BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 16

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 16
um því bæta hér við nokkrum atrið- um, sem lítt hafa verið áður rædd. Reiknað er með því að menn viti þeg- ar muninn á yfirstýringu og undirstýr- ingu. Bílar eru nú yfirleitt þannig íjcrðir, að þeir séu nokkuð undirstýrðir. Þó eru nokkrar tegundir, einkum þær, sem eru með bakhreyfli, með tals- verðri yfirstýringu. Nokkrir menn í aftursæti auka á þennan eiginleika. Það, hvernig bíll er hlaðinn, getur verulega breytt ökueiginleikum hans. Afturþungur bíll fer auðveldlíga í bakhjólaskrik, en framþungur bíll sæk- ir beint áfram. Þetta er hlutur; sem að- gætandi er við vetrarakstur. Öku.nað- ur sem oftast ekur einnn í eðlilega undirstýrðum bíl, venur sig fljótt við það að svona sé bíllinn og hagar akstri sínum því samkvæmt. En dag nokkurn setjast tveir til þrír þungir menn aftur í hjá honum og kistan er fyllt með þungum farangri. Nú finnur ökumað- urinn, að bíllinn, sem vanalega er fremur þungur í stýri, er allt í einu orðinn svo léttur og lipur og ekki frítt við að hann sé eins og laus, sé hraði aukinn. Góður ökumaður skilur strax, hvað hér er á ferðum og fer mjög var- lega á hálum eða lausum vegi. Hinn áður undistýrði bíll er allt í einu orðinn yfirstýrður. Á sama hátt er hægt að draga úr yfirstýringu bíls, eða breyta henni í undirstýringu, með því að þyngja bílinn að framan (láta e-ð bungt í kistuna á bíl með bak- hreyfli). Hjólastilling og þrýrtingur i börð- u-m hefur einnig mikil áhrif á yfir- og undirstýringu. Barðar eru búnir mikilli fjaðurmögnnn, einnig hornrétt á ökustefnu. Þetta veldur því að hjólin „skríða", þ.e. flytjast til hliðar, ef öfl frá hlið verka á bílinn. Sé þrýstingur minnkaður í börðum, eykst þetta „skrið". Þetta kemur skýrt í ljós, springi barði. Á yfirstýrðum bíl verður bakendi hans fyrir mestum áhrifum frá hliðar- öflum. Með því að hækka þrýsting í afturhjólum, jafnvel lækka hann nokkuð að framan, geftim við „jafnað skriðið" og fengið með því betri öku- eiginleika. Þetta væri eðlilegt að aera, sé bíllinn þungt hlaðinn að aftan. Á sama hátt væri hægt að breyta undir- stýringu nokkuð með því að fara öfugt að varðandi þrýsting í hjólum. Auð- vitað verður að fara að öllu með aðgát. Barðar þola illa bæði of háan os of lágan þrýsting. Hins vegar er nauðsvn- legt, einkum á vetrum að fylgjast oft með þrýstingi í hjólbörðum, þar eð jafnvel lítill munur á hægri og vinstri getur valdið skriki í hálku. Sumir telja ráðlegt á vetrum að minnka þrýsting í börðum til að fá eins og stærri viðnámsflöt við veg. Þetta er yfirleitt rangt. Verulega 1-Hck- aður þrýstingnr í öllum hiólum dregur mjög úr ölaieiginleikum bíls. Að draga bíl hefur sömu áhrif og að þyngja bíl- inn sinn að aftan. Hálir vegir og vetrarbarðar. f tímaritum BFÖ hefur áður komið mikið um þessi efni, m.a. um hála vegi í þessum tölublöðum. Verður því sleppt hér að ræða verulega meira um þetta. Þó viljum við aðeins minna hér á naglabarðana og það aukna öryggi, sem þeir veita. Kostir þeirra eru, miðað við ónegld snjódekk. 16 BFO-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.