BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 3

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 3
sjálfboðavinna, og var sagt að þeir væru um 150.000 í öllu landinu, sem stæðu vörð við 19.000 gangbrautir. Frá og með H-deginum var há- markshraðinn lækkaður, úr 50 í 40 km./klst. í borgum og bæjum, í 90 km./klst. á hraðbrautum (mótorveg- um) og á öðrum vegum í 60 km./klst. sem breyttist í 70 km/klst. eftir 5. sept- ember. Lögreglan átti í fyrstu í erfið- leikum með ökumenn vegna þess, að þeir virm ekki hraðamörkin, en eftir að hún herti eftirlitið og beitti háum staðsektum, tókst henni að halda um- ferðinni í skefjum. Eftir því sem fregnir herma, hefur umferðin fyrsm H-mánuðina gengið mjög vel í Sví- þjóð, dauðaslysum hefur fækkað veru- lega, og þakka þeir það hraðatakmörk- unum fyrst og fremst. En það hefur komið skýrt í Ijós, að ótti margra um skelfingarástand í umferðinni, sem fylgja mundi breytingunni, var ástæðu- laus. Þó eru Svíar uggandi nokkuð yfir umferðinni, þegar líða tekur á vetur- inn og menn fara að „slappa af", gefa eftir athyglina og aðgátina, sem þeir hafa einbeitt sér við hægri aksturinn. Hvort ástæða er fyrir þessum ugg á tíminn eftir að leiða í ljós. Við, hinir erlendu fulltrúar, þáðum ríkulegar veitingar, í boði Stokkhólms- borgar, Konunglega Bifreiða Klúbbs- ins (KAK) og Samgöngumálaráðu- neytisins og hlýddum á fyrirlestra. Á mánudag var okkur boðið í ökuferð til Sigtúna, en ég gat ekki komið því við að þiggja það boð. Öll var ferð þessi hin ánægjulegasta og vona ég, að hægri umferðar framkvæmdarnefnd okkar takist eins vel og þeirri sænsku að vekja upp hug þjóðarinnar til umferðamála, þá þarf enginn að kvíða 26. maí nk. Jóhann Björnsson. H-dagurinn okkar Sænski H-dagurinn er þegar liðinn hjá. Það sem af er hefur gengið vel, sennilega betur en búizt var við. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar enn. Aðal mótbárurnar við skiptum til hægri umferðar bæði í Svíþjóð og hér heima, hafa verið og eru þær, að hætt- an á umferðarslysum myndi jafnvei stóraukast við þessa nýjung. Það er heldur ekki neinn vafi á því, að ein- hver slys, sem rekja má beint til þess- arar breytingar, geta skeð og munu jafnvel ske. Þau munu enda geta átt sér stað löngu eftir sjálfa breytinguna. Það mætti líka segja mér, að H-deg- BFÖ-BLAÐIÐ inum yrði kennt um fleiri umferðar- slys en rétt væri, til að byrja með. Slys eiga sér líka stað í vinstri umferð. Ég er samt sannfærður um, að þessi ótti er ekki á rökum reistur. Ef við höldum líkt á málunum og Svíar hafa gert á sínum H-degi, löngu fyrir hann og gera enn um sinn, þá verður afleið- ingin sú, að við eignumst miklum mun betri ökumenn eftir en áður. Tímabær og réttur umferðaráróður, bein kennsla, yfirgripsmikið eftirlit á deginum og lengi á eftir, skapa um- ferðarmenningu, sem okkur veitir sízt af að aukist hér. Ég tel Iítinn vafa á 3

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.