BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 23

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 23
menn yllu færri tjónum en aðrir og ættu þar af leiðandi skilið að fá betri iðgjöld. Þeir gerðu bráðabirgðasamn- ing við eitt tryggingafélag, en það þótti ekki fullnægjandi og varð endir- inn sá, að nýtt tryggingafélag var stofnað 11. nóvember 1932, sem síðar hlaut nafnið ANSVAR, gagnkvæmt tryggingafélag fyrir bindindismenn. Var Ansvar fyrsta félagið í heiminum, sem hafði það markmið að veita ein- göngu bindindisfólki fjölbrevttar tryggingar gegn lægri iðgjöldum en lalmennt gerðist. Og með stofnun ^Vnsvar fengu sænsk bidindissamtök sterkt vopn í hendur í barátm sinni fyrir bindindishugsjóninni, því þeir gám bent á þá staðreynd, að með því að gerast bindindismenn, gám menn fengið áþreifanlegar hagsbæmr hjá tryggingafélagi bindindismanna - að það borgaði sig að lifa í bindindi. Ansvar í Svíþjóð óx og dafnaði fljótt og örugglega og leiddi það til þess að bindindissamtök á hinum Norðurlöndunum og fleiri löndum setm á stofn bindindistryggingafélög, flest í samvinnu við og með hjálp Ansvar International í Svíþjóð, en Ansvar International var stofnað af Ansvar í Svíþjóð til að annast trygg- ingastofnun og tryggingareksmr er- lendis. Ég mun nú í fáum orðurr, ?era nokkra grein fyrir bindindistrygginga- félögunum í hinum ýmsu löndum. 1. Svíþjóð. Ansvar, gagnkvæmt tryggingaféiag fyrir bindindismenn, var, eins og fyrr segir, stofnað af MHF árið 1932. Full- trúaráð er kosið af bindindissamtök- unum og bindindiskirkjufélögunum. Iðgjöld félagsins em um 10-20 % lægri en almennt gerist á sænska trygg- ingamarkaðinum. Ansvar hefur lengi verið leiðandi tryggingafélag í Svíþjóð og er nú eitt af f jórum stærsm *rygg- ingafélögunum þar í landi. Féiagið hefur ávallt smtt bindindishreyfinguna í landinu, bæði beint og óbeint. Það er stefna þess að ráðstafa trygginga- sjóðum félagsins á þann veg, að bind- indissamtökin megi njóta þess sem bezt, enda er það hagur bindindis- tryggingafélaga að bindindissamtökin eflist sem mest. í árslok 1966 var fjöldi bifreiðatryggingataka hjá Ansvar í Svíþjóð 173.500 og 88.000 í öðrum tryggingagreinum. Iðgj.tekjur námu alls 509 millj. xsl. króna árið 1966. í árslok 1965 var fastráðið starfsfólk 367 talsins. 2. Noregur. Þar stofnaði Motorförernes Av- holdsforbund - norska Bindindisfélag ökumanna - gagnkvæma trygginga- félagið Varde árið 1934, sem eingöngu annast bifreiðatryggingar fyrir félags- menn MA. Árið 1958 stofnsetti Ansvar International umboðsfélagið A/S Ansvar í Noregi, sem hefur með hendi allar almennar tryggingar aðrar en bifreiðatryggingar. Má segia að Ansvar/Varde sé eitt og sama félagið, því eigendur A/S Ansvar eru Varde og norsk bindindissamtök. Fjöldi tryggingataka hjá Ansvar/Varde voru í árslok 1965 36.200 og iðgjaldatekjur námu 57 millj. ísl. króna. Fastráðið starfsfólk í árslok 1965 var 50 talsins. 3. D tnmörk. Landsamband danskra bindindisfél- aga, í samvinnu við Ansvar Inter- BFÖ-BLAÐIÐ 23

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.