BFÖ-blaðið - 01.01.1981, Blaðsíða 1

BFÖ-blaðið - 01.01.1981, Blaðsíða 1
□□ Ritnefndarþankar Þegar unnið er að félagsmálum og/eða baráttumálum ýmiskonar þá hljóta þeir er í starfinu standa oft að velta fyrir sér spurningunni um hvort gagn sé að þeirra framlagi. Nú hefur BFÖ starfað hátt á þriðja tug ára og því ekki óeðlilegt að horft sé til baka og reikningar gerðir upp. Ekki er það eðlilegt að þeir geri það einungis er í forystunni standa. Það er engu síður nauðsynlegt að þeir sem eru svo kallaðir,,passivir"félagarvelti þessum hlutum fyrir sér. Það eru einmitt þeir sem gera BFÖfært að starfa, í formi félagsgjalda og styrkja ýmis konar. En hefur starf BFÖ skilað árangri? Við skulum nú líta á nokkur mál er hafa verið baráttumál í fjölda ára. Sum þeirra eru svokölluð dægurmál. Mál sem allir kannast við og oft valda deilum. Við getum þar nefnt lögleiðingu bílbelta. BFÖ var fyrstur aðila í að koma opinberlega fram með kröfu um að notkun bílbelta yrði lögleidd. Þetta er baráttumál sem hefur verið umdeilt. Við höfum alltaf verið vissir um réttmæti kröfunnar um að notkun yrði lögleidd. Samstarf við bræðrasamtök á norðurlöndum gerir okkur kleift að fylgjast með nýjungum og rannsóknum hverskonar, varðandi umferð og umferðaröryggi. Á grundvelli slíkra upplýsinga þá sannfærðust forystumenn BFÖ um að almenn notkun bílbelta myndi draga stórlega úr slysum og einnig bjarga mannslífum. BFÖ kom einnafyrstfram með kröfu um að bílbelti yrðu lögleidd og nú eru horfur á því að við sjáum drauminn rætast. Bílbeltin er dæmi um áralangt baráttumál sem við sjáum hilla undir árangur í, en við getum einnig nefnt baráttumál sem þegar eru í höfn. Lögleiðing notkunar öryggishjálma á vélhjólum er eitt. Fyrir því hafði BFÖ barist í fjölda ára, með samþykktum og áskorunum til yfirvalda. Eitt mál er okkur hjartans mál. Það er að lögleitt verði að allir bílar skuli vera með höfuðpúða. Umferðin í borginni verður sífellt þyngri. Bílum fjölgar og hraðinn eykst og því fylgir aukin tíðni aftanáárekstra. Höfuðpúðar eru nauðsynleg slysavörn og BFÖ telur það eitt af sínum helstu baráttumálum. Nefnd hafa verið baráttumál sem flestum eru Ijós. En BFÖ hefur einnig beitt sér fyrir fleiru. Sífellt er verið með ábendingar til bæjarog lögregluyfirvalda, um hluti er viðteljum að hafi farið úrskeiðis eða mættu einfaldlega betur fara. Þar er m.a. um að ræða götur, gatnamót, göngustíga og umferðarstjórn ýmis konar. Þessum aðilum til hróss má segja, að við höfum oft orðið varir við að tillit er tekið til ábendinga okkar. Síðan er að sjálfsögðu það baráttumál okkar er eilíflega verður númer eitt. Það er baráttan gegn ölvunarakstri. Sú barátta kemur fram í ýmsum myndum. Dreifingu veggspjalda, dreifimiða, áróðri í blöðum í formi skrifa og fréttatilkynninga. Ekki er síst áríðandi að vera lögreglunni sífelld hvatning til þess að hún haldi vöku sinni, bæði í fyrirbyggjandi aðgerðum og í því að veita aðhald með því að stöðva bifreiðar og sýna fólki með því, að það geti hvenær sem er átt von á því að verða tekið ef það brýtur lög með því að aka ölvað. Það sem hér hefur verið nefnt er einungis brot af öllum þeim málum sem tekin hafa verið upp á löngum ferli BFÖ. Við getum einnig nefnt áð BFÖ hefur verið frumkvöðull í hinum svo kölluðu bílaíþróttum, en fyrsti góðaksturinn sem BFÖ stóð fyrir var árið 1955. Við höfum alltaf lagt áherslu á að bílaíþróttir eigi fyrst og fremst að stefna að því að auka hæfni og aðgæslu ökumannsins. Því hefur BFÖ aldrei farið inn á þá braut að standa fyrir hraðökstrum. Á síðasta ári stóð BFÖfyrir 21 ökuleikniskeppnum á jafn mörgum stöðum vítt og breitt um landið. Einnig voru á okkar vegum 11 þrauta- keppnir á vélhjólum. Með keppnum sem þessum teljum við að hægt sé að bæta umferðarmenningu okkar íslendinga. Með því teljum við að BFÖ sé að þjóna hlutverki sínu. Ég held að enginn neiti þvíað BFÖ hefur í gengn um árin lagt sinn skerf á vogarskálina á leiðinni til bættrar umferðarmenningar með íslendingum. Með því að ég fyllyrði að enginn geti neitað því, þá hljótum viðað vera sammála um að BFÖ hefur hlutverki að gegna. En hvað er BFÖ? BFÖ er félagsskapur er saman stendur af einstaklingum er hafa áhuga á bættri umferðarmenn- ingu og vilja einnig leggja baráttunni gegn áfengisvandamálinu lið. BFÖ er þannig uppbyggt að félagarnir eru ekki sífellt í snertingu við hið daglega starf. í yfirmettuðu þjóðfélagi dægrastyttinga, vinnu, fjarlægða og annars þess er tekur tíma mannsins, er yfirleitt ekki margt um manninn er fundir eru haldnir. Vissulega verða fundarboðendur oft fyrir vonbrigðum, er fáir mæta til funda. Það er reyndar vandamál er öll félög eiga við að stríða. En að einu leiti standa félagar BFÖ framar félögum flestra annarra félagasamtaka. Vafasamt er að innheimta félagsgjalda skili sér eins vel hjá nokkru félagi og staðreyndin er hjá BFÖ.Nálægt 90% félaga gera skil með greiðslu á gíróseðlum. Yfirleitt Sjá framhald á næstu síðu. Nó EB BEMSÍAIIÐ DÝPT Buí>rþEfrft fktíA- 0öa\

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.