BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 15

BFÖ-blaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 15
Sannleikurinn er sá, að næstum því hver einasti góður vanalegur bíll kemst ótrúlega vonda vegi, eða veg- leysur, sé honum rétt ekið. Ekki munum við þó eyða miklu rúmi hér í vegleysurnar, aðeins drepa á örfá atriði til leiðbeiningar: Gattaðu aldrei með bílinn þinn út af vegi, nema augljóst sé að ekki sé um neina sérstaka farartálma að ræða. Farðu út úr bílnum og athug- aðu málið, eða sértu með farþega með, þá biddu einhvern þeirra að ganga á undan og athuga leiðina. Það getur verið óþægilegt að sitja fastur í leðju upp á öxla, eða fá gat á pönnu, svo eitthvað sé nefnt. Sé vegleysa slæm, láttu þá fólkið fara úr bílnum þar sem verst er. Varaðu þig á jarðföstum steinum, þeir geta leynt á sér, jafnvel í djúpum forar- pollum - og aktu hægt. Sé mjög vont undir, aktu þá á lágu gíri, annars getur bíllinn drepið á sér. Gefðu ekki mikið benzín svo ekki spóli. Sé um djúp hjólför að ræða, þá reyndu svo sem unnt er að aka utan þeirra. Það getur verið erfitt að ná sér upp úr slíkum hjólförum og séu þau ekki mátuleg fyrir bílinn, getur þetta stór- skemmt hjóla- og stýrisbúnað. Að auki getur undirvagninn skemmst, taki upp undir. Aktu alltaf mjög hægt í djúpar holur svo ekki slái niður. Sé jarðfastur steinn svo stór, að þú treystir vart bílnum til að fljóta yfir, getur verið reynandi að aka yfir hann með hjóli, en mjög var- lega. Það sleppur oft betur. Bezt er auðvitað að aka til hliðar, en það er ekki alltaf hægt. Hættulega, lausa steina færir maður til hliðar sé það hægt. Séu þeir of þungir, verður heldur ekki ekið yfir þá á smábíl. Þar sem hætta er á að bíll spóli, verður að aka með lítilli benzíngjöf og helzt ekki á i. gíri. Sitji bíll fastur í for eða leðju, þá stanzaðu og reyndu með lægni að „vagga“ hon- um upp úr, settu grjót í hjólförin sé það handbært nærri og láttu farþeg- ana íta. Sértu einn,' þá siturðu máske þar sem þú ert kominn þar til ein- hver bjargar þér. Þessvegna er bezt að fara að öllu með gát. Ef þú kemst ekki upp bratta brekku, annað hvort af því að hún er of brött fyrir bílinn eða hál, þá settu fljótt í bakgír, slepptu benzíninu og stýrðu niður aftur með hreyfilheml- un. Það getur jafnvel komið til greina að nota keðjur að sumarlagi á hál- um og bröttum leirvegum. En það verður að þenja þær fast á hjólin. Bíll dreginn Ég á smábíl, þungan og sterkan, sem vinnur vel og og allt það. Hann er að framan útbúinn með festingu fyrirdráttartaugvegna þess að reikn- að er með því að hann geti bilað og geti þurft drátt. En hann er ekki út- búinn með neinni festingu að aftan BFÖ BT.AÐIÐ 15

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.