BFÖ-blaðið - 01.04.1981, Page 1

BFÖ-blaðið - 01.04.1981, Page 1
Hugleiðing ,,0g engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yðbr er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- inn, í borg Davíðs". (Lúk. 2,10-> 1). Þetta er dásamlegur boðsaka|iur. - Jólin eru að koma. Þau undirstrika þennan boðskap. Þá verður svo margt það. að veruleika, sem mennirnir þrá: gleði, friður, kærleikur. ,,Hæð sína finnur nú smælinginn smæsti, smæð sína veraldarhöfðínginn stærsti. Grátekkinn dvínar, nú gróa öll sárin, því guðsfriður jólanna strýkur burt tárin". ,,Verið óhræddir", sagði engillinn. Átti hann við okkur, nútímafólkið? Þurfum við að vera hrædd? Þurfum við þess að okkur sé fluttur boðskapur frelsara? Það er einmitt sagt um 20öldina, að hún sé mesta framfara og menningaröld, sem komið hafi yfir mannkynið. Friður og mannréttindi eru rædd á alþjóðaþingum, sambykktir látnar ganga um þetta yfir þjóðirnar. Já, þessi öld virðist fljótt á litið glæsileg. - En - hvað segja fréttamiðlarnir okkur svo að segja daglega? Segja þeir að öllum jarðar- búum líði vel? Segja þeir að allir hafi nóg til hnífs og skeiðar? Segja þeir að friður og kærleikur ríki milli einstaklinga og þjóða? Það býr ótti meðal manna, e.t.v. meiri en nokkru sinni fyrr, jafnvel ótti við tortímingu. Það er þess vegna þörf á því að fram komi rödd frá æðra heimi, sem boði: „Yður er í dag frelsari fæddur". Þetta er talað til okkar allra, það er enginn undanskilinn. En - alltof margir telja að sér komi þetta ekki við - því fer sem fer. Það eru svo margir sem aðeins fagna jólunum, en tileinka sér ekki boðskap þeirra. Mennirnir þarfnast frelsara. Vísindi, véltækni, friðarsamningar o.s.frv. full- nægja ekki innstu þörfum mannsins, þegar mest á reynir - Baráttumaðurinn Melankton, var spurður á þanabeði, hvort hann vildi ekki eitthvað. Hann svaraði: Ekkert nema himininn. Á alvarlegustu stundum lífsins finnum við líka, að ekkert er eftirsóknarverðara en himininn, þ.e.a.s. kraftur Guðs, náð hans og kærleikur. Og Jesús Krístur kom einmitt hingað til jarðarinnar til þess að gefa okkur himininn. Enn einu sinni er okkur leyft að lifa jól. E.t.v. eru það síðustu jól einhvers okkar eða vinar hér á jörð. En, hvað svo? Guð veit hvar við verðum næstu jól. I norsku tímariti las ég ekki alls fyrir löngu frásögn sjómanns á stóru flutningaskipi, þar sem hann segir frá jólahaldi á skipi sínu. Hann lýsir veisluhaldi um borð, jólagjöfum og kveðjum að heiman. Að því loknu voru allir skipverjar, sem ekki höfðu óhjákvæmilegum störfum að gegna, kallaðir inn í borðsal yfirmannanna. Þar var kveikt á litíu jólatré. Svo var sunginn jólasálmur. Þar næst las skipstrjórinn jólaguðspjallið. Ég tek hér upp orðrétta frásögn hans, (lauslega þýdda), sem ég skrifaði hjá mér, og er hún svona: „Rödd skipstjórans, sem annars var hrjúf, varð næstum mild og Ijúf. - Hugur minn reikaði heim. Ég heyrði kirkjuklukkurnar kalla vini og vandamenn mína til kirkju. Ég fann yl streyma um mig. Nú fann ég að það voru jól. - Á eftir sungum við sálm um fæðingu frelsar- ans. Ég fann tárin renna niður kinnar mínar. Ég fann fögnuð jólanna í sál minni. Ég varð þess líka var að guðspjallafrásagan og sálmarnir höfðu líka áhrif á félaga mína. Þjarkið og þrasið, illyrði og keksni voru horfin á þessari stundu, en heilagur friður gisti okkur þennan hóp farmanna á hafinu" Þetta sagði sjómaðurinn Það var einmitt fagnaðar- boðskapurinn um fæðingu frelsarans og hin látlausu orð, sem opnuðu fyrir jólunum í djúpi sálar þessarar skipshafnar Sálrh'arnir sungu einnig Ijúfsárar minning- ar inn í hugskot þeirra. Þetta gerist enn í dag. Við erum á ferð líkt og sjómaðurinn, þó viðséum ekki á hafi úti. Jólin benda mér og öðrum á þetta: „Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf, ég glaður fer eftir henni". Frelsarinn gefur okkur trú, von og kærleika. Verum óhrædd. Minnumst þess á jólunum, að þá fengum við boðskap frá æðra heimi. i einum jólasálminum segir: „Vér fögnum komu frelsarans, vér erum systkin orðin hans". Jón Kr. isfeld

x

BFÖ-blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.