BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 15

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 15
sitt á vegi með eðlilegum hliðhalla, leitar framvagninn hægt að vegarbrún en enginn hluti hans fer yfir vegmiðju. Fóthemlunin tekur miklu styttri tíma en hreyfilhemlun, einkum, sem oftast er, sé hún gerð með því að gíra niður um leið, helzt með tvíkúplingu, sem rekur tíma og margir ekki einu sinni kunna, ásamt því svo að gefa kúplingu mjög hægt upp. Fóthemlunin varar þá við, sem á eft- ir eru, með hemlaljósum. Er vegur er þannig, að mismunur er á viðnámi vinstri og hægri hjóla, t.d. vinstri hjól í snjó, hægri hjól í ís, skrikar vagninn við fóthemlun, og hemlunin sjálf /erð- ur ekki meiri en sem svarar viðnámi þeirra hjóla, sem það hafa minna. Við hreyfilhemlun jafnast þessi mis- munur út, sökum áhrifa mismunadrifs- ins, en hins vegar getur dregið mjög úr hemlun, eða hún engin orðið, ef hjól spóla. f mikilli hálku o. s. frv.: Hemlið stutt í senn (punkt-hemla), ekki læsa hjólum. Áhrifin við hreyfilaðferðina. Þessi aðferð auðveldar „fljótari akst- ur", þar eð fótur er kyrr á benzíni. Hemlun með hreyfli er skyndilega hægt að breyta í hraðaaukningu. í að- stæðum, er um er að gera að bjarga sér fljótt undan hættu, getur betta verið kostur. Hins vegar veitir laushjólaað- ferðin mesta möguleika til stjórnar og minnsta hættu á hættulegu skriki. Hreyfilaðferðin gefur jafnari heml- un á báðum hliðum bíls, taki fótbeml- ar misjafnt í. Hins vegar jafnast fót- hemlun betur á fram- og afturenda bílsins. Hreyfilhemlun læsir hjólunum tæp- lega, sem m.a. stafar af mismunadrif- inu. Valdi hún hins vegar bakhjóla- skriki, gerir fóthemlun á eftir illt verra. Þá missa framhjólin auðveld- lega einnig viðnám sitt og bíllinn snýst hraðar. Sé gírað niður til að hreyfilhemla, er mikil hætta á bví í hálku, að skrik myndist er kúplingu er sleppt upp. Það þarf að gera varlega og gefa mátulegt benzín um leið, en það er mesti vand- inn. Við fóthemlun, er aftur skal kúpla hreyfilinn inn, myndast einnig hætta á bakhjólaskriki, en áhættan er í þessu tilfelli mikið minni, þar eð þegar er búið að draga úr hraða bíls- ins, hættuaugnablikið oftast Iiðið hjá. Bakhjólaskrik er hættulegt, því sé bíllinn á miklum umferðarvegi, lendir hann oft þvert fyrir umferðina. Mikið högg, sem kemur á hlið bíls, er vfir- leitt hættulegra en högg framan á. Hlið bíls er mjög veikbyggð og fólkið innan við í mikilli hættu. Framendinn hlífir bemr, eyðir meira hinum Hfandi krafti bílanna. Að auki koma öry^gis- ólar síður að gagni við ákeyrslu á hlið. Hvernig liggur bíllinn á vegiP Það eru varla til tveir bílar, sem eru nákvæmlega eins, er um er að ræða ökueiginleika þeirra og hvernig þeir liggja. Ymist eru bílar ólíkt gerðir eða þá að þeir eru mishlaðnir, Ioft- þrýstingur í hjólum mismunandi, þeim haldið mismunandi vel við. Við höfum áður rætt verulega um yfkstýrða og undirstýrða bíla og mun- BFO-BLAÐIÐ 15

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.