BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Blaðsíða 2

BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Blaðsíða 2
Ársþing BFÖ 14.nóvember n.k. Allir þurfa eitthvað að drekka, en þvert á móti er alger óþarfi að drykkurinn innihaldi áfengi. Nútíminn, tæknin og hraðinn, vélvæðing og akstur, gerir í raun kröfur um að fólk sé ávallt algáð. Við skulum gera fólki grein fyrir því að fjöldi drykkjar- vara er frambærilegur sem veisluföng, þó enginn þeirra sé áfengur. Við skulum hvetja fólk til að hittast, það eykur ánægju lífsins, því maður er manns gaman. Við skulum hvetja alla sem hlut eiga að máli til þess að bjóða fremur óáfenga drykki, því valkosturinn er fyrir hendi. Aukum fjölbreytni óáfengra drykkja. Það má vel gera án mikillar fyrirhafnar. Veljum það sem betra er - veljum óáfenga drykki. Senn líður að lokum þessa tveggja ára starfs- tímabils sem núverandi stjórn hefur setið. Tvö ár eru fljót að líða, og ekki síst þegar starfað er að nauðsynja- málum. Oft hendir að helst þykir fréttnæmt það sem miður fer eða gagnrýni er vert. Það þykir því líklega ekki eðlilegt að undirritaður hælist yfir starfssemi stjórnarinnar, en rétt þykir mér að benda á eftirtektarvert starf þar sem ökuleiknin er. Framkvæmdastjórinn, Einar Guðmundsson hefur stjórnað og unnið að framkvæmd ökuleikninnar, og er dugnaður hans og áhugi mikil lyftistöng fyrir félagið. Fjármál hafa verið auðveldari viðfangs en oft áður, og á fjölgun félagsmanna þar drjúgan þátt, og gert m.a. mögulegt að endurnýja bifreið félagsins, sem svo með auglýsingum nánast aflar tekna fyrir kaupverði. Nú haustar og vetrarstarfið hefst af fullum krafti, og vil ég því hvetja alla félaga BFÖ til átaka fyrir baráttumálum félagsins um leið og þökkuð eru unnin störf á starfstímabilinu. Vinnum saman að bindindi og bættri umferðarmenn- ingu. Gunnar A. Þorláksson, forseti BFÖ. Bindindisþing i sumar, nánar tiltekið 26. - 30. júlívar haldið norrænt bindindisþing í Östersund í Svíþjóð. Þar voru mættir fulltrúar flestra bindindisfélaga á Norðurlöndunum, þar á meðal BFÖ. Þingið fjallaði á mjög breiðum grundvelli um þau vandamál sem við er að glíma á Norðurlöndum í dag vegna áfengisneyslu. Fluttar voru skýrslur frá öllum Norðurlöndunum um neyslu áfengis á hvern einstakling. Kom þá í Ijós að island er eina landið sem ekki selur bjór. Neyslunni var skipt í bjór, létt vín og brennd vín (sterk vín). Þegar þessar tölur voru bornar saman, kom í Ijós að neysla léttvína og brenndra var mjög svipuð í flestum löndunum, en hins vegar virðist bjórinn bætast við neysluna á hinum Norðurlöndunum. Því er neysla alkóhóls á einstakling minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta þýðir einfaldlega það ef sala á bjór yrði leyfð hér á landi, kæmi bjórinn að engu eða litlu leyti í stað léttra vína eða brenndra, heldur bættist hann við núverandi neyslu, nema rétt fyrst meðan nýjabrumið væri á sölu hans. Tveir góðir bera saman bækur sínar. Geir Riise form. MA-ungdom, Noregi. T.v. og ALF-CATO Gaaserud, form. samtaka bindindisfélaga í Noregi. t.h. BFÖ og bræðrafélag þess á norðurlöndum kynntu starfsemi sína á þinginu. Bræðrafélög okkar á hinum Norðurlöndunum og BFÖ einnig, héldu fund um samstarf á milli félaganna. Var lýst ánægju með norrænt samstarf í Ökuleikni og ákveðið að halda því áfram. Einnig var ákveðið að vinna að sameiginlegu verkefni í tengslum við norrænt um- ferðaröryggisár sem ákveðið hefur verið 1983. Alls voru 12 íslendingar á þessu norræna bindindisþingi og var það Ábyrgð hf. og Ansvar Internat- ional sem styrktu íslendingana til þáttöku.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.