BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Síða 8

BFÖ-blaðið - 01.03.1981, Síða 8
Nýr bíll keyptur Eins og flestum félagsmönnum BFÖ er kunnugt, þá hefur verið mikill uppgangur í ökuleikniskeppnum félagsins. í fyrra tókst samstarf við Vísi og keppnir voru skipulagðar víða um land. Þá varðfljótt Ijóst að erfitt yrði að skipuleggja þessar ferðir án þess að hafa bíl til umráða. Ráðist var í að kaupa Volkswagen rúgbrauð árgerð 1971. Kaupverð bílsins var fjármagnað að miklu leyti með auglýsingum er settar voru á hann. Þegar skipulagnin ferðanna í sumar stóð yfir, þá varð það fljótt Ijóst að keppnirnar yrðu mun víðar um landið en áður. Vegna þess hve Volkswagninn var orðinn gamall, þá vildu menn athuga möguleikana á því að yngja hann upp. Útkoman varð sú, að gengið var til kaups á velmeðförnum og tiltölulega lítið eknum bíl, Toyota Hiace árgerð 1977. Verðmunur var kr. 33.000. Mismunurinn var sem fyrr fjármagnaður með auglýsingum á bílinn, lánum og síðast en ekki síst góðum skammti af bjartsýni. Bíllinn hefur staðið sig með eindæmum vel og fjármálin virðast í höfn. Áður en lagt var á stað þurfti að innrétta bílinn og sprauta. Þá vinnu unnu félagar í BFÖ í sjálboðavinnu. Það er ómetanlegt þegar lagt er í hringferð með fyrirfram ákveðnum keppnisstöðum og dögum, að hafa bíl er treysta má á. Einnig er mikið auglýsingagildi fyrir félagið að bíll með merkjum þess aki um götur. Það minnir á félagið og sýnir að það er í fullum krafti. Við skulum bara vona að ökumaðurinn virði allar reglur umferðarinnar. Annað sæmir ekki BFÖurum né bílum þeirra. Gamli bíll BFÖ Nýr bíll BFÖ.

x

BFÖ-blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.