BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 6

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 6
„Vert' ekki að horfa svona alltaf___ Eftir síra Björn H. Jónsson, Húsavík. „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, ef þú meinar ekki neitt með því." Þannig byrjar dægurlag og er hvatning bæði til karla og kvenna tii þess að líta engan ástaraugum, nema einlægni sé þar á bakvið. Einn þýðingarmikill þáttur í npp- eldi hvers manns er að kenna honum einlægni og drengskap í allri hans framkomu og sá, sem móttækilegur hefur orðið fyrir þeim áhrifum, hann lítur alvarlegum augum á umhverrið og mennina og það, sem gerist í kring- um hann, þótt hann jafnframt greini á milli gleði og alvöru. Þess vegna verðum við, sem náð höfum fullurh þroska og erum ábyrg gerða okkar, að sýna einlægni og drengskap í fram- komu okkar og verkum, svo að við getum orðið þeim til Ieiðsagnar og fyrirmyndar, er á okkur horfa í fullri alvöru. Veizt þú, hver er að horfa á þig og hvaða meining felst í því tilliti? Nei, ég geri ekki ráð fyrir því. Þér dettur ef til vill ekki í hug, að nokkur sé að horfa á þig. En þeir eru fleiri en þig kann að gruna. Fjöldi barna og ungl inga líta á þig, skoða þig og meta, hvort þú sért verðug fyrirmynd, er bau vilii líkja eftir eða Iéttvægur fundinn. I þessu sambandi er vert að gera sér grein fyrir því, að aldarandi nútímans er þannig, að val einstaklinga um fyr- irmynd getur orðið á tvo vegu. Ann- arsvegar val jákvæðrar fyrirmyndar, mannsins, sem ber með sér prúð- mennsku og drengskap, og hinsvegar val neikvæðrar fyrirmyndar, mannsins, sem ber með sér ruddaskap og tillits- Ieysi við aðra. Því miður eigum við alltof margar slíkar neikvæðar fyrir- myndir, sem draga æ fleiri og fleiri til fylgdar við sig. Annaðhvort er bess- um mönnum sama, þó á þá sé horft og þeir teknir til fyrirmyndar af lítt þroskuðum unglingum, eða að þeir gera þetta af því, að þeim er ekki ljóst að það er horft á þá í fullri alvöru. Vegna þessa er því meiri þörf á, að hinar góðu fyrirmyndir láti meir að sér kveða en hingað til. Þar hefur þú, öku- maður, tvöföldu hlutverki að gegna, bæði að gæta þinnar persónulegu framkomu og bifreiðar þinnar. Það er af fullri alvöru horft á, hvernig bifreið er ekið, og fyrirmyndin þar getur orð- ið annaðhvort góð eða slæm eftir því, hvort öknmaður hefur ábyrgðartilfinn- ingu eða ekki. Hugsum okkur allan þann fjölda ökumanna, sem af ábyrgðarleysi stund- ar meiri eða minni kappakstur að Ieik og brýtur umferðarreglur eins og það sé sjálfsagður hlutur. Ætli sé ekki á það horft og gert að fyrirmynd af fífl- sku og fávitaskap? Vítaverðara er þó, þegar ölvaður maður eða kona sezt undir stýri og ekur. Það er tillitsleysi við líf og eignir annarra og sjálfs sín af grófustu gerð og ófyrirgefanlegt. Þó er fjöldi slíkra fyrirmynda óhugn- BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.