BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 27

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 27
í árslok 1966 var 2.505 og iðgjalda- tekjur námu 7.125.000 krónum. Fast- ráðið starfsfólk í árslok 1966 var 5 talsins. 6. Stóra-Bretland. Ansvar International stofnaði bind- ;indistryggingafélagið Ansvar Insur- ánce Company Ltd í London árið 1959. ;Ansvar International á 75 % af hlut- um í félaginu, en aðrir hluthafar eru Brezka bindindishreyfingin (The Brithish Temparance Movement), Hambrosbanki og Varde í Noregi. Annast félagið allan almennan trygg- ingarekstur. Fjöldi tryggjenda í árs- lok 1966 var 28.300 og iðgjaldatekjur námu 41.740.00 krónum. Fastráðið starfsfólk var í árslok 1965 54 talsins. Einnig rekur Ansvar International endurtryggingafélagið Ansvar Agency Ltd í London, sem annast dreifingu endurtrygginga fyrir öll Ansvarsfél- ögin. Iðgjaldatekjur þess félags námu um 30 milljónum árið 1965. 7. Ástralía. f Ástralíu var árið 1961 stofnað eins konar útibú frá Ansvar Insur- ance Co í Englandi, sem hefur með höndum allan almennan trygginga- rekstur. Fjöldi tryggjenda þar fer ört vaxandi og var í árslok 1966 6.290 og iðgjaldatekjur námu um 29 milljónum króna það ár. Fastráðið starfsfólk var í árslok 1965 30 talsins. Öll fyrrnefnd félög eru aðilar að svokölluðum Ansvarssamtökum. Sam- anlögð iðgjöld þeirra allra námu á ár- inu 1966 um 695 milljónum króna og samanlagður fjöldi tryggjenda nam í árslok 1966 um 352 þúsundum. Þá eru einnig starfandi bindindistrygginga- félög vestan hafs, eitt í Kanada, Ab- stainers Insurance Company, sem hefur náið samband við Ansvar Internation- al, og tvö í Bandaríkjunum, Central Security Mumal í Chicago og Preferr- ed Risk í Iowa. Preferred Risk er um 15 ára gamalt félag og orðið geysiöfl- ugt, iðgjaldatekjur þess voru yfir 600 miUjónir króna árið 1965. Ansvar International er með á pr jónunum stofnun bindindistrygging- afélaga í fleiri löndum og er mér kunn- ugt um að Nýja Sjáland, Þýzkaland og HoUand séu í athugun hjá félaginu sem væntanleg bindindistrygginga- lönd. Þá hefi ég einnig frétt, að frönsk yfirvöld hafi rætt við forsvarsmenn Ansvars um möguleika á stofnun fél- ags þar, en þau telja það muni vera mikilsvert að koma á stofn bindindis- tryggingum þar í Iandi, ef það gæti orðið til þess að stemma stigu við hinu mikla áfengisböli, sem franska þjóðin á við að etja. Ég hef nú rakið nokkuð aðdraganda að stofnun bindindistryggingafélag- anna og skýrt frá félögum þeim, sem mér er kunnugt um að eru starfandi í heiminum. Þá langar mig til að hug- leiða aðeins, hverju þessi félög hafa komið til leiðar, hvaða hag bindindis- samtök kunna að hafa af þeim og hverra hagsmuna hver einstakur bind- indismaður nýtur hjá þeim. Ég ætla mér ekki þá dul að gefa tæmandi svör við þessum spurningum, en ætla að reyna að gera nokkra grein fyrir þeim. Hverju hafa hincLindistryggingafélög- in komið til leiðar? Þau hafa sýnt það og sannað, að það borgar sig að lifa í bindindi, að bindindismenn eru betri ökumenn en BFÖ-BLAÐIÐ 27

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.