BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 7

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 7
anlega mikill, því allt af heyrast fréttir um slys, er þessir ábyrgðarlausu spell- virkjar valda. Hér er sannarlega stórt verkefni að vinna og verðugt viðfangsefni fyrir BFÖ. Það er sannarlega ekki vandi- laust og ekki heldur Ijóst, hvaða ráði eða ráðum skuli beitt. Þó dettur mér í hug í þessu sambandi, hvort ekki væri athugandi fyrir BFÖ, að halda að vetr- inum námskeið fyrir unglinga, sem eru að ná aldri til aksturs, um meðferð ökutækisins, vélina og sýna jafnframt kvikmyndir af slysum og árekstrum, er orsakast af ölvun við akstur og of hröðum akstri miðað við umferðarregl- ur og aðstæður. Á þessi námskeið mætti einnig bjóða þeim, þótt eldri séu, er þegar hafa hafið ökunám, þá er námskeið fer fram. Og mikils væri um það vert, ef hægt væri að koma því á, að hver maður, sem lyki ökumanns- prófi, ynni að því drengskaparoifi að neyta aldrei áfengis, þegar hann hefur ökutæki undir höndum. Vansæmdin og bölið af ölvun er meiri en nóg fyrir því. Megi BFÖ bera gæfu til þess að ná svo miklum árangri í þessum efn- um, að til þess sé horft einlægum von- araugum um fullkominn sigur að lok- um. BFÖ-blaðið þakkar sóknarprestin- um þessa ágætu hugvek/'u. Ökutœki og akstur framh. Með hliðsjón af bókinni „Sökker pð Vintervög". (Ath.: Sökum rúmleysis í blaðinu varð hér að sleppa löngum kafla: „Ekið í myrkri og slæmu skyggni.") Hálkan og htettan. „Þetta var bara bölvuð óheppni", sagði ökumaðurinn, sem ók útaf. Sann- leikurinn er sá, að er rætt er um .,um- ferðaróhöpp" hættir okkur oft til að kenna þau óheppni, einkum hafi það komið fyrir okkur sjálf. Þetta er samt oft ekkert annað en að koma sér hjá að kryfja málið til mergjar. Það skort- ir rök fyrir því, að ökumaður þurfi að vera alveg á valdi bíls síns, umferðar- aðstæðna eða náttúruafla. Árum saman höfum við rekið okkur á að umferðartjón og slys aukast stór- um að haustinu, í rigningunni, þok- unni, bleytunni og hálkunni. Er hér rért að tala um einber óhöpp er heild- in er tekin. Auðvitað geta alltaf óhöpp hent einstakling, Iíka hinn virkilega góða ökumann. En er á heildina er lit- ið, verður ekki hægt að kenna árstíð- um reglubundin umferðaróhöpp. Að vísu skapar árstíðin erfiðleika, en margir komast alltaf í gegn um þá án „óhappa" en aðrir ekki. Hvers vegna? Gæti verið, að hér væri máske um þekkingar- og æfingarleysi að ræða fyrst og fremst? Hve hæfur er t.d. sá ökumaður, sem ekur eins og ekkert BFO-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.