BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 14

BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 14
eru heppilegar. Hitt er svo annað mál, að vel þarf að ölu að gæta. Við getum vel, og megum aka á miðjum vegi, sé það ekki til hindr- unar fyrir aðra umferð. Hví skyldi einmanalegur bíll aka út í malar- hrúgunni á vegarbrún. Og við eig- um, og að mínu áliti megum, aka hægra megin ef svo ber undir, en yf- irleitt aðeins í hægri beygjum. Það er að aka kjörveginn, enda lang örugg- ast. Með þessu móti getur maður gert crfiða beygju létta, hættulitla eða hættulausa. Ég held sem sagt ckki, að bann laganna nái til allra (hægri) beygja, en sé ólíklega svo, þá væri það vitlaust ákvæði, röng lög. Að aka vissar hægri beygjur ,,öfugu“ megin er alveg sérstaklega nauðsyn- legt hér á landi, enda gert af flestum eða öllum, er það á við. En það eru líka skráð lög, og eiga að vera hin ströngustu óskráð lög hvers ökumanns, að aka aldrei blindbeygjur hægra megin og aldrei hægra megin á móti umferð. Sé það gert, verður annars sjálfsögð öryggis- aðgerð og réttur akstur að óafsakan- legum, refsiverðum ökuníðingshætti, sem engum ætti að þolast. Það er þó dálítið til af mönnum, sem þetta gera, það hefur sá, sem þetta ritar sjálfur staðreynt. Við þessu er erfitt að gera. Þeir myndu gera þetta, hvort sem bann væri eða ekki. Sumir þurfa alltaf að vcra þversum. i4 Athugið: Akið aldrei hægri beygju „öfugu“ megin, komi umferð á móti og sé í nánd, aldrei blindbeygjur, aldrei í þoku eða öðru mjög slæmu skyggni. Gætið þess alltaf að útsýn sé góð, vegur auður fram. Gætið í bakspegilinn áður en þið farið á hægri vegarbrún. Hugsanlega gæti bíll á eftir verið að búa sig undir að aka fram úr, einmitt í beygjunni. Akið blindar og hættulegar vinstri beygjur mjög varlega, gefið gjarnan hljóðmerki. Sjálfsögð varúð skapar öruggan akstur. Þið gætuð mætt varasömum ökuþóri í beygjunni, manni, sem æki eins og honum þætti þægilegast, hvernig sem á stæði og væri því í þessu tilfelli algjörlega röngu megin, bráðhættulegur öku- glanni. Ég hef tvisvar lent í þessu. 1 annað sinnið gátum við báðir stanz- að nógu tímanlega, í hitt sinnið bjargaði mér þægileg leirbrekka rétt við veginn. Sýndu mér hvernig þú ekur og ég skal segja þér hver þú ert. Á vegleysum Það er nóg af vegleysum hér á Iandi, og ég held að fjölmargir ís- lenzkir ökumenn séu mjög svo færir að aka þær, enda hvernig ætti annað að vera. Hinsvegar, eins og ég hef áður sagt í þessum þáttum, er nú mikið um viðvaninga undir stýri. Á hverju ári kemur hópur af þeim í fyrsta sinn út á vegina sem ökumenn. BFÖ BI.AniÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.