BFÖ-blaðið - 01.01.1981, Blaðsíða 4

BFÖ-blaðið - 01.01.1981, Blaðsíða 4
Félagafjölgun Nú hafa allflestir télagsmenn fengið heimsenda gíróseðla vegna félagsgjalda og hvetjum við þá sem enn eiga eftir að greiða gjaldið að gera það sem allra fyrst. Með gíróseðlunum voru litlar blokkir með umsókn í félagið. Gefst félagsmönnum kostur á að safna nýjum félögum og vera þannig með í þeirri söfnunarherferð nýrra félaga sem nú stenduryfir. Þeir sem safna þannig félögum á tímabilinu 1. febrúar - 1 5. maífá heimsendan happdrættismiða fyrir hvern félaga sem þeir koma með í félagið. Höfðu í lok febrúar 20 nýir félagar bæst í hópinn, en þeir fá einnig heimsendan happdrættismiða. Hér gefst tækifæri fyrir félaga að fá fjölskyldur sínar með í félagið en fjölskyldufélagar greiða Vi félagsgjald, það sama gildir um félaga yngri en 17 ára. Við viljum einnig vekja athygli á því að hægt er að nota umsóknareyðublöðin seinna meir og ekki eingöngu fram í maí. Afsláttarlisti Afsláttarlisti félagsmanna á ýmiskonar þjónustu er með í blaðinu. Tekið skal fram að fyrirtækjum hefur fjölgað sem veita félagsmönnum afslátt. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér þennan afslátt. Munið að sýna félagsskírteinin. Ökuleikni '81 Nú er hafinn undirbúningur á Ökuleikni '81. Er ætlunin að halda keppnir á 20-25 stöðum um landið og verður keppnin uppbyggð á svipaðan hátt og í fyrra en þó með nokkrum breytingum. Leggjum okkur fram við söfnun nýrra félaga. Eins og fram kemur hér á undan, þá stendur nú yfir söfnun nýrra félga. Ég skora á félagana hvern og einn að taka á sig rögg og safna nýjum félögum. Ræðum málið við vini og kunningja og höfum eyðublöðin við hendina þegar færi gefst. Það er auðveldara en margur hyggur að ræða um bindindi og bætta umferðarmenningu. Hver veit nema að sá sem þú ræðir við vilji leggja lið og gerast félagi í BFÖ. Tökum málið alvarlega. Söfnum liði. Gunnar Þorláksson forseti BFÖ Akstur tveggja bíla af sömu gerð 2800 km, eða sömu vegalengd og tvisvar hringinn í kringum landið. Hámarkshraði bílanna mátti vera, A = 90 km/kl. B = 130 km/kl B lendir 25-30 sinnum oftar í hættu, en fer þó aðeins 3 km lengra á klukkutíma. Tilraun þessi var gerð í Sviss. I. Tími sem tók aö aka. II. Bensíneyðsla III. Ekið fram úr vörubílum IV. Ekið fram úr fólksbílum V. Ekið fram úr dráttarvélum. VI. Snarhemlað. VII. Slit á hjólbörðum. Síðustu ár hefur aukist mjög áhugi manna fyrir því að spara bensínið við notkun einkabíla. Margir hafa leyst þetta vandamál með því að kaupa minni og sparneytnari bíla. Hefur sú ráðstöfun gefist vel hjá mörgum en þó ekki öllum og hafa menn verið mjög óánægðir með bílana þegar þeir hafa farið að bera sína eyðslu saman við það sem umboðin gefa upp. Kemur það til af því að ekki er sama hvernig bílnum er ekið. Allir bílar hafa sinn kjörhraða sem er á flestum fjölskyldubílum 50 til 70 km/kl. Þegar bíl er ekið hraðar eða hægar eykst eyðslan og getur munað all verulega eða um 60%við 100til 110 km hraða. Það er sama hvaða rannsókn við skoðum allar benda til hins sama, að bensíneyðsla sé meiri eftir því sem hraðar er ekið. Við höfum hér tvö súlurit sem sýna okkur vel hver áhrif hraðans eru á bensíneyðslu bíla. A. sýnir okkur hvernig bensíneyðslan eykst við meiri hraða. Þarsegjum viðaðbílleyði 100við70km hraða og þá sést að eyðsla hefur aukist um 19% við 90 km hraða og 59% við 110 km hraða. Þegar verið er að minnka og auka hraða á víxl er um enn meiri eyðslu að ræða og er því heppilegast að aka á sem jöfnustum hraða eftir aðstæðum. Þá er ekki um að ræða tímasparnað í samræmi við hraðari akstur. Það sjáum við á súluriti B. þar sem tveir eins bílar voru látnir aka 2800 km á vegum í Swiss eða sem svarar tvisvar hringveginn um (sland. Bíll A mátti fara hraðast á 90 km/kl. og var meðalhraði hans 62.1 km/kl. Til að komast 3 km lengra á klst. er B. 25 til 30 sinnum oftar í hættu en A. og eyðir 20% meira bensíni. það mætti segja mér að flestir hafi vitað þetta áður og það gerum við, en ekki er nóg að vita, ef ekki er farið eftir því. Brynjar Valdimarsson.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.