BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 10

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 10
við út af. Strax og við reynum að hafa áhrif á hina „beinu línu" hreyfiork- unnar, beygja, kemur fram það sem við nefnum miðflóttaafl. Þessi orka knýr bílinn út á við í beygjunni. Allir kannast við vatnið í fötunni, sem hægt er að veifa í lóðréttan hring án þess að dropi fari til spillis. En stanzi mað- ur hana skyndilega, t.d. uppi yfir höfð- inu á sér, fær maður bað. Hér er það handleggurinn á manninum, sem vinn- ur á móti miðflóttaaflinu. En er um bíl er að ræða, er það aðallega viðnám barða við veg, sem þetta gerir. Sé þetta viðnám ónóg, verður miðflótta- aflið ofan á og bíllinn hlýðir ekki stjórn. Miðflóttaaflið vex með kvaðratinu af hraðanum. Þrisvar sinnum meiri hraði veldur ekki þrisvar sinnum, held- ur níu sinnum meira miðflóttaafli. Þá hefur lengd beygjugeislans (hve kröpp beygjan er) einnig mikil áhrif. Helmingi styttri geisli veldur helmingi meiru miðflóttaafli. Aftur geta menn sé5 það, hve mikið hraðinn hefur að segja. Vel gerð beygja, (rétt hallandi miðað við geisla) vinnur vel á .-nóti þessari oft hættulegu orku fyrir öku- menn. Sé vegur láréttur í beygju, að ekki sé talað um öfugan halla (i'it á við), getur hún orðið stórhættuleg, einkum sé geisli hennar stuttur. Mjóg snöggar breytingar á ökulínu bíls geta verkað eins og hættuleg beygja. Þetta verða menn einkum var- ir við í hálku og lausamöl. Viðnámið. Núir þú hlut við yfirborð myndast núningsmótstaða, viðnám. Sé þunga hlutarins deilt í afl það, sem þarf til að hreyfa hann eftir yfirborðinu, kem- ur fram viðnámstalan, sem ekki getur orðið hærri en 1. Viðnámstala góðs hjólbarða og þurrar steypubtautar verður vart hærri en 0,8 en í hálku niður í 0,1 við verstu aðstæður jafnvel allt að 0,05. j Viðnám barða við veg er auðvitað skilyrði þess, að hægt sé að stjórna bíl. En þessu grundvallarskilyrði virð- ist anzi oft vera gleymt þar til upp- götvað er að það er ekki til staðar eða alveg ónógt. Eins og sagt er hér rétt á undan getur vegur verið þannig, að viðnám barða við hann sé mjög 'ítið, jafnvel svo slæmt að helzt sé óstýrandi. Hins vegar er oftast um eitthvert verulegt viðnám að ræða, stund- um ágætt. Samt má með kæruleysi, klaufaskap og kunnáttuleysi eyða þessu viðnámi svo mjög að önnur öfl verði ofan á. Kemur þar fyrst og fremst til hraði, klaufaleg hemlun eða ótíma- bær, sviftingar með stýri o.fl. Skulum við nú athuga stuttlega, hvernig öku- maður getur haft áhrif á viðnám bíl- hjóla sinna við veg. Oft veitir hreint ekki af því að þekkja þessi lögmál og að hafa æft viðbrögð við þeim. 1. Hjól,sem rennur laust, sem kallað er, þ.e. verður hvorki fyrir áhrifum frá hreyfli eða hemlum, veitir við- nám í allar áttir. 2. Sé hraði bíls aukinn hóflesa, eða hemlað hóflega, dregur úr viðnámi hjólanna til hliðar og þar með úr fullri verkun stýris, en er þó yfir- leitt til staðar svo nægir. 3. Sé hemlað svo sem verða má, eða hraði bíls aukinn mjög snögglega, hverfur þetta hliðarviðnám og öku- maður missir stundum valdið á 10 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.