BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Blaðsíða 7

BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Blaðsíða 7
Góðar fréttir fyrir ferðamenn Ábyrgð hf. tryggingafélag bindindismanna gerði á 8.1. ári samning fyrir tryggingartaka sína við SOS International í Danmörk. Er hér um að ræða neyðarþjónustu fyrir þá sem hafa altryggingu og eða ferðatryggingu og eru á ferðalagi erlendis, þurfi þeir á aðstoð að halda vegna skyndilegra veikinda- slysa eða eru strandaglópar vegna þess að farangri og peningum hefur verið stolið. Má þá hringja beint til SOS í Kaupmannahöfn sem hefur opið allan sólarhringinn og gera þeir þá ráðstafanir v/sjúkrahúss - sjúkraflugs o.s. frv. og ábyrgjast greiðslur. Tryggingataki Ábyrgðar fær sérstakt þjónustuspjald sem er á 6 tungumálum, þar sem eru leiðbeiningar um hvert og hvernig beri að snúa sér í neyðartilvikum. Vitað er um dæmi m.a.frá Asíulandi þarsem þjónusta þessi greiddi fyrir sjúkrahúsvist og heimflutning. Þá má geta þess að Ansvar móðurfélag Ábyrgðar hefur aðsetur í 9 löndum utan islands og geta trygginga- takar Ábyrgðar leitað þangað með fyrirgreiðslu vegna tryggingatjóna. P.S. Þjónustuspjaldið er ókeypis fyrir þá sem hafa Altryggingu. Utan úr heimi Enn selst Benz Þrátt fyrir almennan samdrátt í bílaiðnaðinum, jafnt í vestur Evrópu sem í Bandaríkjunum, þá jók Daimler- Benz talsvert framleiðsu sína 1980 . Á síðasta ári voru framleiddir ca. 430.000 fólksbílar. Þar af seldust rúmlega 240.000 í Þýskalandi. Það þýddi 1 % aukningu í markaðshlutdeild, úr 9% í 10%. Út voru fluttir ca. 188.000 bílar og þar af ca. 53.000 til Bandaríkjanna, sem þýddi 2% aukningu í markaðshlutdeild. ..Besti innfkitti bíllinn í Bandaríkjunum" Hið þekkta bílablað,,MotorTrend"gerði könnun með- al lesenda sinna um hverja þeir teldu vera „heimsins bestu standardbíla". Lesendur töldu Mercedes 300 SD, sem er með 5-cylendra turbo dieselvél, besta innflutta bílinn. Þetta er í fyrsta skipti sem dieselbíll fær þennan dóm. Þetta sýnir að jafnvel í Bandaríkjunum, fremsta bílalandi heimsins, er dieselbíllinn í framsókn. Af þeim ca. 53.000 Mercedes fólksbílum sem fluttir voru til Bandaríkjanna 1980 voru 73% með dieselvél. Lág bilanatíðni hjá Toyota Starlet nýlega var gerð könnun í Þýskalandi á 56 bílategundum. Könnunin gekk út á það að finna hvaða bíll hefði lægstubilanatíðni. Könnunin var byggð á útreikningum er ADAC, félag bifreiðaeigenda gerði. í grein í bifreiðablaðinu ,,Auto Motor und Sport" um könnunina kom fram að það ætti að vera hægt að aka 1000 Toyota Starlet 4.400.000 km áður en bílarnir stöðvast af bilun er telst mikilvæg. Sú bílategund er verst kom út úr könnuninni hafði 11 sinnum meiri bilanatíðni en Toyota Starlet. STYRKTARLINUR Glerborg hf.. Dalshrauni 5, Hafnarf. S. 53333 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Regnbogaplast, Hverfisgötu 74, R. m 'ÞaÓsempabbi gerir er réttV Ef pabbi fær sér glas af víni ídag, hvaÓ drekkur Palli pá eftir 10 ár? Við foreldrar erum fyrirmynd barna okkar. Ekki síst hvað varðar drykkjuven jur. [¦: 1 mrimma oq pabbi drekka vín moð raat og við hátíð— leg tæKifsri, álíta börnin haö eðliiegt og rétt. /Vfstaða Palla til áfengis mótast af hegðun foroldranna. Og hann getur orðið háður |)ví . BtndíndJ er trauStur grunnur til aó reisa á framtíð barnsins. Við foreidrarnir borum ábyrgðinai abyrgð TRYGGINGAFÉLAC FYHIH BINDINDISMENN g ANSVAH INTCHNATIONAL LTD. a ¦> '¦'¦¦ fí.¦,-..!.,. s.m, B3»l BINDINDI BORGAR SIG

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.