BFÖ-blaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 2

BFÖ-blaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 2
Bifreiðaskoðun Á bifreiðaskoðn að fara fram á bifreiðaverkstæðum eða á Bifreiðaeftirlit ríkisins að annast skoðunina? Á árunum 1966-67 fór bifreiðaeftirlitið fram á fjár- veitingu til að reisa skoðunarstöðvar fyrir bifreiðaskoð- un um allt land. Kostnaðaráætlunin var þá hundruð milljóna Bílgreinasambandið vaktí athygli á þvi að verkstæði þau sem til voru í landinu gætu veitt þessa þjónustu þar sem þau hefðu húsnæði og starfsfólk, einnig áttu verkstæðin þegar hluta af þeim tækum er notuð eru við bifreiðaskoðun. Verkstæðin gætu því framkvæmt skipulagða skoðun sem færi fram yfir allt árið. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú árið 1981 hefur ekkert gerst í þessu máli. Ef við athugum hvernig þetta er hjá grannþjóðum okkar, þá eru Svíar búnir að koma á allgóðu skoðunar- neti, sem er að uppbyggingu mjög svipað því sem kom til álita að hafa hér. Þegar Svíar skipulögðu skoðun á skoðunarstöðvum kom upp sú spurning hvort verkstæði eða bifreiðaeftir- lit ættu að sjá um skoðunina. Það varð úr að ríkið keypti rúmlega 50% í skoðunarstöðvunum en verkstæðin, tryggingarfélögin ásamt fleiri aðilum áttu tæþlega 50% Skoðunin eins og hún fer fram í Svíþjóðer að mínu álíti nokkuð góð, hún byggist á því að öryggisbúnaður bifreíðarinnar sé vel skoðaður. I Noregi er verið að koma á skipulagðri skoðun, en þar mun skoðun fara fram jafnhlíða á verkstæðum og hjá bifreiðaeftirliti. Starfshópur skipaður fulltrúum frá vegamálastjóra, bifreiðaeftirliti, bílainnflytjendum, verkstæðum og skoð- unarstöðvum komi með tillögu um að samstarf bifreiða- eftirlits og verkstæða yrði stóraukið Tíllaga þessi felur í sér að verkstæði sem annast verulegar þjónustuviðgerðir skuli einnig sjá um bifreiðaskoðun og gefa út skoðunarskýrslur Með þessu skipulagi þarf bifreíðaeftirlitið ekki að annast skoðun þeirra bifreiða sem þegar hafa verið skoðaðar á verkstæðum og getur einbeitt sér að þeim bifreiðum sem helst er þörf á að skoða. Tilhögun þessi mun stuðla að auknu umferðaröryggi og betri þjónustu við almenning, þá leggur starfshópur- inn til að komið verði á skipulagðri skoðun og nefnd skoðunarþjónusta. Því aðeins er hægt að færa skoðunina að hluta inn á verkstæðin að bifreiðaeftirlitið virðurkenni viðkomandi verkstæði, því það hefur ávallt æðsta vald og verður að viðurkenna þau tæki sem notuð eru við skoðunina ásamt hæfni starfsfólksins. Á árunum 1977-78 framkvæmdu Norðmenn eftirskoðun í tilraunaskyni, var það í bænum Þelamörk Björn Ómar Jónsson og gert í samvinnu við bifreiðaeftirlit og verkstæði. Tilraun þessi þóttist takast mjög vel og er samvinna á milli bífreiðaeftirlits og verkstæða viðhöfð um allan Noreg, en viðskiptamenn ráða hvort þeir láta skoða bifreiðar sínar á almennum verksætðum eða hjá því opinbera Að meðaltali annast verkstæðin eftirskoðun 50-60% allra ökutækja í Noregi, en í Osló skoða verkstæðin meira en 90% ökutækja. Árangur þessarar samvinnu lofar það góðu að full ástæða er fyrir okkur að huga að aukinni samvinnu milli verkstæða og bifreiðaeftirlits. Hver mun verða tilgangur þessara samvinnu? -að auka umferðaröryggi, því hægt er aðskoða og gera við fleiri ökutæki en áður. -að bæta þjónustu við almenning, þar sem ekki þarf að fara jafnlangan veg og áður til skoðunar -að nýta sem best starfsfólk og tækjakost, jafnt hjá bifreiðaeftirliti og verkstæðum. Einnig mun tilhögunin hafa ýmsa óbeina kosti t.d. verður meira samstarf milli bif reiðaefti rl its og verkstæða. Stafsmenn verkstæða munu kynna sér reglur um skoðunarhæft ástand bifreiða betur en áður og tilhögunin verður verkstæðunum hvatning til að vera sér úti um ný tæki og útbúnað einkanlega tæki varðandi skoðun bifreiða Eins og að framan hefur verið sagt eru til fleiri en ein eða tvær leiðir til að framkvæma bifreiðaskoðun hér á landi, en eins og allir sjá sem fara með bifreiðir sínar í skoðun er breytingar þörf. Er þá helst að nefna húsakost og tækjaútbúnað hjá bifreiðaeftirliti en sú stofnun þarf að fá betri búnað til skoðunar en hún hefur í dag og þó svo skoðunin færi inn á verkstæði verði bifreiðaeftirlitið að fá sína stöð til að vera leiðandi í þessum málum bæði hvað verð og tækjakost snertir Skoðunarstöðin þyrfti að vera sérdeild innan bifreíðaeft ir I itsi ns og hafa sjálfstæðan fjárhag. Hér á landi hafa þessi skoðunarmál verið mikið rædd meðal verkstæðiseigenda en þar sem ekkert liggur fyrir um framkvæmd er ekki gott að átta sig á því fyrirkomu- lagi sem verður ofan á. Allar tillögur sem fram hafa komið eru samskonar og framkvæmd Norðmanna að mínu áliti getur sú leið skilað bestum árangri hvað öryggi og kostnað snertir, en þetta er erfitt þar sem hið opinbera þegir og lætur málið veltast um í kerfinu. Björn Ómar hefur um árabil sérhæft sig i stillingu og skoðun bifreiða. Rekur nú bifreiðaverkstæðið Lúkas við Síðumúla i Reyk/avík

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.