BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Page 17

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Page 17
Þú ekur léttara af stað, hjólin spóla síður. Auðveldari hraðaaukning. Betri stjórn, meiri hliðarstöðugleiki. 40-60 % styttri hemlunarvega- lengdir. Auðveldar að bjarga sér úr erfiðum aðstæðum. Minna andlegt álag og síður þreyt- andi aksmr yfirleitt. Meðvitundin um það, að frekar sé hægt að forðast hættulegar aðstæður með stýringu og hemlun, vinnur á móti hræðsluviðbrögðum. í mjög mik- illi hálku finnur ökumaðurinn að hann ræður nokkurn veginn við bílinn og betra að forðast hættuna fram undan. En við vörum eindregið við hraða- akstri á ísvegi, enda þótt undir bílnum séu vel negldir barðar. Hraðinn eyðir öryggi þeirra og auðvelt, sé svo ekið, að lenda í hinni mesm hættu. Munið að lögmál eðlisfræðinnar á einnig við um neglda snjóbarða. Viðbragðstími. Vegalengd sú, sem bíll fer frá því að hætm verður vart og þar til hann hefur alveg numið staðar, er kölluð stöðvunarvegalengd. Hún skiptist í viðbragðsvegalengd og hemlunarvega- lengd. Viðbragðsvegalengdin er undir ökuhraða og viðbragðstíma komin. í töflum um hemlun er vanalega reiknað með 1 sek. viðbragðstíma, en athugun eftir umferðarslys hefur Ieitt í Ijós, að hann gemr orðið allt að 3 sek. hjá meðalgóðum ökumanni og við flóknar aðstæður. Áfengisnautn, hraða- blinda, þreyta, vont skap, viðutanhátt- ur við akstur, breyting á stjórn eða líta á hraðamæli, óvissa um, hvað gera skuli, hræðsla við yfirvofandi hætm, blindun við mætingu og margt fleira getur lengt eðlilegan viðbragðstíma verulega. Viðbragðstíminn styttist við árvekni þ. e. að gera sig búinn undir viðbrögð um leið og menn fá grun um að ein- hver hætta sé fram undan, góða sjón, ökuæfingu, þekkingu á umferðarregl- um, merkjum o. s. frv. Viðbragðstíminn er mikið atriði, ekki sízt í vetrarakstri er skrik er á leiðinni að verða. Skrikið, sem verður, missi afmrhjólin viðnám, skeður miög fljótt. Við vissar aðstæður gemr það komið fyrir að við höfum t.d. aðeins um 0,7 sek. til að reyna að fyrirbyggja skrikið. Fyrst er að gera sér grein fvrir því, hvort bíll er að fara í skrik eða ekki. Þetta tekur örlítinn tíma. Við þetta bætist viðbragstíminn. Stundum em hin rétm viðbrögð, frákúplun og stýrishreyfing orðin svo „átómatísk” (ósjálfráð) hjá vönum ökumönnum, að tíminn styttist verulega við það. Við fóthemlun þurfum við, auk viðbragðstíma, að reikna með ákveð- inni tregðu í hemlakerfinu. Það gemr tekið um 0,3 sek. að áhrif fóthemilsins berist merkjanlega til hjóla. Hteyfil- hemlunin tekur mun lengri tíma. Hemlunarvegalengdir. Vegalengd sú, er bíll rennur, frá lokum viðbragðstíma, þ.e. frá þvt að hemlarnir taka að verka og þar til bíll- inn hefur algjörlega numið staðar, nefnist hemlunarvegalengd. Hún eykst, eins og hreyfiorkan, með kvaðratinu á hraðaaukninguna. Á hemlunarvega- lengdina hefur áhrif: fjöldi þeirra 17 BFÖ-BLAÐIÐ

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.