BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 29

BFÖ-blaðið - 01.03.1967, Blaðsíða 29
aðrir, því skýrslur félaganna sýna, að tjónatíðni tryggjenda þeirra er að meðaltali 15% lægri en hjá öðrum ökumönnum. Til er mikill fjöldi manna, sem eru næstum algjörir bind- indismenn, telja sig vel geta verið án víns, en vilja þó ekki sleppa einu glasi, sem þeir segjast taka á ári hverju. Margir þessara manna hugsa þó ráð sitt, þegar þeir komast að raun um, hve mikið þeir hagnast fjárhagslega með því að sleppa þessu svokallaða frjálsræði, og tryggja hjá bindindis- félagi og gerast bindindismenn. Sam- kvæmt skýrslum Ansvars bætast milli 5 og 10 þúsund nýir félagar í sænsk bindindissamtök árlega frá þessum hóp, í gegnum starfsemi Ansvars. Ég hefi einnig orðið var við þessa þróun hér hjá okkur og skapa þannig tryggr ingafélögin nýja bindindismenn í þús- undatali á hverju ári. Til þess að um virkilegan stuðning tryggingafélaganna geti verið að ræða, þurfa þau sjálf að vera öflug og fjár- sterk. Og það verða þau ekki nema bindindissamtökin og bindindismenn sameinist um að efla félögin með því að láta þau annast allar tryggingar sín- ar. Ansvar í Svíþjóð er langöflugasta félagið og mun ég því leitast við að skýra frá helzta stuðningi þess við sænsk bindindissamtök. Tryggingasjóðir félagsins eru geysi- mildir og hefur Ansvar, eins og fyrr er sagt, 'eitazt við að ávaxta þá þannig, að það geti orðið sem mestur stuðn- ingur af þeim fyrir bindindissamtökin. Ansvar hefur lagt mikið fé í byggingu bindindisstúdentagarðanna Tempus í Stokkhólmi, byggt mörg svokölluð A- hús, þar sem góðtemlarastúkur og fleiri bindindisstarfsemi fær aðstöðu í og byggt fjölda bindindismótela víðs vegar um Svíþjóð. Þá hefur Ansvar styrkt ýmis bindindismót og prentað ógrynnin öll af ýmis konar auglýsing- um og spjöldum fyrir bindindisfélög í prentsmiðju sinni, bindindisfélögum að kostnaðarlausu eða því sem næst. Auk þessa beina smðnings hafa bind- indissamtökin mjög mikinn styrk af tryggingafélögum bindindismanna í sinni bindindispólitík, sem er ef til vill einhver mesti styrkur sem þau fá frá félögunum. Hér á landi hefur Ábyrgð hf. ekki verið þess megnugt að geta styrkt bindindissamtökin beint að neinu ver- ulegu leyti. Þó hefur félaginu tekizt að veita þýðingarmikinn stuðning til ým- issa bindindisfélaga og bindindisfram- kvæmda og getað smðlað að því að Ansvar veitti lán til byggingar templ- arahallar í Reykjavík. Ég vil ekki dæma um það, hve mikinn óbeinan styrk bindindissamtök okkar hafa hlot- ið vegna tilkomu Ábyrgðar en ég tel hann ótvíræðan. En eins og fyrr segir er það skilyrði fyrir smðningi Ábyrgð- ar að bindindismenn taki höndum saman um að efla sitt eigið félag. Hverra hagsmuna nýtur hver ein- stakur bindindismaður hjá bindindis- tryggingafélagi? Hann hagnast fjárhagslega, því ið- gjöldin eru 10 til 20% lægri en hjá öðrum tryggingafélögum. Þessi hagn- aður getur numið þúsundum árlega, ef tryggingaþörf hans er mikil. Sé hann í bindindissamtökum nýmr hann enn meiri fríðinda hvað bifreiðatrygg- ingar snertir. Og hann gerist virkur þáttakandi í sterku bindindisút- breiðslustarfi. BFÖ-BLAÐIÐ 29

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.