BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 2

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 2
gatnamótum og gömljósum og var herinn fenginn til að aðtoða við það geysimikla verk. í sambandi við breytinguna breytm Svíar umferðar- reglum sínum á ýmsan hátt og í Stokkhólmi var mikill fjöldi gatna í miðborginni gerðar að einstefnuakst- ursgömm. Átm flestir bílstjórar í miklum vandræðum með að rata beztu leiðir til ákvörðunarstaða af þeim sök- um, og einn leigubílstjóri, sem ég ók með, átti vart nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun sinni á þessari ráð- stöfun. Þá voru og fjöldi gatna gerðar að aðalbrautum og sett upp við þær biðskyldu- eða stöðvunarskyldumerki, en aðalbrautir fyrirfundust vart í Stokkhólmi fyrir breytinguna. Klukkan 5 að morgni sunnudagsins 3 september átti breytingin úr vinstri í hægri umferð sér stað. MHF bauð gesmm sínum í ökuferð um borgina kl. 4 um morgunin. Ókum við fram og afmr um miðborgina og fylgdumst með því sem var að gerast, sáum verka- menn í óða önn við að mála gang- brautarlínur og breyta umferðarmerkj- um. Borgin var full af lífi, þótt svo snemma morguns væri, gangandi fólk og á reiðhjólum, og jafnvel ríðandi, hópaðist í miðborgina. Klukkan 4.50 stöðvaðist öll umferð þeirra ökutækja, sem fengið höfðu að aka, sem voru mjög mörg þarna,, en fólk notfærði sér í ríkum mæli leigubílana til bess að geta gerst virkir þátttakendur í breyt- ingunni. Eftir smtta bið við vinstri vegbrúnina færðu allir sig hægt og virðulega yfir á hægri kantinn, Ijós- myndarar mynduðu og kvikmynduðu og spennan í loftinu jókst. Útvörp í bilum voru opin og ungfrú klukka taldi seinusm mínúmrnar, sekúndurn- ar. Og þegar klukkan var 5.00 hljóm- aði rödd Lars Skjöld, framkvæmdar- stjóra hægri umferðar (högergenetal- en) í hátt stilltu útvarpstækinu er hann tilkynnti, að hægri umferð væri komin á í Svíþjóð. Umferðin silaðist af stað, hægra megin, brátt var orðin svo mikil þröng í miðborginni, bílar, fólk á reiðhjólum og gangandi, að við lá að algjör hnúmr myndaðist. Það vakti athygli mína hve almenn þátt- taka Stokkhólmsbúa var mikil í sjálfri breytingunni, þarna um nóttina, hvað fólk var gangtekið og himinlifandi yf- ir henni, ef svo mætti taka til orða. Og var það ekki einmitt það, sem miðað var að með öllum áróðrinum? Hinu almenna umferðarbanni var aflétt kl. 15. Það var eins og opnað hafi verið fyrir flóðgáttir, því bílarnir streymdu í þétmm röðum úr öllum átmm inn í miðborgina. Mynduðust víða erfiðir umferðahnútar, en þó gekk umferðin að mesm snurðulaust og þrátt fyrir gífurlega umferð, sem líkt var við umferðina rétt fyrir jólin, varð ekkert dauðaslys í Svíþjóð þenn- an dag og er það einsdæmi á sunnu- degi. Okkur, hinum erlendu fulltrúum, var boðið í ökuferð um borgina, sem stóð í tæpar tvær smndir, og gafst okkur þá gott tækifæri til að fylgiast með umferðinni, en Ieiðsögumaður skýrði iafnóðum það, sem fyrir augun bar. Við allar gangbrautir stóðu ung- lingar eða fullorðnir vörð og aðstoð- uðu fólk að komast yfir gömrnar, auð- kenndir með hvím axlarbandi og belti, ásamt hvímm ermahlífum. Þetta voru skólaunglingar og fólk frá ýmsum fél- agasamtökum og félögum, sem stóðu tveggja tíma vaktir, frá kl. 6 að morgni til kl. 11 að kvöldi. Þetta var 2 BFÖ-BI.AÐ1P

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.