BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Side 25

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Side 25
national, stofnaði árið 1955 gagn- kvæma bindindistryggingafélagið A- forsikring. Annast það sölu allra al- mennra trygginga og eru iðgjöld þess ca. 15 % lægri en annarra danskra 'tryggingafélaga. A-forsikring hefur verið mikill styrkur fyrir dönsk bind- indissamtök. Fjöldi tryggingataka í árslok 1966 var 10.500 og iðgjalda- tekjur 1966 námu 8.840.000 ísl. krón- um. Fastráðið starfsfólk í árslok 1965 var 8 talsins. 4. Finnland. Árið 1961 stofnaði finnska bindind- isfélaga sambandið í samvinnu við Ansvar International Försákrings - ARA, gagnkvæmt tryggingafélag bindindismanna. Við tilkomu ARA í Finnlandi ákvað finnska félagsmála- ráðuneytið, að hin lögboðna ábyrgðar- trygging bifreiða skyldi vera 19 % ódýrari fyrir bindindismenn en aðra tryggjendur. Afslátt þennan veita öll finnsku bifreiðatryggingafélögin, en ARA er eina félagið sem veitir aðrar tryggingar með lægri iðgjöldum og nemur bindindisafslátturinn 15 %. Fjöldi tryggingataka í árslok 1966 var 6.500 og iðgjaldatekjur námu 12.520. 000 krónum - Fastráðið starfsfólk í árslok 1965 var 11 talsins. 5. ísland. Árið 1953 var Bindindisfélag öku- manna stofnað á íslandi. Forsvarsmenn þess fóru fljótt að þreifa fyrir sér um möguleika á ódýrari tryggingum fyrir félagsmenn og bar það þann .'rangur að eitt ár, tryggingaárið 1957 - ’58, fengust lægri iðgjöld hjá einu trygg- ingafélagi í Reykjavík. Er þeir mögu- leikar voru úr sögunni, sneru forsvars- menn BFÖ sér til Ansvars í Stokk- hólmi, sem tók málaleitan þeirra mjög vel og varð að samkomulagi að Ansvar International stofnaði umþoðsfélag á íslandi, sem síðar yrði gagnkvæmt tryggingafélag íslenzku þindindissam- takanna. Var Áþyrgð hf. stofnað 16. ágúst 1960 og hófst tryggingastarfsem- in í marz 1961 með fjölbreyttum bif- reiðatryggingum og fleiri tryggingum síðar um árið. Voru iðgjöld félagsins um 15 % lægri en annarra trygginga- félaga. íslenzku tryggingafélögin svöruðu „innrás" þessari á markað þeirra með því að lækka ábyrgðartryggingarið- gjöld bíla um 7 % í formi hækkaðs afsláttar og arðs. Stóð þessi aukaaf- sláttur í tvö ár, en þá felldu félögin hann niður. Nutu þannig allir bifreiða- eigendur arðs vegna tilkomu Ábyrgð- ar. Ábyrgð hf. kom þegar fram með nýjungar í tryggingamálum, bæði í formi trygginga og innheimtuaðferða og hafa flest hin tryggingafélögin tek- ið upp margar af þessum nýjungum. Einnig hefur Ábyrgð h/f. að hætti hinna Ansvarsfélaganna, tekið upp sk. áhættueftirlit, sem er fólgið í betra að- haldi með tryggjendum og smðlar að því að breikka bilið milli góðs og lélegs ökumanns. Hefur kerfi þetta gefið mjög góða raun, en það kom til framkvæmda í árslok 1965. Bifreiða- tryggingar hafa verið mjög erfiðar í rekstri undanfarin ár og hefur Ábyrgð hf. ekki verið þar undanskilin. Þó hef- ur með hinum nýju aðferðum tekizt að stemma stigu við tjónafjölgun og hefur afkoman farið mjög batnandi sfðusm misseri. Fjöldi tryggingataka BFÖ-BLAÐIÐ 25

x

BFÖ-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.