BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 4

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 4
því, að íslenzkir ökumenn komi út úr breytingunni mun færari en áður. Samvinna umferðaryfirvaldanna við félög, borgarana, skólana o.s.frv. er tvímælalaust eitt aðal atriðið í þessu mikla máli. Verði nógu vel að þessu unnið, ekki aðeins rétt fyrir og á H- deginum sjálfum, heldur framhaldandi samstarf, þá verður þessi dagur gæfu- spor. Annars gæti útkoman orðið önn- ur. Aðstseðurnar hér heima eru að sumu leyti betri en að sumu leyti verri en í Svíþjóð. Fámenni okkar veldur því, að unnt verður að koma nauðsynlegri vitneskju inn í höfuðið á hverjum ein- asta manni, sé vel að unnið. Hinsvegar er vegakerfi okkar miklum mun hætt- ulegra en í Svíþjóð. Það er lítill vandi á Skáni t.d. og miklu víðar í Svíþjóð að aka út af vegi, út í grunnan, mosa- vaxin skurð. Það er hinsvegar mjög óvíða gott að aka út af íslenzkum veg- um, en mjög víða stór hættulegt. Þetta, aksturinn úti á þjóðvegunum eftir breytinguna, er mjög stórt atriði hér. Ég tel hættuna þar meiri en í bæjun- um. Það verður að varða vel blindhæð- ir okkar og blindbeygjurnar. Og það verður að takmarka mjög ökuhraðann fyrst á eftir. En hættu, sem mönnum er ljós, er hægt að draga stórlega úr, sé vilji og forsjálni fyrir hendi. Ekki tel ég á- stæðu til að efast um að svo sé. Miklar breytingar hjá BFÖ FRÍÐINDI, INNIFALIN í ÁRS- GJÖLDUM BFÖ, STÓRHÆKKA. UMFERÐASLYSATRYGGINGIN HÆKKAR UM HELMING, ÚR 75. 000,00 í KR. 150.000,00 VIÐ FULLA, VARANLEGA ÖRORKU. GILDIR INNANLANDS VARÐANDI VÉL- KNÚIN ÖKUTÆKI. GREIÐIST HLUTFALLSLEGA VIÐ MINNI ÖR- ORKU. Dánarbætur hcekka úr kr. 15.000,00 í kr. 30.000,00. Tryggingin gildir einn- ig fyrir fjðlskyldufélaga og fólk án ökuréttinda. Félagsbundnh kaskó- tryggjendur bíla fá aukaafslátt af tryggingargjaldinu. Aukin og regluleg útgáfa tímarita félagsins, og eru þau innifalin í ársgjaldi allra. Hjólbarðar: nú er komið tilboð frá stóru fyrirtæki. Verið að vinna að samningum um hjól- barða með afslcetti. Lögfrœðiþjónusta. Full félagsréttindi á Norðurlöndum, með innifalinni slysatryggingu þeirra félaga. Utan ársgjalds: Ný ferðatrygg- ing, aukin og endurbætt (grcena-kross trygging). Arsiðgjóld hækka frá og með 1/1 1968. Framanskráð er því skilyrði bundið að ársgjald sé reglulega greitt. Til eru anargir hugsjónamenn innan BFO. Þeir greiða ársgjöld sín reglulega. Þeir vilja vera í félaginu, bæði vegna þess, að þeir vilja styðja bindindisstarfsem- ina og svo vegna þess, að þeir vita, að BFÖ er gott og starfandi félag á um- ferðarsviðinu. Þó eru nokkrir menn innan félagsins, sem eru tregari. Þeir spyrja: Hvað gerir BFO fyrir okkurP BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.