BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 8
væri með ógegnsæja móðu á innan- verðum öllum rúðum, eða snjó utan á rúðum. f þessu einu er strax mikil orsök umferðartjóna á haustnóttum. Varla nokkur ökumaður gæti full- yrt að hann hefði aldrei orðið fyrir ó- heppni, eða látum okkur heldur segja að hann hafi aldrei verið svo heppinn að gera ekki umferðartjón þegar hann í rauninni var búinn að stofna til þess. Þetta hefur a.m.k. hent mig og ég held alla góða ökumenn, sem ég þekki, en þá þekki ég marga. En við eigum að vera auðmjúkir og játa fyrir sjálfum okkur þegar við gerum vitleysu og reyna af því að Iæra. En góður öku- maður ekur ekki á heppninni, enda \>ótt hann skilii manna bezt að allt hið maanlega er rakmOrkum háð. Reynum sem mest að strika tilviljunina út og skilia, að það sem okkur hættir til að kalla tilviliun, era fullkomlega eðli- Iegar afleiðingar, sem bæði hafa áhrif á ökumann og bíl. Þekki menn bessi lög, mætti komast hjá margri tilvilj- uninni. Englendingar segja: „Slysin ske ekki beim er valdið". Slysin og tjónin kenna að vísu öku- mönnnm, en bað vrði bæði einstakl- ingnum og þióðfélaginu bvsna dvrt, ef betta væri eini skólinn. Því betur er ekki svo. Margir ökumenn eru ágætlega að sér um kveikjuna, millibilið á platín- unum, geta gert við vmislegt smávegis, ef bilar. Lendi beir hins vegar í hálku, þurfi þeir að stríða við þau náttúru- öfl, hreyfilögmál o.fl., sem vanbekking á gæti máske kostað líf þeirra, eru staðrevndirnar meira í þoku. Til umferðarörvggis liggja ekki krókaleiðir. Þangað liggia tvær aðal- brautir, þekking og æfing. Til slysa liggja hinsvegar krókaleiðir. Ein beitir kæruleysi, önnur vanþekking. Þær koma oft saman í slysinu. Ein af þessum hættulegu krókaleið- um er t.d. sú trú, að menn séu orðnir anzi miklir ökumenn strax við bílpróf. Önnur sú að gleyma lausamölinni á íslenzku vegunum. Sú þriðja að halda að menn séu á eina bílnum á landinu. Sú fjórða að halda að gangandi fólk megi ekki ganga yfir akbraut. Sú fimmta að halda, að alltaf sé öllu borg- ið, sé nógu hægt ekið. En hér skal stað- ar numið. Ábyrgðartilfinning, tillitssemi og bindindi, bókleg þekking og verkleg æfing skapar eina dásamlegustu mann- veru nútímans, bílaaldarinnar - hinn góða ökumann. BíII hefur tvo húsbændur, ökumann- inn og nátrúruöflin. BíU er ekki eins og hestur, sem fælist og hleypur út undan sér. Bíllinn gerir bara það, sem ökumaðurinn og náttúruöflin knýja hann til. Náttúruöflin geta vissulega orðið óviðráðanleg, manneskfan einsk- is megnug. En það er tiltölulega sjald- an að svo mjög sé í taumana gripið. Vanalega gæti maðurinn ráðið við þessi öfl, eða a.m.k. varazt þau. En til þess að svo megi verða, er nauðsynlegt að þekkt séu þau lögmál, sem þar að lúta. Hreyfiorkan. „Hinn lifandi kraftur." Hugsum okkur, að við látum Ióð, sem vegur 1 kg. detta úr meters hæð niður á gólf. Er Ióðið hittir gólfið kem- ur fram hreyfiorka. Þessi orka, sem við þetta dæmi skapast, er þá kölluð 1 kíló- gramm-meter (kgm.) Þetta er ekki mikil orka, en mvndi þó sárt finnast til hennar, dytti lóðið t.d. ofan á <-ærn- ar á einhverjum. Strax og við ökum af BFO-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.