BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 13

BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 13
Lítt slitinn, ófúinn barði er býsna öruggur, hvað það áhrærir. Það má því með allmiklum rétti nefna það sjálfskaparvíti ef hvellspringur. Spaug er það ekki. Hvað er hægt að gera ef hvellspringur t. d. á fram- hjóli á mikilli ferð. Satt að segja lítið sem dugar. Tvennt má þó benda á, annað sem gera skal og hitt sem ekki skal gera. Halda skal stýri af öllum kröftum, reyna sem unnt er að halda bílnum á veginum. Ekki skal hemla, ekki fyrr en menn fyllilega hafa náð valdi á bílnum og þá var- lega. Fast grip um stýri, fæturna af fótstigum. Ökumaður með lélega barða ætti ekki að aka hratt. Það er ekki þægi- legt að aka út af íslenzkum vegum, víða. Það reynir ekki aðeins á ökumann að aka hratt. Bíllinn finnur líka til þess. Bezt að hann sé í góðu lagi, hitt misheppnast fyrr eða síðar. Það reynir mikið á legur, hemla og barða. Hraðaaukningar og hemlanir kosta benzín. íslenzkir vegir vægja sízt bíium, sem hratt fara. Að aka kjörveginn Með þessu meina ég ekki, að til sé hér einhver sérstakur kjörvegur, sem menn eigi að aka, heldur aðeins það, að aka skuli, að jafnaði og innan á- kveðinna marka, hvern veg eins og bezt er að aka hann af öryggisástæð- um. Þessi mörk, eða takmarkanir fela yfirleitt aðeins innan sinna vé- banda beygjurnar og aðeins hægri beygjur. Við eigum enn um stund að aka vinstra megin hér á landi. Við eig- um að halda veginum opnum hægra megin við okkur, fyrir umferð á móti eða á eftir og haga akstri okkar þannig, að þessi umferð geti orðið hindrunarlaus og án áhættu fyrir ökumenn. 1 45. gr. umferðarlaganna segir svo: „ökumenn skulu halda öku- tækjum sínum vinstra megin á ak- braut eftir því, sem við verður kom- ið og þörf er á vegna annarrar um- ferðar. Þar sem útsýn er slæm, svo sem í beygjum, við hæðarbrúnir, eða ef skyggni er lélegt, skal ávallt aka við vinstri brún akbrautar, nema þar sem einstefnuakstur er.“ Útsýn getur verið mjög svo tak- mörkuð í beygjum, blindbeygjunum svo kölluðu, en í mörgum beygjum er hún alls ekki takmörkuð og skil ég því ákvæðið hér á undan þannig, að ekki sé bannað að aka kjörveginn í beygjum, sem sést vel yfir, heldur aðeins átt við beygjur þar sem út- sýn er takmörkuð eða slæm, en það er hún oft einmitt í beygjum. Hitt, að banna skilyrðislaust að aka kjör- veg í hægri beygjum, hve góð sem útsýn er, þýddi aðeins það að banna ökumönnum að gæta fyllsta öryggis við beygjuakstur, ef allar aðstæður 13 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.