem svona hugsa, ættu ekki sjálfir að aka fram úr bílum, sem eru á fyllsta leyfileg- um hraða. Eins og áður segir: Enginn má reyna að hindra eða trufla aðra í umferð. Ökumenn, sem það gera, eru vanþroskaðir, alveg án tillits til þess, hve gamlir þeir eru. Sjálfur kæri ég mig ekki um að þvælast fyrir bílum, sem ég finn að vilja aka fram úr. Það myndi líka spilla mínum eigin akstri. Það er ljótur leikur að venja sig á að „tína upp bíla“. Menn eiga að hugleiða áður en þeir aka fram úr, hvað þeir vinna við það. Það er oft aðeins hægt að vinna tiltölulega stuttan tíma á langri leið, en það er líka hægt að eyðileggja hreyfil, legur og barða, svo eitthvað sé nefnt. Að lokum: Munið, að er þið verð- ið vör við bíl, sem vill aka fram úr, að færa ykkur strax vel út að vegar- brún, draga úr hraða og gefa þá gjarnan hljóðmerki um leið, að þið séuð tilbúin. Stundum er rétt að stanza alveg. Ef þið verðið vör hættu framundan, sem bíllinn, sem fram úr vill aka, ekki hefur orðið var, eða jafnvel skeytir ekki um, þá reynið að aðvara hann t. d. með 10 hljóðmerki og með því að gefa stefnuljós inn á veg. Að aka hratt Islenzkir vegir eru ekki, að einum undanskildum, Reykjanesbrautinni, þannig gerðir, að óhætt sé að aka verulega hratt á þeim. Þetta virðist löggjafanum og full ljóst, því bannað er að aka hraðara en 70 km/t að einum vegi undanskildum, hinum á- minnsta, og þó aðeins á vissum tíma árs, sem vafalaust er einnig viturleg takmörkun. Margir vegir hér eru þannig, að ekki er einusinni óhætt, og stundum ekki einu sinni hægt, að aka á þeim á leifðum hámarkshraða. Verður þá að kunna að aka eftir að- stæðum, sem er alls staðar og alltaf hin gullna regla góðs ökumanns, en margir miður góðir ökumenn virðast lítt þekkja til, varla af afspurn. Reykjanesbrautin er góður vegur. Hann er að vísu ekki alltof breiður, en má heita eggsléttur. Á honum eru að vísu nokkrar blindhæðir, en alls ckki slæmar, engar blindbeygjur og beygjurnar allar svo góðar, að hægt er að halda fullum hraða í þeim án sérstakrar áhættu. Við beztu aðstæð- ur er þessi vegur þannig, að góður ökumaður á góðum bíl myndi ekki leggja í mikla tvísýnu þó hann færi upp á 90 til 100 km/t hraða. Má þó enginn skilja orð mín þannig, að ég sé að ráðleggja ökumönnum að gera BFÖ-BLADIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.