BFÖ-blaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 1

BFÖ-blaðið - 01.02.1981, Blaðsíða 1
Nr. 2 Félagsrit Bindindisfélags Ökumanna Útgefandi: Bindindisfélag Ökumanna, Lágmúla 5 Ábyrgðarm.: Sveinn H. Skúlason. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar BFÖ Aðalfundur Reykjavíkurdeildar BFÖ var haldinn í Templarahöllinni 30. apríl s.l. Fundarstjóri var Haukur ísfeld og fundarritari Andrés Bjarnason. Formaður flutti skýrslu stjórnar þar sem kom fram það helsta í störfum hennar s.l. ár. Langstærsta verkefnið sem deildin stóð fyrir var góðakstur með gamla laginu. Hann krafðist mikils mannafla svo og varð kostnaður við auglýsingar o.fl nokkuð mikill. Deildin tók þátt í útgáfu jóladagatals og almanaks og greiddi kostnað að hálfu á móti Sambandsstjórn. I tengslum við ökuleikni aðstoðaði deildin t.d. við úrslitakeppnina hér í Reykjavík. Bauð deildin keppend- um;og tstarfsliði itill kaffisamsætis í Templarahöllinni, þar sem verðlaunaafhending fór fram. Munu um 40 manns hafa mætt þar. I sambandi við góðaksturinn s.l. haust var haldið kaffikvöld þar sem verðlaunum var úthlutað og nokkuð sagt frá uppbyggingu góðakstranna og einnig voru sýndar myndir varðandi akstur og áfengi. Ijanúar s.l. var haldinn almennur fundur þar sem Brynjar Valdimars- son flutti mjög fróðlegt og athyglisvert erindi varðandi umferðarmálin og sýndi skyggnur með til fróðleiks. Þá sagði Gunnar Þorláksson forseti BFÖ frá væntanlegum störfum á komandi sumri, t.d. varðandi ökuleikni, vélhjólakeppnunum, félagafjölgun og happdrætti í sam- bandi við hana. Á eftir var sýnd kvikmynd um öryggis- belti. I skýrslu gjaldkera kom fram að heildartekjur deildarinnar sem saman standa af félagsgjöldum og vaxtatekjum voru rúmlega 477.000.-gkr. en gjöldin urðu 425.000.-gkr. þannig að eftir voru um 52.000.- gkr. Það er því Ijóst að ef ráðist verður í stórverkefni með haustinu t.d. góðakstur, verður að afla fjár með einvherjum ráðum t.d. með auglýsingum frá fyrirtækjum á bifreiðar eða að eitthvert bifreiðaumboð kostaði að einhverju leiti aksturinn þá væntanlega með auglýsingum. Fjörugar umræður urðu um væntanleg lög um bílbelti, svo og þá nýbreytni að láta Ijós blikka á nóttunni á mestu umferðargötum. Að lokum voru eftirfarandi tillögur samþykktar:. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar BFÖ haldinn 30. apríl 1981 telur mjög misráðna þá framkvæmd gatnamála- stjóra, að láta umferðarljós blikka með gulu Ijósi á fjölförnustu gatnamótum Reykjavíkur um helgar og á nóttunni, án þess að veita nauðsynlega fræðslu áður en framkvæmdin hófst. Þau mörgu umferðarslys, bæði stór og smá, sem orðið hafa við slíkar aðstæður nú að undanförnu sýna, að margir ökumenn kunna ekki þær umferðarreglur, sem gilda er gul umferðarljós blikka. Að framansögðu leyfir fundurinn sér að leggja til: 1. Að hætt verði að láta gult Ijós blikka á stærstu og fjölförnustu gatnamótunum að sinni. Sjá framhald á næstu síðu. Frá vélhjólakeppnunum í sumar. Þær eru byggðar upp á svipaðan hátt og Ökuleiknin. Þær eru haldnar ísamvinnu við Umferðarráðog Æskulýðsráð ríkisins. Fyrsta keppnin var haldin við Lækjarskóla í Hafnarfirði 13. júní s.l. Úrslitakeppnin mun fara fram í haust og verða tveir bestu keppendur hennar sendir í alþjóðlega vélhjólakeppni, sem fara mun fram í Hollandi næsta vor.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.