BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 14

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 14
ina ranga. Aldrei skuli kúpla frá, skriki bíll eða sé hætta talin á því. Ætíð nota drifkraft eða hemlakraft hreyfils til þess að halda valdi vfir bílnum. Sé þörf á mikilli hemlun, skuli gíra niður, helzt með tvíkúplingu. Nota skuli fóthemil eins lítið og fram- ast sé unnt. Hlutlaus athugari mun fljótt sjá, að spurningin um laushjólaaðferðina eða hreyfilaðferðina er mikið undir við- náminu komin. Á sumrum er viðnám barða við veg yfirleitt mikið, og er þá hreyfilhemlun að jafnaði bæði hættu- lítil og um leið eðlileg. Jafnvel í góðri vetrarfærð (lítilli hálku) er þessi að- ferð mjög vel nothæf. En við hættu- legar aðstæður á sumrum og í hálku á vetrum, hefur það sýnt sig að !aus- hjólaaðferðin er það öruggasta. Er hætta er á ferðum, þá verið tilbúnir með fótinn á kúplingu og munið: ekki snerta fóthemil eða slefifia benz- íni fyrr en búið er aS kúpla frá. Rétt hreyfilhemlnn, er mikið lig.gur við, er mjög vandasöm og aðeins á færi þaulæfðra ökumanna. Hins vegar er laushjólaaðferðin eðlileg og auðlærð og því hin rétta fyrir aðgætna en lítt æfða ökumenn. Hér á landi æfa rku- menn sig yfirleitt ekki í hálkuakstri og ættu því að nota þá aðferð, sem líklegri er til að gefa árangur. f gamla daga, er bílar voru búnir teinahemlum, sem voru „alltaf og alla vega" í ólagi, gat fóthemlun með frá- kúpluðu verið hættuleg. Þá var brevf- ilhemlunin skárri og hún virðist lifa á þvf enn. Vel stilltir vökvahemlar eiga hins vegar að verka all jafnt á hiól báðum megin og deila hemlunaraflinu í milli fram- og afmrhjóla á réttan hátt. Við munum nú, á hlutlausan hátt, bera saman hinar tvær umræddu að- ferðir, kosti þeirra og galla. Áhrifin við laus hjól og fóthemlun. Er nauðsynlegt er að hafa svo mikið vald yfir bíl, sem verða má, næst þetta helzt með „lausum hjólum", þ.e. með því að kúpla frá. Þurfi að hemla, og sé kúplað frá, næst með fóthemluninni sú hemlunar- jöfnun á öll hjól, sem hlutaðeigandi bílasmiðja, með tilliti til þunga bíls- ins, ökueiginleika o.fl. hefur talið bezta. Taki hins vegar fóthemlar veru- lega misjafnt í, kemur það frekar í ljós en við hreyfilhemlun. Sé svona á- statt, getur fóthemlunin verið hættu- legri en hreyfilhemlun, einkum niður brekku, og sé vegur háll. Hér er þó gengið út frá því, að hemlar séu í lagi. Fóthemlunin verkar á öll fjögur hjól. Hemlunin deilist jafnar á bílinn og auðveldara er að halda hjólunum frá því að tapa viðnámi sínu en er hemlað er með hreyfli, sem verkar aðeins á tvö hjól. Fóthemlunin gerir okkur mögulegt að halda einhverju viðnámi eftir á fjórum stöðum undir bílnum. Fóthemlunin verkar öflugar á íram- hjólin og vinnur þannig að því, að bíllinn haldi beinni línu fam. Vissu- Iega getur verið hætta á að framhjól læsist og að bílnum verði þar með ó- stýrandi, en hann heldur þá beint fram. Stjórn næst fljótt er hemli er slenpt. Sé þá ekki kúplað að, fæst svo mikill stöðugleiki, sem um er að ræða, líka á afturhjólum. Fóthemlunin, ásamt frákúplingu gerir ekki hættu á bakhjólaskriki og því að framvagninn, á vegi með hlið- arhalla, leiti yfir til hægri, yfir mið- línu vegar. Missi framhjólin viðnám 14 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.