BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Blaðsíða 4

BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Blaðsíða 4
Vé\h'ló \afcepPnl 81 Samhliða Okuleikninni í sumar voru haldnar vélhjólakeppnir á vegum ungmennadeildar BFÖ á 12 stöðum um landið. Keppnirnar voru haldnar í sam- vinnu við Umferðarráð og Æskulýðsráð ríkisins. Alls tóku 96 vélhjólakappar þátt í keppnunum. Fyrirkomulag keppnanna var mjög svipað Ökuleiknínni, þ.e. fyrst urðu keppendur að svara nokkrum umferðaspurningum og síðar var hæfnisakstur á þrautaplani. Þá voru gefin verðlaun, bikar og tveir peningar fyrir 3 efstu sætin eins og í Ökuleikninni og voru fyrirtæki fengin til að gefa verðlaunin á hverjum stað. Einnig voru úrslit og myndir birtar í Vísi. Úrslitakeppnin var síðan haldin við Laugarnesskólann í Reykjavík laugardaginn 3. okt. Þeir keppendur sem komu utan af landi áttu þess kost að fá afslátt hjá Flugleiðum auk þess sem Æskulýðsráð ríkisins styrkti þá sem lengst þurftu að fara. Keppt var á Puch vélhjóli sem Umferðaráð á og notað er sérstaklega í verkefni sem þessu. Þeir tveir keppendur sem sigruðu, munu síðan fara til Hollands næsta vor og verða fulltrúar 4ÍALXU "DÓr.rJu"o/jr>if?.#6z>DíMO &C3&jGiMZ> Þaö er eins gott að hafa tækin í lagil íslands í alþjóðlegri vélhjólakeppni þar og er það Umferðarráð sem skipuleggur þá ferð og fjármagnar. Úrslit í vélhjólakeppni 1. Rúnar Guðjónsson, Selfossi 230 refsistig 2. Karl Gunnlaugsson, Reykjavík 234 refsistig 3. Hjörtur Sverrisson, Hafnarfirði 237,5 refsistig 4. Örn Jónsson, Hafnarfirði 251 refsistig 5. Hjörtur Jóhannesson, Egilsstöðum 253,5 refsistig ! i

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.