BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 12

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 12
stöðugleika, sem um er að ræða hverju sinni. Kenningarlega séð myndi nást sami árangur með því að stilla benzíngjöf- ina þannig, að hreyfillinn hvorki drifi eða hemlaði. En í raun er þetta mjög erfitt og þá varla fyrir aðra en þá, sem hafa þaulæft þennan ökumáta. Auðvitað er ekki alltaf hægt að aka þannig, að hjólin hafi mest mögulegt viðnám. Við verðum að geta aukið hraða, eða hemlað. Hins vegar er nauð- synlegt að vita, hvað réttast er að gera er alvöru ber að höndum. Hugsum okkur t.d. að framhjól séu sett algjör- lega föst (hemlun). Það er alveg sama, hvernig stýri er snúið, bíllinn breytir ekki stefnu. Bílnum er eins óstýrandi eins og ekið væri á fati niður hjarn. Allar áttir jafngóðar. Framhjól, sem eru læst, leitast við hvernig sem þau snúa að fara beint áfram eftir þeirri línu eða átt, sem bíllinn hafði er þeim var læst. í hliðarhalla til vinstri, leitar framendi bíls, sem er með læstum framhjólum, fyrst út af veginum. í hliðarhalla til hægri gerist það sama. Sé afturhjólum læst, eða hemluð mikið, t. d. með hreyfli eða handhemli, losnar bíllinn að aftan og sækir í það að snúa sér í hálfhring og fara svo með afturendann á undan. Sé þetta gert í hliðarhalla, skrikar framendi bílsins til hægri í vinstri halla, og yfir miðlínu vegar. Sé þetta gert í hægri halla, skrik- ar framendinn til vinstri. Hugleiðum ástæðurnar fyrir þessari hegðun bíls, einkum er viðnám barða er takmarkað. Þyngdardepill bíls ligg- ur alltaf aftan við franihjólin og er „miðstöð" fyrir verkunum hreyfiork- unnar, hins lifandi kraftar. Þetta afl sækist eftir að flytja þyngdarpunktinn beint áfram í hreyfingarátt. Hugsum okkur að í stað hreyfiorkunnar kæmi taug, sem sett væri föst í þyngdar- punktinn. Taugin drægi bílinn áfram og afturhjól væru hemluð. Framhjólin snúast og veita viðnám til allra bliða, en hin lokuðu afmrhjól veita ekkert hliðarviðnám. Svo lengi sem taugin togar þráðbeint eftir lengdarlínu bíls- ins, skeður ekkert. En víki bíllinn ör- lítið frá þessari línu, kemur fram hlið- artog og þar með myndast hliðarkraft- ur, sem hin viðnámslausu bakhjól geta ekki staðið í móti. Bíllinn skrikar og hættir því gjarnan ekki fyrr en hann hefur snúizt í hálfhring og jafnvægi er aftur komið á. Sé vegur mjög háll, gemr skrikið að vísu orðið meira en hálfhringur. Skrik í hálfhring gemm við þó sagt, að sé það eðlilega. Hér var reiknað með því, að hin lausu framhjól vísuðu beint fram. Hins vegar kemur bakhjólaskrik enn auð- veldlegar sé þetta ekki til staðar. Að hemla um leið og stýri er snúið er að reyna að framkalla skrik og leika sér að hætmnni. Auðvitað fara áhrifin af þessum „að- gerðum" eftir hemlun, hraða, vegi o.s. frv. en lögmálið, sem á bak við býr, er alltaf það sama. Maður, sem ekki kann að aka, gemr þó sloppið við tjón og slys, aki hann nógu „varlega". Bezt hemlun verður, sé hjólum ekki alveg lcest, þ.e. að þau haldi áfram að snúast. Við þessa hemlun er líka mögu- leiki að stýra, svo og er hliðarviðnám ekki alveg úr sögunni, þó það sé að vísu lítið orðið. Við endurtökum: Bezt verður stjórn og stöðugleiki bíls með því að láta hjólin renna laus. (kúplað frá, engin hemlun.) 12 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.